Bónus telur vísvitandi klekkt á fyrirtækinu Ari Brynjólfsson skrifar 7. júní 2019 07:15 Framkvæmdastjóri Bónuss er alls ekki sáttur við nýjustu verðlagskönnun ASÍ. fréttblaðið/sigtryggur ari Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. Hefur Bónus iðulega mælst ódýrasta verslunin á síðustu þremur áratugum, en nokkrum sinnum hefur munað litlu. „Okkar loforð er að koma vörum til viðskiptavina okkar á sem ódýrastan hátt. Við keppumst við það alla daga og það er mjög ánægjulegt þegar það skilar sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ætlar Krónan að halda sér í toppsætinu. „Algjörlega. Ég get alveg fullyrt að það að við séum á markaðnum gerir það að verkum að matvöruverð á Íslandi er lægra en það væri annars.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er alls ekki sáttur við könnunina. „Bónus er langódýrast. Þessi karfa er bara handvalin af ASÍ til að fá þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun.“ Gréta María kannast líka við gagnrýnina á matarkörfu ASÍ. „Það eru oft inni á milli vitleysur, oft eru þeir sem taka könnunina ekki að taka nákvæmlega sömu vöru. Við höfum alveg lent í því að vera sýnd dýrari en við erum. Verðmunurinn er mjög lítill á milli Krónunnar og Bónuss, við erum mjög ánægð með að vera í þeirri stöðu,“ segir Gréta María. „Við verðleggjum okkar vörur bara eftir okkar innkaupsverðum. Það sem við höfum líka fram yfir samkeppnisaðilann er að úrvalið okkar er betra. Þegar þú kemur til okkar þá færðu allt á einum stað.“ Líkt og margir kannast við eru sjálfsafgreiðslukassar orðnir mjög áberandi í stærri verslunum. Gréta segir það ekki gert til hagræðingar. „Sjálfsafgreiðslan er bara gerð til þess að auka þjónustuna við viðskiptavini. Tími fólks er gríðarlega verðmætur og fólk vill frekar vera heima að elda en að bíða í röð.“ Vert er að nefna að verslanir 10-11 eru langdýrastar samkvæmt könnuninni og nýgræðingurinn á lágvöruverðslistanum er hin nýja verslunarkeðja Super 1. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. Hefur Bónus iðulega mælst ódýrasta verslunin á síðustu þremur áratugum, en nokkrum sinnum hefur munað litlu. „Okkar loforð er að koma vörum til viðskiptavina okkar á sem ódýrastan hátt. Við keppumst við það alla daga og það er mjög ánægjulegt þegar það skilar sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ætlar Krónan að halda sér í toppsætinu. „Algjörlega. Ég get alveg fullyrt að það að við séum á markaðnum gerir það að verkum að matvöruverð á Íslandi er lægra en það væri annars.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er alls ekki sáttur við könnunina. „Bónus er langódýrast. Þessi karfa er bara handvalin af ASÍ til að fá þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun.“ Gréta María kannast líka við gagnrýnina á matarkörfu ASÍ. „Það eru oft inni á milli vitleysur, oft eru þeir sem taka könnunina ekki að taka nákvæmlega sömu vöru. Við höfum alveg lent í því að vera sýnd dýrari en við erum. Verðmunurinn er mjög lítill á milli Krónunnar og Bónuss, við erum mjög ánægð með að vera í þeirri stöðu,“ segir Gréta María. „Við verðleggjum okkar vörur bara eftir okkar innkaupsverðum. Það sem við höfum líka fram yfir samkeppnisaðilann er að úrvalið okkar er betra. Þegar þú kemur til okkar þá færðu allt á einum stað.“ Líkt og margir kannast við eru sjálfsafgreiðslukassar orðnir mjög áberandi í stærri verslunum. Gréta segir það ekki gert til hagræðingar. „Sjálfsafgreiðslan er bara gerð til þess að auka þjónustuna við viðskiptavini. Tími fólks er gríðarlega verðmætur og fólk vill frekar vera heima að elda en að bíða í röð.“ Vert er að nefna að verslanir 10-11 eru langdýrastar samkvæmt könnuninni og nýgræðingurinn á lágvöruverðslistanum er hin nýja verslunarkeðja Super 1.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira