Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 6. júní 2019 00:01 Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/getty Mette Frederiksen, leiðtogi danskra Jafnaðarmanna, stærsta flokksins að loknum þingkosningum í Danmörku í gær boðar minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og gott samstarf við aðra þingflokka. Mette hefur haldið þessu statt og stöðugt fram í kosningabaráttunni. Mette stendur með pálmann í höndunum að loknum kosningum en Jafnaðarmenn hlutu 25,9% atkvæða og tryggðu sér 48 þingsæti. „Kæru þið, kæru sósíaldemókratar en fyrst og fremst kæru Danir […] þið hafið beðið um nýjan meirihluta. Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“. Þetta sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku flokksins þegar það lá ljóst fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn væri stærstur flokka. Útlit er fyrir að Mette verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi. „Ég er ótrúlega stolt af þessari kosningabaráttu sem er nú að baki. Við höfum talað fyrir okkar baráttumálum og ekki einblínt á pólitík annarra flokka,“ sagði Mette.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ ræðunni sagði hún að Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði hringt í sig í kvöld og viðurkennt ósigur bláu blokkarinnar. Lars tilkynnti henni að hann myndi halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína en í ræðu sinni í Kristjánsborgarhöll í kvöld sagðist hann þrátt fyrir allt vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðju með hann sjálfan áfram í broddi fylkingar. Þrátt fyrir að Mette hefði þakkað Lars fyrir framlag hans og þjónustu við almenning í ræðu sinni er það á hreinu að hann fær ekki ráðherrastól hjá henni. „Ég vil fá hreina S-[ósíalista] ríkisstjórn þar sem við vinnum með öllum og leitumst eftir því að ná breiðri samstöðu.“ Lars sagði fyrr í kvöld að þrátt fyrir að hans flokkur, Venstre, hefði hlotið ágætis kosningu þá mætti lesa það af niðurstöðum kosninganna að ákveðin valdatilfærsla hefði orðið frá hægri til vinstri en bláa blokkinn endaði með 75 þingsæti en sú rauða 91 þingsæti. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem guldu afhroð. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Mette Frederiksen, leiðtogi danskra Jafnaðarmanna, stærsta flokksins að loknum þingkosningum í Danmörku í gær boðar minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og gott samstarf við aðra þingflokka. Mette hefur haldið þessu statt og stöðugt fram í kosningabaráttunni. Mette stendur með pálmann í höndunum að loknum kosningum en Jafnaðarmenn hlutu 25,9% atkvæða og tryggðu sér 48 þingsæti. „Kæru þið, kæru sósíaldemókratar en fyrst og fremst kæru Danir […] þið hafið beðið um nýjan meirihluta. Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“. Þetta sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku flokksins þegar það lá ljóst fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn væri stærstur flokka. Útlit er fyrir að Mette verði yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi. „Ég er ótrúlega stolt af þessari kosningabaráttu sem er nú að baki. Við höfum talað fyrir okkar baráttumálum og ekki einblínt á pólitík annarra flokka,“ sagði Mette.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ ræðunni sagði hún að Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði hringt í sig í kvöld og viðurkennt ósigur bláu blokkarinnar. Lars tilkynnti henni að hann myndi halda á fund drottningarinnar á morgun og biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína en í ræðu sinni í Kristjánsborgarhöll í kvöld sagðist hann þrátt fyrir allt vonast eftir ríkisstjórn þvert yfir miðju með hann sjálfan áfram í broddi fylkingar. Þrátt fyrir að Mette hefði þakkað Lars fyrir framlag hans og þjónustu við almenning í ræðu sinni er það á hreinu að hann fær ekki ráðherrastól hjá henni. „Ég vil fá hreina S-[ósíalista] ríkisstjórn þar sem við vinnum með öllum og leitumst eftir því að ná breiðri samstöðu.“ Lars sagði fyrr í kvöld að þrátt fyrir að hans flokkur, Venstre, hefði hlotið ágætis kosningu þá mætti lesa það af niðurstöðum kosninganna að ákveðin valdatilfærsla hefði orðið frá hægri til vinstri en bláa blokkinn endaði með 75 þingsæti en sú rauða 91 þingsæti. Venstre, flokkur forsætisráðherra, bætti við sig fjórum prósentustigum í fylgi og níu þingsætum frá síðustu þingkosningum en það voru aðrir hægri flokkar sem guldu afhroð. Þannig tapaði Danski þjóðarflokkurinn 21 af 37 þingsætum sínum á milli kosninga.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20 Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35 Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta. 5. júní 2019 18:20
Danir ganga að kjörborðinu Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld. 5. júní 2019 07:35
Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent