Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2019 19:27 Forsetinn vill að einbeiting NASA sé á Mars en ekki tunglinu. Samsett/Getty Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mars. Í sumar verða liðin 50 ár frá því að Neil Armstrong steig fæti á tunglið, fyrstur manna. Armstrong var fyrstur tólf manna sem stigu fæti á tunglið á árunum 1969 til 1972. Voru ferðir þeirra hluti af Apollo verkefni NASA. Nú áætlar NASA að árið 2024 verði haldið til tunglsins til þess að koma þar upp bækistöðvum til þess að auðvelda lengri geimferðir, til dæmis til plánetunnar Mars.We are going to the Moon — to stay. We will build sustainable infrastructure to support missions to Mars and beyond. This is what we’re building. This is what we’re training for. We are going. #Moon2024pic.twitter.com/dgL6NoZ2Rj — NASA (@NASA) May 14, 2019 Donald Trump gagnrýndi stofnunina á Twitter síðu sinni í dag. Trump sagði að miðað við það fjármagn sem NASA er veitt á hverju ári ætti stofnunin ekki að stefna í átt að tunglinu. Slíkt hafi þegar verið gert, fyrir fimmtíu árum síðan, heldur ætti áherslan að vera á stærri og merkilegri hlutum. Þar taldi Trump upp ferðir til Mars, Varnarmál og vísindastarf. Tíst Trump hefur þó vakið athygli netverja en í upptalningu sinni sagði Trump tunglið vera hluta plánetunnar Mars.For all of the money we are spending, NASA should NOT be talking about going to the Moon - We did that 50 years ago. They should be focused on the much bigger things we are doing, including Mars (of which the Moon is a part), Defense and Science! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2019 Líklegt er þó að forsetinn hafi eingöngu átt við að ferð til tunglsins sé hluti af áðurnefndum áætlunum NASA sem viðkomustaður á leiðinni til Mars. Forsetinn hefur þá einnig verið gagnrýndur fyrir stefnu sín um að halda ekki til tunglsins vegna annars tísts hans frá því fyrir tæpum mánuði. Sagði Trump þá að hann hygðist veita miklu fé í NASA til þess að koma Bandaríkjunum, aftur út í geim, á stóran hátt. Gerði Trump þá ráð fyrir 1.6 milljörðum dala til NASA til þess að setja af stað áætlanir um ferðir á Tunglið og Mars.Under my Administration, we are restoring @NASA to greatness and we are going back to the Moon, then Mars. I am updating my budget to include an additional $1.6 billion so that we can return to Space in a BIG WAY! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 13, 2019 Vísindamenn, fjölmiðlar og aðrir hafa flykkst til og hafa greint forsetanum frá því að Tunglið sé vissulega ekki hluti af Mars. Mars hefur þó tvö tungl, Fóbos og Deimos.Fact Check: What is the moon? https://t.co/qmavnR0Y54 — The Washington Post (@washingtonpost) June 7, 2019 Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mars. Í sumar verða liðin 50 ár frá því að Neil Armstrong steig fæti á tunglið, fyrstur manna. Armstrong var fyrstur tólf manna sem stigu fæti á tunglið á árunum 1969 til 1972. Voru ferðir þeirra hluti af Apollo verkefni NASA. Nú áætlar NASA að árið 2024 verði haldið til tunglsins til þess að koma þar upp bækistöðvum til þess að auðvelda lengri geimferðir, til dæmis til plánetunnar Mars.We are going to the Moon — to stay. We will build sustainable infrastructure to support missions to Mars and beyond. This is what we’re building. This is what we’re training for. We are going. #Moon2024pic.twitter.com/dgL6NoZ2Rj — NASA (@NASA) May 14, 2019 Donald Trump gagnrýndi stofnunina á Twitter síðu sinni í dag. Trump sagði að miðað við það fjármagn sem NASA er veitt á hverju ári ætti stofnunin ekki að stefna í átt að tunglinu. Slíkt hafi þegar verið gert, fyrir fimmtíu árum síðan, heldur ætti áherslan að vera á stærri og merkilegri hlutum. Þar taldi Trump upp ferðir til Mars, Varnarmál og vísindastarf. Tíst Trump hefur þó vakið athygli netverja en í upptalningu sinni sagði Trump tunglið vera hluta plánetunnar Mars.For all of the money we are spending, NASA should NOT be talking about going to the Moon - We did that 50 years ago. They should be focused on the much bigger things we are doing, including Mars (of which the Moon is a part), Defense and Science! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2019 Líklegt er þó að forsetinn hafi eingöngu átt við að ferð til tunglsins sé hluti af áðurnefndum áætlunum NASA sem viðkomustaður á leiðinni til Mars. Forsetinn hefur þá einnig verið gagnrýndur fyrir stefnu sín um að halda ekki til tunglsins vegna annars tísts hans frá því fyrir tæpum mánuði. Sagði Trump þá að hann hygðist veita miklu fé í NASA til þess að koma Bandaríkjunum, aftur út í geim, á stóran hátt. Gerði Trump þá ráð fyrir 1.6 milljörðum dala til NASA til þess að setja af stað áætlanir um ferðir á Tunglið og Mars.Under my Administration, we are restoring @NASA to greatness and we are going back to the Moon, then Mars. I am updating my budget to include an additional $1.6 billion so that we can return to Space in a BIG WAY! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 13, 2019 Vísindamenn, fjölmiðlar og aðrir hafa flykkst til og hafa greint forsetanum frá því að Tunglið sé vissulega ekki hluti af Mars. Mars hefur þó tvö tungl, Fóbos og Deimos.Fact Check: What is the moon? https://t.co/qmavnR0Y54 — The Washington Post (@washingtonpost) June 7, 2019
Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira