Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 5. júní 2019 22:23 Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. Vísir/ap Í ávarpi sem Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flutti í Kristjánsborgarhöll þegar rétt undir 99% atkvæða voru talin viðurkenndi hann ósigur bláu blokkarinnar en sagðist þó vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðjuna með sig áfram sem forsætisráðherra. Lars sagði að þrátt fyrir að Venstre hefði fengið ágætis kosningu sé ljóst að í Danmörku hefði orðið ákveðin valdatilfærsla frá hægri væng yfir á þann vinstri. Hann er búinn að hringja í Mette Frederiksen, formann Jafnaðarmannaflokksins, og viðurkenna ósigur. Hann hyggst halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar ríkisstjórnarinnar. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem biðu afhroð og urðu til þess að ekki líklega verður ekki hægt að mynda ríkisstjórn til hægri. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Bláa blokkin er með 75 þingsæti en sú rauða 91 þegar 99 % atkvæða eru talin.Mette stendur með pálmann í höndunum.Vísir/gettyMette stendur með pálmann í höndunum Mette, sem útlit er fyrir að verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi, er eini formaður stjórnmálaflokks sem á eftir að halda ávarp. Hún er nú á leiðinni til Kristjánsborgarhallar til að bregðast við niðurstöðum dönsku þingkosninganna. Jafnaðarmannaflokkurinn, með Mette í broddi fylkingar, þykir augljós sigurvegari kosninganna en flokkurinn hlaut 25,9% og tryggði sér 48 þingsæti í kosningunum. Mette er því í öflugri stöðu fyrir komandi stjórnarmyndunarviðræður því að félagshyggjuflokkarnir eru með öruggan meirihluta. Mette hefur lýst því yfir í kosningabaráttunni að hún hefði hug á því að mynda eins flokks minnihlutastjórn. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14 Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Í ávarpi sem Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flutti í Kristjánsborgarhöll þegar rétt undir 99% atkvæða voru talin viðurkenndi hann ósigur bláu blokkarinnar en sagðist þó vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðjuna með sig áfram sem forsætisráðherra. Lars sagði að þrátt fyrir að Venstre hefði fengið ágætis kosningu sé ljóst að í Danmörku hefði orðið ákveðin valdatilfærsla frá hægri væng yfir á þann vinstri. Hann er búinn að hringja í Mette Frederiksen, formann Jafnaðarmannaflokksins, og viðurkenna ósigur. Hann hyggst halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar ríkisstjórnarinnar. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem biðu afhroð og urðu til þess að ekki líklega verður ekki hægt að mynda ríkisstjórn til hægri. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Bláa blokkin er með 75 þingsæti en sú rauða 91 þegar 99 % atkvæða eru talin.Mette stendur með pálmann í höndunum.Vísir/gettyMette stendur með pálmann í höndunum Mette, sem útlit er fyrir að verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi, er eini formaður stjórnmálaflokks sem á eftir að halda ávarp. Hún er nú á leiðinni til Kristjánsborgarhallar til að bregðast við niðurstöðum dönsku þingkosninganna. Jafnaðarmannaflokkurinn, með Mette í broddi fylkingar, þykir augljós sigurvegari kosninganna en flokkurinn hlaut 25,9% og tryggði sér 48 þingsæti í kosningunum. Mette er því í öflugri stöðu fyrir komandi stjórnarmyndunarviðræður því að félagshyggjuflokkarnir eru með öruggan meirihluta. Mette hefur lýst því yfir í kosningabaráttunni að hún hefði hug á því að mynda eins flokks minnihlutastjórn.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14 Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum. 3. júní 2019 12:14
Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39
Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20
Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1. júní 2019 08:45
Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35