Sjáðu stiklu úr kolsvartri bandarískri kómedíu sem tekin var upp á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2019 15:26 Atriðið er tekið í Hrunalaug nærri Hruna í Hrunamannahreppi. Fyrirtækið Dark Star Pictures hefur tryggt sér réttinn að sýningum kvikmyndarinnar Spell í Bandaríkjunum. Myndin gerist á Íslandi en hún er úr smiðju leikstjórans Brendan Walter sem hefur getið sér gott orð fyrir gerð tónlistarmyndbanda, þar á meðal fyrir hljómsveitirnar Green Day, Panic At the Disco og Weezer. Myndin segir frá bandarískum myndskreytingamanni sem ákveður að fara til Íslands eftir að unnusta hans fellur frá. Hann segist vera haldinn áráttu sem verður þess meðal annars valdandi að hann þarf að sleikja margt sem fyrir honum verður, sem reynist honum ansi erfitt þegar hann heimsækir reðursafnið í Reykjavík. Hann blandar geði við innfædda sem hvetja til að kanna víðerni Íslands en þar kemst hann að því að hann fer að verða búinn að lyfin sín sem gerir það að verkum að hann á erfitt með að átta sig á hvað sé ímyndun og hvað sé raunverulegt. Aðalleikari myndarinnar heitir Barak Hardley sem hefur leikið í þáttum á borð við The Office og Master of None.Einvalalið Íslendinga Fjöldi Íslendinga fer með hlutverk í myndinni en þau stærstu eru vafalaust í höndum Birnu Rún Eiríksdóttur og Magnúsar Jónssonar. Birna Rún leikur Ingu sem vingast við aðalpersónuna Benny og hvetur hann til að skoða íslenska náttúru í för með Steindóri, leikinn af Magnúsi. Söngvari Weezer, Rivers Cuomo, fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en lag Weezer, California Snow, heyrist í lok myndarinnar. Sýna á myndina í kvikmyndahúsum í Los Angeles í nóvember en eftir það fer hún á streymisveitur. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en þar sést aðalpersónan meðal annars drekkja manneskju í náttúrulaug á Íslandi. Hrunamannahreppur Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Fyrirtækið Dark Star Pictures hefur tryggt sér réttinn að sýningum kvikmyndarinnar Spell í Bandaríkjunum. Myndin gerist á Íslandi en hún er úr smiðju leikstjórans Brendan Walter sem hefur getið sér gott orð fyrir gerð tónlistarmyndbanda, þar á meðal fyrir hljómsveitirnar Green Day, Panic At the Disco og Weezer. Myndin segir frá bandarískum myndskreytingamanni sem ákveður að fara til Íslands eftir að unnusta hans fellur frá. Hann segist vera haldinn áráttu sem verður þess meðal annars valdandi að hann þarf að sleikja margt sem fyrir honum verður, sem reynist honum ansi erfitt þegar hann heimsækir reðursafnið í Reykjavík. Hann blandar geði við innfædda sem hvetja til að kanna víðerni Íslands en þar kemst hann að því að hann fer að verða búinn að lyfin sín sem gerir það að verkum að hann á erfitt með að átta sig á hvað sé ímyndun og hvað sé raunverulegt. Aðalleikari myndarinnar heitir Barak Hardley sem hefur leikið í þáttum á borð við The Office og Master of None.Einvalalið Íslendinga Fjöldi Íslendinga fer með hlutverk í myndinni en þau stærstu eru vafalaust í höndum Birnu Rún Eiríksdóttur og Magnúsar Jónssonar. Birna Rún leikur Ingu sem vingast við aðalpersónuna Benny og hvetur hann til að skoða íslenska náttúru í för með Steindóri, leikinn af Magnúsi. Söngvari Weezer, Rivers Cuomo, fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en lag Weezer, California Snow, heyrist í lok myndarinnar. Sýna á myndina í kvikmyndahúsum í Los Angeles í nóvember en eftir það fer hún á streymisveitur. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en þar sést aðalpersónan meðal annars drekkja manneskju í náttúrulaug á Íslandi.
Hrunamannahreppur Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein