Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 07:45 Patrick Kapuwa, forseti friðar- og öryggissviðs Afríkusambandsins, á fundi þess um að frysta aðild Súdans að sambandinu í gær. Nordicphotos/AFP Afríkusambandið ákvað í gær að frysta aðild Súdans að sambandinu vegna þess ofbeldis sem súdanski herinn hefur beitt mótmælendur í vikunni. Friðar- og öryggissvið Afríkusambandsins greindi frá þessu í yfirlýsingu í gær. Súdan mun því ekki geta tekið þátt í samstarfinu þar til almennir borgarar fá að koma að stjórn landsins og deilan í ríkinu hefur verið leyst. Ákvörðunin var tekin á neyðarfundi Afríkusambandsríkja í eþíópísku borginni Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hefur kallað eftir tafarlausri rannsókn á málinu svo þeir sem ábyrgir eru fyrir árásunum sleppi ekki. Nokkur óánægja ríkir með viðbrögðin og þykir ýmsum þau koma of seint, að því er Al Jazeera greinir frá. Joseph Ochieno stjórnmálagreinandi sagði í viðtali við katarska miðilinn að tilkynningin kæmi einfaldlega „fullseint“. Mótmælt hefur verið af krafti í Súdan frá því í desember síðastliðnum. Upphaflega snerust mótmælin um að koma Omar al-Bashir forseta frá völdum. Herinn steypti al-Bashir af stóli þann 11. apríl og við tók herforingjastjórn til bráðabirgða. Mótmælendur kröfðust þess þá að fá almennar kosningar um nýja ríkisstjórn og viðræður við herforingjastjórnina hófust. Mótmælendur sneru þó ekki til síns heima og héldu þess í stað áfram að mótmæla herforingjastjórninni. Á mánudag réðst herinn á mótmælendur í höfuðborginni Kartúm og Abdel Fattah al-Burhan, herstjóri og leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, sagði viðræðum slitið. Al-Burhan skipti um skoðun nokkru seinna, sagði að kosið yrði innan níu mánaða og bauð leiðtogum mótmælahreyfingarinnar aftur til viðræðna en því boði hefur verið hafnað á þeim grundvelli að mótmælendur telja sig ekki geta treyst hernum eftir blóðbaðið. Rúmlega hundrað hafa farist í aðgerðum hersins að því er samtök súdanskra lækna, tengd stjórnarandstöðunni, segja frá. Þar af hefur jarðneskum leifum 40 mótmælenda verið bjargað úr ánni Níl. Herforingjastjórnin tjáði sig fyrst um tölu látinna í gær og hafnaði því að hún væri svo há. Talan væri „í mesta lagi“ 46. Mohammed Hamadan, einn leiðtoga herforingjastjórnarinnar, hefur komið hernum til varnar. Sagt að öfgamenn og eiturlyfjasalar hefðu komið sér inn í mótmælendahreyfinguna. Talsmenn mótmælendahreyfingarinnar eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir mannfallið. Þeir fóru í gær fram á að íbúar landsins lokuðu vegum og brúm til þess að „lama daglegt líf“ víðs vegar um landið. Það væri andsvar við aðgerðum súdanska hersins. Í von um að það takist að leysa deiluna mun Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, ferðast til Súdans í dag. Reuters hafði eftir heimildarmönnum úr utanríkisþjónustu Eþíópíu að Ahmed ætlaði sér að reyna að miðla málum á milli hers og mótmælenda. Birtist í Fréttablaðinu Súdan Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Afríkusambandið ákvað í gær að frysta aðild Súdans að sambandinu vegna þess ofbeldis sem súdanski herinn hefur beitt mótmælendur í vikunni. Friðar- og öryggissvið Afríkusambandsins greindi frá þessu í yfirlýsingu í gær. Súdan mun því ekki geta tekið þátt í samstarfinu þar til almennir borgarar fá að koma að stjórn landsins og deilan í ríkinu hefur verið leyst. Ákvörðunin var tekin á neyðarfundi Afríkusambandsríkja í eþíópísku borginni Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hefur kallað eftir tafarlausri rannsókn á málinu svo þeir sem ábyrgir eru fyrir árásunum sleppi ekki. Nokkur óánægja ríkir með viðbrögðin og þykir ýmsum þau koma of seint, að því er Al Jazeera greinir frá. Joseph Ochieno stjórnmálagreinandi sagði í viðtali við katarska miðilinn að tilkynningin kæmi einfaldlega „fullseint“. Mótmælt hefur verið af krafti í Súdan frá því í desember síðastliðnum. Upphaflega snerust mótmælin um að koma Omar al-Bashir forseta frá völdum. Herinn steypti al-Bashir af stóli þann 11. apríl og við tók herforingjastjórn til bráðabirgða. Mótmælendur kröfðust þess þá að fá almennar kosningar um nýja ríkisstjórn og viðræður við herforingjastjórnina hófust. Mótmælendur sneru þó ekki til síns heima og héldu þess í stað áfram að mótmæla herforingjastjórninni. Á mánudag réðst herinn á mótmælendur í höfuðborginni Kartúm og Abdel Fattah al-Burhan, herstjóri og leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, sagði viðræðum slitið. Al-Burhan skipti um skoðun nokkru seinna, sagði að kosið yrði innan níu mánaða og bauð leiðtogum mótmælahreyfingarinnar aftur til viðræðna en því boði hefur verið hafnað á þeim grundvelli að mótmælendur telja sig ekki geta treyst hernum eftir blóðbaðið. Rúmlega hundrað hafa farist í aðgerðum hersins að því er samtök súdanskra lækna, tengd stjórnarandstöðunni, segja frá. Þar af hefur jarðneskum leifum 40 mótmælenda verið bjargað úr ánni Níl. Herforingjastjórnin tjáði sig fyrst um tölu látinna í gær og hafnaði því að hún væri svo há. Talan væri „í mesta lagi“ 46. Mohammed Hamadan, einn leiðtoga herforingjastjórnarinnar, hefur komið hernum til varnar. Sagt að öfgamenn og eiturlyfjasalar hefðu komið sér inn í mótmælendahreyfinguna. Talsmenn mótmælendahreyfingarinnar eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir mannfallið. Þeir fóru í gær fram á að íbúar landsins lokuðu vegum og brúm til þess að „lama daglegt líf“ víðs vegar um landið. Það væri andsvar við aðgerðum súdanska hersins. Í von um að það takist að leysa deiluna mun Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, ferðast til Súdans í dag. Reuters hafði eftir heimildarmönnum úr utanríkisþjónustu Eþíópíu að Ahmed ætlaði sér að reyna að miðla málum á milli hers og mótmælenda.
Birtist í Fréttablaðinu Súdan Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira