Eru allir velkomnir? Sirrý Sif Sigurlaugardóttir og Árdís Freyja Antonsdóttir skrifar 6. júní 2019 14:05 Hlutfall eldra fólks fer hækkandi hér á landi rétt eins og annars staðar í heiminum. Hagstofa Íslands áætlar að meðalævilengd muni lengjast um nokkur ár og hlutfall eldra fólks í samfélaginu hækka úr 14,2% árið 2015 í 25% árið 2060. Hluti þessara breytinga er að fólki með heilabilun hefur fjölgað og kemur til með að halda áfram að fjölga. Aukinn fjöldi fólks með heilabilun er einn af þeim þáttum sem taka þarf tillit til í áherslum velferðarþjónustu framtíðarinnar. Mikilvægt er að hafa í huga að heilabilun er ekki eðlileg öldrun og ekki óhjákvæmilegur hluti þess að eldast. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er heilabilun afturför í andlegri getu sem hefur áhrif á minni, hugsun, úrvinnslu, einbeitingu og skynjun sem hefur áhrif á daglegt líf einstaklingsins. Heilabilun er regnhlífarhugtak sem nær yfir marga sjúkdóma sem valda alvarlegum heilabilunareinkennum. Alzheimersjúkdómur er þeirra algengastur eða allt að 70% heilabilunartilfella. Aðrar algengar tegundir eru æðabilun, Lewy Body heilabilun og framheilabilun. Ýmis verkefni hafa verið sett á fót til að mæta þessum samfélagsbreytingum. Bæði hækkandi hlutfalli eldra fólks í samfélaginu og aukins fjölda fólks með heilabilun. Til að mynda aldursvænar borgir, Reykjavíkurborg er ein þeirra. Frekari útfærsla á hugmyndinni um aldursvænar borgir er samfélag sem er vinveitt einstaklingum með heilabilun (dementia friendly communities- DFC). Slíkt samfélag er alltaf aldursvænt en því er ekki endilega öfugt farið. Hugmyndin var þróuð til að draga úr fordómum og auka meðvitund almennings um áframhaldandi þátttöku þrátt fyrir veikindi. Enn sem komið er hefur ekki verið komist að samkomulagi um eina altæka skilgreiningu á hvað slíkt samfélag hefur upp á að bjóða. Frjáls félagasamtök sem láta sig málið varða hafa sett fram skilgreiningar, hvert í sínu landi. Alzheimer Europe og Alzheimer Disease International hafa gefið út sínar tillögur og árið 2017 var birt skýrsla á vegum evrópusambandsverkefnisins Act on Dementia þar sem fræðileg samantekt er sett fram sem grunnur að formlegri skilgreiningu. Ein tillaga að hnitmiðaðri skilgreiningu er að um sé að ræða afmarkað umhverfi eða menningu þar sem fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra fá stuðning og rými í samfélaginu. Fólk er valdeflt, því sýndur skilningur, mannréttindi þeirra virt og möguleikar þeirra viðurkenndir. Í dag er því miður algengt að þeim sem greinast með heilabilun sé ýtt til hliðar í íslensku samfélagi. Því er ljóst að um langtímaverkefni er að ræða. Ekki verður tekist á við það með snarpri auglýsingaherferð heldur er um menningarlega stefnumörkun að ræða. DFC er meira en verkefni, tekur til kjarna samfélagsins og hvernig hann er mótaður. Áhersla er á að valdefla fólk með heilabilun og hvetja það til þátttöku í samélaginu, sem verður smám saman til þess að hugmyndir samfélagsins um heilabilun breytast. Á Íslandi býr lítil, vel menntuð, vinnusöm þjóð sem hefur alla burði til að standa undir slíkum samfélagsbreytingum.Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA og fræðslustjóri AlzheimersamtakannaÁrdís Freyja Antonsdóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Hlutfall eldra fólks fer hækkandi hér á landi rétt eins og annars staðar í heiminum. Hagstofa Íslands áætlar að meðalævilengd muni lengjast um nokkur ár og hlutfall eldra fólks í samfélaginu hækka úr 14,2% árið 2015 í 25% árið 2060. Hluti þessara breytinga er að fólki með heilabilun hefur fjölgað og kemur til með að halda áfram að fjölga. Aukinn fjöldi fólks með heilabilun er einn af þeim þáttum sem taka þarf tillit til í áherslum velferðarþjónustu framtíðarinnar. Mikilvægt er að hafa í huga að heilabilun er ekki eðlileg öldrun og ekki óhjákvæmilegur hluti þess að eldast. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er heilabilun afturför í andlegri getu sem hefur áhrif á minni, hugsun, úrvinnslu, einbeitingu og skynjun sem hefur áhrif á daglegt líf einstaklingsins. Heilabilun er regnhlífarhugtak sem nær yfir marga sjúkdóma sem valda alvarlegum heilabilunareinkennum. Alzheimersjúkdómur er þeirra algengastur eða allt að 70% heilabilunartilfella. Aðrar algengar tegundir eru æðabilun, Lewy Body heilabilun og framheilabilun. Ýmis verkefni hafa verið sett á fót til að mæta þessum samfélagsbreytingum. Bæði hækkandi hlutfalli eldra fólks í samfélaginu og aukins fjölda fólks með heilabilun. Til að mynda aldursvænar borgir, Reykjavíkurborg er ein þeirra. Frekari útfærsla á hugmyndinni um aldursvænar borgir er samfélag sem er vinveitt einstaklingum með heilabilun (dementia friendly communities- DFC). Slíkt samfélag er alltaf aldursvænt en því er ekki endilega öfugt farið. Hugmyndin var þróuð til að draga úr fordómum og auka meðvitund almennings um áframhaldandi þátttöku þrátt fyrir veikindi. Enn sem komið er hefur ekki verið komist að samkomulagi um eina altæka skilgreiningu á hvað slíkt samfélag hefur upp á að bjóða. Frjáls félagasamtök sem láta sig málið varða hafa sett fram skilgreiningar, hvert í sínu landi. Alzheimer Europe og Alzheimer Disease International hafa gefið út sínar tillögur og árið 2017 var birt skýrsla á vegum evrópusambandsverkefnisins Act on Dementia þar sem fræðileg samantekt er sett fram sem grunnur að formlegri skilgreiningu. Ein tillaga að hnitmiðaðri skilgreiningu er að um sé að ræða afmarkað umhverfi eða menningu þar sem fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra fá stuðning og rými í samfélaginu. Fólk er valdeflt, því sýndur skilningur, mannréttindi þeirra virt og möguleikar þeirra viðurkenndir. Í dag er því miður algengt að þeim sem greinast með heilabilun sé ýtt til hliðar í íslensku samfélagi. Því er ljóst að um langtímaverkefni er að ræða. Ekki verður tekist á við það með snarpri auglýsingaherferð heldur er um menningarlega stefnumörkun að ræða. DFC er meira en verkefni, tekur til kjarna samfélagsins og hvernig hann er mótaður. Áhersla er á að valdefla fólk með heilabilun og hvetja það til þátttöku í samélaginu, sem verður smám saman til þess að hugmyndir samfélagsins um heilabilun breytast. Á Íslandi býr lítil, vel menntuð, vinnusöm þjóð sem hefur alla burði til að standa undir slíkum samfélagsbreytingum.Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA og fræðslustjóri AlzheimersamtakannaÁrdís Freyja Antonsdóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun