Stormur í Frakklandi banar þremur björgunarmönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2019 14:42 Stormurinn náði til vesturstrandar Frakklands og olli miklu tjóni. Mynd tengist fréttinni ekki beint. getty/Arterra Stormurinn Miguel hefur náð til vesturstrandar Frakklands þar sem björgunarbátur hvolfdi í Atlantshafinu út undan vesturströnd landsins. Þrír áhafnarmeðlimir létust en vindurinn náði 36 m/s. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á bátnum var sjö manna áhöfn sem hafði haldið út til að koma öðrum báti til bjargar sem hafði verið í vandræðum vegna stormsins. Stormurinn hafði náð norðurströnd Spánar áður, þar sem vindurinn náði allt að 40 m/s í kring um Biscay flóa og færst svo upp til Frakklands. Stormurinn er frekar óvenjulegur þar sem ferðamannastraumur sumarsins er farinn að koma til Frakklands og Spánar. Mesti vindhraðinn var mældur á norðvesturhluta Spánar í Asturias héraði á fimmtudag og einhverjar skemmdir urðu á byggingum í Galiciu. Björgunarbáturinn fór frá ferðamannaströndinni Les Sables-d‘Olonne, og var hluti af SNSM sjóbjörgunar þjónustu, til að aðstoða fiskibát sem var í vandræðum og hafði fests um 800 metrum utan við ströndina. „Sjórinn var ægilegur,“ sagði Yannick Moreau, bæjarstjóri á svæðinu. „Á bátnum voru sjö áhafnarmeðlimir og þrír þeirra létust. Þetta er mikið áfall fyrir okkur og mikið áfall fyrir bæinn.“ Lestasamgöngur í vesturhluta Frakklands röskuðust vegna veðursins og veðurfréttamenn í Frakklandi segja þetta mjög óvenjulegt í júní mánuði. Viðvaranir hafa verið gefnar út í Hollandi vegna mikilla vinda og rigninga. Miklir vindar ullu nokkrum skemmdum á snemma á fimmtudag og fann lögregla í strand sýslunni Zeeland að kókaín verksmiðju. Lögreglu var tilkynnt að tré hafi fallið yfir nóttina en þar rétt hjá sáu þeir grunsamlega menn sem voru að athafna sig í kring um hlöðu og þeir fundu einnig skrítna lykt koma frá hlöðunni. Lögregla segir kókaín verksmiðjuna eina þá stærstu sem fundist hefur í Hollandi.Kókaín verksmiðjan sem fannst eftir storminn.Politie.nl Frakkland Holland Spánn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Stormurinn Miguel hefur náð til vesturstrandar Frakklands þar sem björgunarbátur hvolfdi í Atlantshafinu út undan vesturströnd landsins. Þrír áhafnarmeðlimir létust en vindurinn náði 36 m/s. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á bátnum var sjö manna áhöfn sem hafði haldið út til að koma öðrum báti til bjargar sem hafði verið í vandræðum vegna stormsins. Stormurinn hafði náð norðurströnd Spánar áður, þar sem vindurinn náði allt að 40 m/s í kring um Biscay flóa og færst svo upp til Frakklands. Stormurinn er frekar óvenjulegur þar sem ferðamannastraumur sumarsins er farinn að koma til Frakklands og Spánar. Mesti vindhraðinn var mældur á norðvesturhluta Spánar í Asturias héraði á fimmtudag og einhverjar skemmdir urðu á byggingum í Galiciu. Björgunarbáturinn fór frá ferðamannaströndinni Les Sables-d‘Olonne, og var hluti af SNSM sjóbjörgunar þjónustu, til að aðstoða fiskibát sem var í vandræðum og hafði fests um 800 metrum utan við ströndina. „Sjórinn var ægilegur,“ sagði Yannick Moreau, bæjarstjóri á svæðinu. „Á bátnum voru sjö áhafnarmeðlimir og þrír þeirra létust. Þetta er mikið áfall fyrir okkur og mikið áfall fyrir bæinn.“ Lestasamgöngur í vesturhluta Frakklands röskuðust vegna veðursins og veðurfréttamenn í Frakklandi segja þetta mjög óvenjulegt í júní mánuði. Viðvaranir hafa verið gefnar út í Hollandi vegna mikilla vinda og rigninga. Miklir vindar ullu nokkrum skemmdum á snemma á fimmtudag og fann lögregla í strand sýslunni Zeeland að kókaín verksmiðju. Lögreglu var tilkynnt að tré hafi fallið yfir nóttina en þar rétt hjá sáu þeir grunsamlega menn sem voru að athafna sig í kring um hlöðu og þeir fundu einnig skrítna lykt koma frá hlöðunni. Lögregla segir kókaín verksmiðjuna eina þá stærstu sem fundist hefur í Hollandi.Kókaín verksmiðjan sem fannst eftir storminn.Politie.nl
Frakkland Holland Spánn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira