Xi segir Pútín sinn albesta vin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2019 07:45 Leiðtogunum tveimur kom afar vel saman á fundi í gær. Nordicphotos/AFP Samband Rússlands og Kína hefur aldrei verið jafngott. Þetta sögðu þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, áður en þeir funduðu saman í rússnesku höfuðborginni Moskvu í gær. „Okkur hefur tekist að styrkja sambandið svo mjög að það hefur aldrei í sögunni verið traustara. Við munum halda áfram á þessari leið og erum tilbúnir til náins samstarfs,“ sagði Xi. Leiðtogarnir voru saman komnir til þess að fagna 70 ára afmæli stjórnmálasambands veldanna tveggja. Þeir undirrituðu viðskipta- og fjárfestingarsamninga í leiðinni en ekki lá fyrir er fréttin var skrifuð nákvæmlega um hvað þeir samningar snerust. Í dag mun Xi svo halda ræðu á SPIEF-efnahagsmálaráðstefnunni í Sankti Pétursborg. Xi sagði í viðtali við rússneska ríkismiðilinn TASS að Pútín væri hans besti og nánasti vinur. „Samskipti mín við Pútín forseta byggjast á miklu og gagnkvæmu trausti. Á þeim grunni byggjum við nána vináttu okkar. Við komum fram við hvor annan af virðingu, erum hreinskilnir og sýnum hvor öðrum skilning.“ Nánara samstarf Kína og Rússlands gæti reynst ríkjunum tveimur mikilvægt nú þegar þau standa frammi fyrir aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á í erfiðu tollastríði við Kínverja sem Trump segir vegna viðskiptahalla og þá er samband Bandaríkjamanna og Rússa afar stirt. Einkum vegna meintra óeðlilegra afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í Bandaríkjunum, kallaði „árás á stjórnkerfi Bandaríkjanna“. Bandaríski miðillinn CNN hafði eftir Willy Lam, prófessor og stjórnmálagreinanda við Kínverska háskólann í Hong Kong, að þessi leiðtogafundur væri til þess gerður að sýna Bandaríkjamönnum að „sterkt bandalag Peking og Moskvu“ gæti staðið gegn því sem kínversk stjórnvöld kalla bandaríska einangrunarhyggju. Sú greining rímar við orðræðu kínverska forsetans sem hefur undanfarin misseri orðið tíðrætt um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Ríkin standa saman í andstöðu við Bandaríkin í málefnum Írans til dæmis. Kínverski forsetinn sagði í gær að ríkin væru sammála um kjarnorkumál Írans og lýsti sig mótfallinn einhliða viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Þá sagði hann einnig að Kína myndi beita sér fyrir sátt í Venesúela en bæði Kínverjar og Rússar styðja Nicolás Maduro forseta á meðan Bandaríkjamenn styðja stjórnarandstæðinginn Juan Guaidó, sem hið valdalitla þing álítur starfandi forseta. Kínverjar og Rússar hafa ekki einungis tekið höndum saman á sviði alþjóðastjórnmálanna heldur hafa viðskipti á milli ríkjanna einnig aukist mjög, að því er Xi sjálfur sagði frá. Forsetinn sagði virði viðskiptanna hafa aukist um 30 prósent á milli áranna 2017 og 2018. Þá hafi Kínverjar flutt inn rússneskar vörur fyrir um 42,7 prósentum meira fé á síðasta ári samanborið við 2017. Birtist í Fréttablaðinu Kína Rússland Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira
Samband Rússlands og Kína hefur aldrei verið jafngott. Þetta sögðu þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, áður en þeir funduðu saman í rússnesku höfuðborginni Moskvu í gær. „Okkur hefur tekist að styrkja sambandið svo mjög að það hefur aldrei í sögunni verið traustara. Við munum halda áfram á þessari leið og erum tilbúnir til náins samstarfs,“ sagði Xi. Leiðtogarnir voru saman komnir til þess að fagna 70 ára afmæli stjórnmálasambands veldanna tveggja. Þeir undirrituðu viðskipta- og fjárfestingarsamninga í leiðinni en ekki lá fyrir er fréttin var skrifuð nákvæmlega um hvað þeir samningar snerust. Í dag mun Xi svo halda ræðu á SPIEF-efnahagsmálaráðstefnunni í Sankti Pétursborg. Xi sagði í viðtali við rússneska ríkismiðilinn TASS að Pútín væri hans besti og nánasti vinur. „Samskipti mín við Pútín forseta byggjast á miklu og gagnkvæmu trausti. Á þeim grunni byggjum við nána vináttu okkar. Við komum fram við hvor annan af virðingu, erum hreinskilnir og sýnum hvor öðrum skilning.“ Nánara samstarf Kína og Rússlands gæti reynst ríkjunum tveimur mikilvægt nú þegar þau standa frammi fyrir aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á í erfiðu tollastríði við Kínverja sem Trump segir vegna viðskiptahalla og þá er samband Bandaríkjamanna og Rússa afar stirt. Einkum vegna meintra óeðlilegra afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í Bandaríkjunum, kallaði „árás á stjórnkerfi Bandaríkjanna“. Bandaríski miðillinn CNN hafði eftir Willy Lam, prófessor og stjórnmálagreinanda við Kínverska háskólann í Hong Kong, að þessi leiðtogafundur væri til þess gerður að sýna Bandaríkjamönnum að „sterkt bandalag Peking og Moskvu“ gæti staðið gegn því sem kínversk stjórnvöld kalla bandaríska einangrunarhyggju. Sú greining rímar við orðræðu kínverska forsetans sem hefur undanfarin misseri orðið tíðrætt um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Ríkin standa saman í andstöðu við Bandaríkin í málefnum Írans til dæmis. Kínverski forsetinn sagði í gær að ríkin væru sammála um kjarnorkumál Írans og lýsti sig mótfallinn einhliða viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Þá sagði hann einnig að Kína myndi beita sér fyrir sátt í Venesúela en bæði Kínverjar og Rússar styðja Nicolás Maduro forseta á meðan Bandaríkjamenn styðja stjórnarandstæðinginn Juan Guaidó, sem hið valdalitla þing álítur starfandi forseta. Kínverjar og Rússar hafa ekki einungis tekið höndum saman á sviði alþjóðastjórnmálanna heldur hafa viðskipti á milli ríkjanna einnig aukist mjög, að því er Xi sjálfur sagði frá. Forsetinn sagði virði viðskiptanna hafa aukist um 30 prósent á milli áranna 2017 og 2018. Þá hafi Kínverjar flutt inn rússneskar vörur fyrir um 42,7 prósentum meira fé á síðasta ári samanborið við 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Rússland Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira