Hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 13:30 Virgil van Dijk og Frenkie de Jong fagna og Matthijs de Ligt er ekki langt undan. Þessir þrír eru þegar komnir í hóp mest spennandi fótboltamanna heims í dag. Vísir/Getty Það er allt önnur ára yfir hollenska landsliðinu en síðustu ár og nú vilja allar hollenska stjörnurnar vera með og liðið er aftur líklegt til afreka. Hollendingar urðu í þriðja sæti á HM í Brasilíu 2014 en næstu fjögur ár á eftir voru þeim afar erfið. Liðið sem mætir Englendingum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í kvöld er aftur á móti eitt mest spennandi landslið heims í dag. Leikur Hollands og Englands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Liðið sem vinnur mætir Portúgal í úrslitaleiknum á sunnudaginn en í boði þar er fyrsti Þjóðadeildartitillinn.Matthijs de Ligt Frenkie de Jong Donny van de Beek "To have that amount of talent coming through at the same time, it's a really exciting time ahead for Dutch football."@GKPaulRobinson on the Netherlands' brilliant blend of youth, experience and talent.#NEDENGpic.twitter.com/ylqyGZNrid — beIN SPORTS (@beINSPORTS) June 5, 2019Það má kannski segja að hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina en það voru tvö töp á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 sem sáu öðru fremur til þess að Hollendingar voru heima í sófa þegar Evrópumótið fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Ísland vann fyrst 2-0 á Laugardalsvellinum í október 2014 og svo 1-0 í Amsterdam í september 2015. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði öll þrjú mörkin. Íslenska landsliðið skildi Holland eftir í riðlinum (fékk sjö stigum meira) og sló síðan í gegn með því að komast alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti í karlaflokki. Hollendingar náðu ekki að rífa sig upp í næstu undankeppni og sátu líka eftir í undankeppni HM 2018 þar sem Frakkland og Svíþjóð komust áfram. Frakkar urðu síðan heimsmeistarar og Svíar komust í átta liða úrslitin þannig að þetta var mjög sterkur riðill.'Everybody wants to play' Netherlands have revived their fortunes after missing out on Euro 2016 and the 2018 World Cup. Here's why the feel-good factor is back ahead of the Nations League semi-final against England https://t.co/RdKWi9Nezgpic.twitter.com/UN10YKVvBa — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Hollendingar hafa nú gengið í gegnum stór kynslóðarskipti og hafa á síðustu árum eignast nýja frábæra leikmenn í fremstu röð. Liðið vann sinn riðil í Þjóðadeildinni og skildi þá eftir heimsmeistara Frakka og öflugt lið Þýskalands. Liðið er því þegar byrjað að sýna styrk sinn og í kvöld mætir liðið frábæru ensku landsliði sem komst í undanúrslitin á HM í fyrrasumar. Virgil van Dijk, miðvörður Evrópumeistara Liverpool, hefur nú tekið við fyrirliðabandinu og við hlið hans er Matthijs de Ligt, nítján ára fyrirliði Ajax sem sló í gegn í Meistaradeildinni á nýloknu tímabili. Vörnin er því skipuð miklum leiðtogum og þá er meiri samheldni og meiri leikgleði ríkjandi innan liðsins. Framar á vellinum verður spennandi að fylgjast með Frenkie de Jong, nýjum leikmanni Barcelona, Donny van de Beek hjá Ajax og Memphis Depay, sem fann sig ekki hjá Manchester United en hefur síðan slegið í gegn á meginlandinu. Evrópumeistarinn Georginio Wijnaldum hjá Liverpool er líka inn á miðjunni ef hann kemst í liðið. Þjóðadeildin er tilvalið tækifæri fyrir Hollendinga til að stimpla sig inn á ný meðal bestu knattspyrnuþjóða heims. Þeir unnu síðasta titil á EM 1988 með Ruud Gullit og Marco Van Basten í fararbroddi og þeir appelsínugulu hafa því þurft að bíða í meira en þrjátíu ár eftir titli.With arguably the best centre-back partnership in world football, Ronald Koeman is bringing the Netherlands back to their glory years, utilising an exciting crop of young players! Hit if you think Netherlands win the Nations League pic.twitter.com/8k67e3XCdP — Coral (@Coral) June 6, 2019 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Sjá meira
Það er allt önnur ára yfir hollenska landsliðinu en síðustu ár og nú vilja allar hollenska stjörnurnar vera með og liðið er aftur líklegt til afreka. Hollendingar urðu í þriðja sæti á HM í Brasilíu 2014 en næstu fjögur ár á eftir voru þeim afar erfið. Liðið sem mætir Englendingum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í kvöld er aftur á móti eitt mest spennandi landslið heims í dag. Leikur Hollands og Englands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Liðið sem vinnur mætir Portúgal í úrslitaleiknum á sunnudaginn en í boði þar er fyrsti Þjóðadeildartitillinn.Matthijs de Ligt Frenkie de Jong Donny van de Beek "To have that amount of talent coming through at the same time, it's a really exciting time ahead for Dutch football."@GKPaulRobinson on the Netherlands' brilliant blend of youth, experience and talent.#NEDENGpic.twitter.com/ylqyGZNrid — beIN SPORTS (@beINSPORTS) June 5, 2019Það má kannski segja að hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina en það voru tvö töp á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 sem sáu öðru fremur til þess að Hollendingar voru heima í sófa þegar Evrópumótið fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Ísland vann fyrst 2-0 á Laugardalsvellinum í október 2014 og svo 1-0 í Amsterdam í september 2015. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði öll þrjú mörkin. Íslenska landsliðið skildi Holland eftir í riðlinum (fékk sjö stigum meira) og sló síðan í gegn með því að komast alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti í karlaflokki. Hollendingar náðu ekki að rífa sig upp í næstu undankeppni og sátu líka eftir í undankeppni HM 2018 þar sem Frakkland og Svíþjóð komust áfram. Frakkar urðu síðan heimsmeistarar og Svíar komust í átta liða úrslitin þannig að þetta var mjög sterkur riðill.'Everybody wants to play' Netherlands have revived their fortunes after missing out on Euro 2016 and the 2018 World Cup. Here's why the feel-good factor is back ahead of the Nations League semi-final against England https://t.co/RdKWi9Nezgpic.twitter.com/UN10YKVvBa — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Hollendingar hafa nú gengið í gegnum stór kynslóðarskipti og hafa á síðustu árum eignast nýja frábæra leikmenn í fremstu röð. Liðið vann sinn riðil í Þjóðadeildinni og skildi þá eftir heimsmeistara Frakka og öflugt lið Þýskalands. Liðið er því þegar byrjað að sýna styrk sinn og í kvöld mætir liðið frábæru ensku landsliði sem komst í undanúrslitin á HM í fyrrasumar. Virgil van Dijk, miðvörður Evrópumeistara Liverpool, hefur nú tekið við fyrirliðabandinu og við hlið hans er Matthijs de Ligt, nítján ára fyrirliði Ajax sem sló í gegn í Meistaradeildinni á nýloknu tímabili. Vörnin er því skipuð miklum leiðtogum og þá er meiri samheldni og meiri leikgleði ríkjandi innan liðsins. Framar á vellinum verður spennandi að fylgjast með Frenkie de Jong, nýjum leikmanni Barcelona, Donny van de Beek hjá Ajax og Memphis Depay, sem fann sig ekki hjá Manchester United en hefur síðan slegið í gegn á meginlandinu. Evrópumeistarinn Georginio Wijnaldum hjá Liverpool er líka inn á miðjunni ef hann kemst í liðið. Þjóðadeildin er tilvalið tækifæri fyrir Hollendinga til að stimpla sig inn á ný meðal bestu knattspyrnuþjóða heims. Þeir unnu síðasta titil á EM 1988 með Ruud Gullit og Marco Van Basten í fararbroddi og þeir appelsínugulu hafa því þurft að bíða í meira en þrjátíu ár eftir titli.With arguably the best centre-back partnership in world football, Ronald Koeman is bringing the Netherlands back to their glory years, utilising an exciting crop of young players! Hit if you think Netherlands win the Nations League pic.twitter.com/8k67e3XCdP — Coral (@Coral) June 6, 2019
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn