Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. Staðurinn, sem er rekinn af Sýrlendingum, hefur notið vinsælda um árabil við Ingólfstorg í Reykjavík en þar er seldur mið-austurlenskur matur á borð við kebab, hummus og falafel.
Á Facebook-síðu Mandi, sem notið hefur mikilla vinsælda, segir að óðum styttist í opnunina. Nætursala veitingastaðarins í miðbæ Reykjavíkur er vinsæl en opið er alla daga til tvö á næturna og til fimm um helgar.
Staðurinn verður opnaður í rými sem áður hýsti útibú Hlöllabáta. Bátarnir hans Hlölla kvöddu Skeifuna þann 28. apríl en opnuðu annan í Mosfellsbæ.
Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki
Viðskipti erlent


Skipti í brúnni hjá Indó
Viðskipti innlent



Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

„Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“
Viðskipti innlent


Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið
Viðskipti erlent
