Chernobyl Þórarinn Þórarinsson skrifar 7. júní 2019 07:15 Þótt engin sé ég hópsálin, þá bara verð ég, eins og allir, að tala um Chernobyl-sjónvarpsþættina. Þurfti bara fyrst að friða tjáningarþörf kvikmyndagagnrýnandans með því að láta stjörnurnar tala. Þótt ég eigi að vera kominn með nokkuð harðan skráp þá gengu þessir þættir svo nærri mér að mín heittelskaða þurfti að beita mig sovéskum heraga til þess að koma mér í gegnum þá. Kannski var ég svona viðkvæmur, vitandi hvað beið þeirra sem urðu fyrir ofanfallinu, vegna þess að krabbi kleip nýlega undan mér eitt eista og þar með helming karlmennskunnar. Eða vegna þess að ég er kaldastríðsbarn. Var fimmtán ára þegar slysið varð og man allt of vel eftir þessu og alíslenskum eiginhagsmunaáhyggjum af því að Prins Pólóið okkar yrði geislavirkt. Held samt að fyrst og fremst hafi þessir þættir vakið hjá mér lamandi ótta við framtíðina og þá ömurlegu staðreynd að heimurinn er í dag límdur saman á lyginni, nákvæmlega eins og Sovétríkin á sínum tíma. Ástandið er bara verra þar sem nú er Sovétið normið. Blinduð af gasljósum, falsfréttum, valkvæðum staðreyndum, hugtakabrenglun og Nóaflóði heimsku og stjórnlauss ofstopa á samfélagsmiðlum erum við eins og félagi Akimov og hvorki þorum, viljum né getum stigið á bremsuna. Samfélög sem hverfast um útblásinn lygakjarna eru dæmd til þess að springa og þegar það gerist verða afleiðingarnar langvarandi og skelfilegar. Eins og í Chernobyl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun
Þótt engin sé ég hópsálin, þá bara verð ég, eins og allir, að tala um Chernobyl-sjónvarpsþættina. Þurfti bara fyrst að friða tjáningarþörf kvikmyndagagnrýnandans með því að láta stjörnurnar tala. Þótt ég eigi að vera kominn með nokkuð harðan skráp þá gengu þessir þættir svo nærri mér að mín heittelskaða þurfti að beita mig sovéskum heraga til þess að koma mér í gegnum þá. Kannski var ég svona viðkvæmur, vitandi hvað beið þeirra sem urðu fyrir ofanfallinu, vegna þess að krabbi kleip nýlega undan mér eitt eista og þar með helming karlmennskunnar. Eða vegna þess að ég er kaldastríðsbarn. Var fimmtán ára þegar slysið varð og man allt of vel eftir þessu og alíslenskum eiginhagsmunaáhyggjum af því að Prins Pólóið okkar yrði geislavirkt. Held samt að fyrst og fremst hafi þessir þættir vakið hjá mér lamandi ótta við framtíðina og þá ömurlegu staðreynd að heimurinn er í dag límdur saman á lyginni, nákvæmlega eins og Sovétríkin á sínum tíma. Ástandið er bara verra þar sem nú er Sovétið normið. Blinduð af gasljósum, falsfréttum, valkvæðum staðreyndum, hugtakabrenglun og Nóaflóði heimsku og stjórnlauss ofstopa á samfélagsmiðlum erum við eins og félagi Akimov og hvorki þorum, viljum né getum stigið á bremsuna. Samfélög sem hverfast um útblásinn lygakjarna eru dæmd til þess að springa og þegar það gerist verða afleiðingarnar langvarandi og skelfilegar. Eins og í Chernobyl.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun