Staðfestu dóm yfir manni sem braut gegn æskuvinkonu Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 16:27 Dómur var kveðinn upp í Landsrétt í dag. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar i september árið 2014. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í febrúar 2017 en við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún hafa vaknað upp við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samræði um leggöng aftan frá. Hún hafi risið upp og fært sig frá ákærða. Sökum ölvunar hafi hún strax lognast út af aftur.Ákvað að reyna að „lifa með þessum atburði“ Þegar hún vaknaði um morgunin hafi hún verið aum í kynfærunum en „á þeirri stundu ákveðið að reyna að lifa með þessum atburði.“ Mánuðum síðar áttaði sig hún hins vegar á því hvers eðlis brotin hafi verið og sótti hún sér aðstoð til að glíma við afleiðingarnar af atburðum kvöldsins. Maðurinn neitaði alfarið sök og sagðist hann hafa spurt konuna hvort hann mætti sofa hjá henni og sagði hana hafa samþykkt það. Þau hafi því háttað sig og lagst upp í rúm. Er hann tók utan um konuna sagðist hann hafa fundið fyrir kynferðislegri spennu á milli þeirra. Eftir það hafi þau afklæðst og haft samfarir. Sagði hann að þau hafi bæði verið í sambandi á þessum tíma og liðið illa eftir atburði næturinnar. Skildist honum á konunni að þau ættu að gleyma atvikinu og láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar konan sagði honum svo frá því hvernig hún teldi að hann hafi brotið á henni hafi hann fengið áfall og til þess að láta henni líða betur hafi hann tjáð henni og vinum þeirra að hann hefði brotið gegn henni umrætt kvöld. Ákvað hún þó að hitta manninn og segja honum frá því hvernig hann hefði brotið af sér. Sagði hún við skýrslutöku að hann hefði viðurkennt fyrir henni að hafa brotið gegn henni. Það sama á að hann að hafa viðurkennt fyrir sameiginlegum vinum þeirra.Framburður hans metinn ótrúverðugur Fyrir dómi komu ýmis vitni sem voru í samskiptum við manninn í september 2016, um það leyti sem fundur mannsins og konunnar átti sér stað. Báru þau vitni um að maðurinn hefði viðurkennt að hafa brotið gegn konunni og sagði eitt vitnið meðal annars að maðurinn hafi verið skýr um það að hann hefði nauðgað konunni, það hafi ekki verið fyrr en maðurinn ræddi við lögfræðing að hann fór að draga framburð sinn til baka. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík segir að skýringar á því af hverju hann hafi gengist við brotinu þrátt fyrir að telja sig saklausan væru ekki trúverðugar. Honum hafi verið ljóst að hann hafi verið að játa á sig alvarlega sakir, því væri ekki hægt að túlka framburð hans um veigamestu atriði málsins trúverðugan. Framburður konunnar var hins vegar metinn trúverðugur að mati dómsins. Hún hefði alla tíð verið sjálfri sér samkvæm um meginatriði málsins og gefið haldbærar skýringar á því af hverju hún kærði málið ekki strax til lögreglu. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi auk greiðslu miskabóta, 1,8 milljónir króna, sem og sakarkostnað, 2,5 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar i september árið 2014. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í febrúar 2017 en við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún hafa vaknað upp við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samræði um leggöng aftan frá. Hún hafi risið upp og fært sig frá ákærða. Sökum ölvunar hafi hún strax lognast út af aftur.Ákvað að reyna að „lifa með þessum atburði“ Þegar hún vaknaði um morgunin hafi hún verið aum í kynfærunum en „á þeirri stundu ákveðið að reyna að lifa með þessum atburði.“ Mánuðum síðar áttaði sig hún hins vegar á því hvers eðlis brotin hafi verið og sótti hún sér aðstoð til að glíma við afleiðingarnar af atburðum kvöldsins. Maðurinn neitaði alfarið sök og sagðist hann hafa spurt konuna hvort hann mætti sofa hjá henni og sagði hana hafa samþykkt það. Þau hafi því háttað sig og lagst upp í rúm. Er hann tók utan um konuna sagðist hann hafa fundið fyrir kynferðislegri spennu á milli þeirra. Eftir það hafi þau afklæðst og haft samfarir. Sagði hann að þau hafi bæði verið í sambandi á þessum tíma og liðið illa eftir atburði næturinnar. Skildist honum á konunni að þau ættu að gleyma atvikinu og láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar konan sagði honum svo frá því hvernig hún teldi að hann hafi brotið á henni hafi hann fengið áfall og til þess að láta henni líða betur hafi hann tjáð henni og vinum þeirra að hann hefði brotið gegn henni umrætt kvöld. Ákvað hún þó að hitta manninn og segja honum frá því hvernig hann hefði brotið af sér. Sagði hún við skýrslutöku að hann hefði viðurkennt fyrir henni að hafa brotið gegn henni. Það sama á að hann að hafa viðurkennt fyrir sameiginlegum vinum þeirra.Framburður hans metinn ótrúverðugur Fyrir dómi komu ýmis vitni sem voru í samskiptum við manninn í september 2016, um það leyti sem fundur mannsins og konunnar átti sér stað. Báru þau vitni um að maðurinn hefði viðurkennt að hafa brotið gegn konunni og sagði eitt vitnið meðal annars að maðurinn hafi verið skýr um það að hann hefði nauðgað konunni, það hafi ekki verið fyrr en maðurinn ræddi við lögfræðing að hann fór að draga framburð sinn til baka. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík segir að skýringar á því af hverju hann hafi gengist við brotinu þrátt fyrir að telja sig saklausan væru ekki trúverðugar. Honum hafi verið ljóst að hann hafi verið að játa á sig alvarlega sakir, því væri ekki hægt að túlka framburð hans um veigamestu atriði málsins trúverðugan. Framburður konunnar var hins vegar metinn trúverðugur að mati dómsins. Hún hefði alla tíð verið sjálfri sér samkvæm um meginatriði málsins og gefið haldbærar skýringar á því af hverju hún kærði málið ekki strax til lögreglu. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi auk greiðslu miskabóta, 1,8 milljónir króna, sem og sakarkostnað, 2,5 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira