Nýjar áskoranir vegna rafbílavæðingar: „Menn geta bara fengið banvænan straum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2019 22:04 Pétur Pétursson, slökkviliðsstjori Brunavarna Árnessýslu Vísir/Vilhelm Rafbílavæðingunni fylgir nýjar áskoranir fyrir slökkviliðsmenn sem hafa nú þurft að temja sér breytt vinnubrögð í umgengni sinni við rafbílana. Ekki þurfi þó að óttast nýjar áskoranir því þvert á móti sé mikilvægt að finna leiðir til að aðlagast nýjum og umhverfisvænni veruleika. Þetta segir Pétur Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðsstjóra, í samtali við Reykjavík síðdegis. Hann segist undrast mjög á því að löggjafinn hafi ekki nú þegar aðgreint rafbíla frá olíu- og díselbílum með því að hafa mismunandi liti á númeraplötunum rafbíla líkt og tíðkist í Noregi. Það myndi auðvelda slökkviliðsmönnum mjög við störf. Ein af áskorunum sem Pétur nefnir er þegar slökkviliðsmenn þurfa að klippa fólk út úr rafbílum á slysstað. „Það er engin stöðlun á því hvernig slökkviliðsmenn geta slegið af rafmagnið á bílunum. Það getur verið hingað og þangað og erfitt að finna það út. Klippi menn á rafmagnsstrengi eða í batteríin sjálf geta menn bara fengið banvænan straum,“ segir Pétur. Straumurinn geti verið það krafmikill að hann geti jafnvel valdið varanlegum skaða. Hann segist vona að slökkviliðsmenn fái aðgang að sameiginlegum gagnagrunni bílaframleiðenda til að slökkviliðsmenn geti að glöggvað sig betur á hinum ýmsu gerðum rafbíla. Þannig yrði auðvelt að fletta viðkomandi bíl upp. „Það er engin stöðlun. Það er gjörsamlega ómögulegt fyrir slökkviliðsmenn að þekkja allar bílategundir og jafnvel týpur innan bílategunda og það getur breyst milli ára.“ Pétur tekur það sérstaklega fram að fólk ætti ekki að varast rafbíla heldur væri hann að kalla eftir samráði og aðgerðum sem myndu auðvelda slökkviliðsmönnum að umgangast bílana í störfum sínum.Slökkviliðsmenn vilja aðgreina rafbíla frá öðrum bílategundum með lituðum númeraplötum til að auðvelda störf á slysavettvangi.Vísir/VilhelmEkki meiri eldhætta af rafbílum Pétur segir það sé ekki algengara að eldur kvikni í rafbílum en í olíu- og díselbílum. „Það er gríðarlega vel frá þessu gengið og ef það kviknar í bílunum út frá öðrum orsökum þá eru rafhlöðurnar vel skermaðar af þannig að það eru litlar líkur á að það kvikni í þeim út frá því.“ Málin flækist aftur á móti þegar eldsupptökin eru í raflöðunni sjálfri. „Þá er svo gríðarlega hátt hitastig að það er bara fátt sem getur slökkt í því á meðan það er að brenna úr sér.“ Aðspurður hvort ökumenn raftækja þurfi að koma sér fyrr út úr bíl eftir slys vegna mögulegrar eldhættu svarar Pétur því til að það eigi alls ekki bara við um rafbíla. „Það er í rauninni með alla bíla í dag - […] þessi plastefni og annað sem þessir bílar eru gerðir úr að innan – menn þurfa bara að koma sér langt frá og ekki anda að sér reyknum því hann er virkilega eitraður. Við sendum okkar slökkviliðsmenn ekki til þess að slökkva í þeim nema með reykköfunartæki og það á við bara um bílbruna almennt,“ segir Pétur. Loftslagsmál Reykjavík síðdegis Slökkvilið Umhverfismál Tengdar fréttir Orkuskiptin duga ekki til og draga þarf verulega úr akstri Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Draga þarf umtalsvert úr akstri og þörf er á metnaðarfullum aðgerðum til að gera fólki það kleift, segja sérfræðingar. 12. apríl 2019 06:15 Bílaviðgerðir í núverandi mynd leggist af Smurverkstæði, pústþjónusta, bremsuviðgerðir og bílaverkstæði í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkistjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir að sögn eiganda vélaverkstæðis. Greinin muni laga sig að þróuninni en ljóst sé að gríðarlegar breytingar verði á öllum störfum. 11. september 2018 19:15 Rafbílar valda deilum í fjöleignahúsum Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. 23. júní 2018 13:25 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Rafbílavæðingunni fylgir nýjar áskoranir fyrir slökkviliðsmenn sem hafa nú þurft að temja sér breytt vinnubrögð í umgengni sinni við rafbílana. Ekki þurfi þó að óttast nýjar áskoranir því þvert á móti sé mikilvægt að finna leiðir til að aðlagast nýjum og umhverfisvænni veruleika. Þetta segir Pétur Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðsstjóra, í samtali við Reykjavík síðdegis. Hann segist undrast mjög á því að löggjafinn hafi ekki nú þegar aðgreint rafbíla frá olíu- og díselbílum með því að hafa mismunandi liti á númeraplötunum rafbíla líkt og tíðkist í Noregi. Það myndi auðvelda slökkviliðsmönnum mjög við störf. Ein af áskorunum sem Pétur nefnir er þegar slökkviliðsmenn þurfa að klippa fólk út úr rafbílum á slysstað. „Það er engin stöðlun á því hvernig slökkviliðsmenn geta slegið af rafmagnið á bílunum. Það getur verið hingað og þangað og erfitt að finna það út. Klippi menn á rafmagnsstrengi eða í batteríin sjálf geta menn bara fengið banvænan straum,“ segir Pétur. Straumurinn geti verið það krafmikill að hann geti jafnvel valdið varanlegum skaða. Hann segist vona að slökkviliðsmenn fái aðgang að sameiginlegum gagnagrunni bílaframleiðenda til að slökkviliðsmenn geti að glöggvað sig betur á hinum ýmsu gerðum rafbíla. Þannig yrði auðvelt að fletta viðkomandi bíl upp. „Það er engin stöðlun. Það er gjörsamlega ómögulegt fyrir slökkviliðsmenn að þekkja allar bílategundir og jafnvel týpur innan bílategunda og það getur breyst milli ára.“ Pétur tekur það sérstaklega fram að fólk ætti ekki að varast rafbíla heldur væri hann að kalla eftir samráði og aðgerðum sem myndu auðvelda slökkviliðsmönnum að umgangast bílana í störfum sínum.Slökkviliðsmenn vilja aðgreina rafbíla frá öðrum bílategundum með lituðum númeraplötum til að auðvelda störf á slysavettvangi.Vísir/VilhelmEkki meiri eldhætta af rafbílum Pétur segir það sé ekki algengara að eldur kvikni í rafbílum en í olíu- og díselbílum. „Það er gríðarlega vel frá þessu gengið og ef það kviknar í bílunum út frá öðrum orsökum þá eru rafhlöðurnar vel skermaðar af þannig að það eru litlar líkur á að það kvikni í þeim út frá því.“ Málin flækist aftur á móti þegar eldsupptökin eru í raflöðunni sjálfri. „Þá er svo gríðarlega hátt hitastig að það er bara fátt sem getur slökkt í því á meðan það er að brenna úr sér.“ Aðspurður hvort ökumenn raftækja þurfi að koma sér fyrr út úr bíl eftir slys vegna mögulegrar eldhættu svarar Pétur því til að það eigi alls ekki bara við um rafbíla. „Það er í rauninni með alla bíla í dag - […] þessi plastefni og annað sem þessir bílar eru gerðir úr að innan – menn þurfa bara að koma sér langt frá og ekki anda að sér reyknum því hann er virkilega eitraður. Við sendum okkar slökkviliðsmenn ekki til þess að slökkva í þeim nema með reykköfunartæki og það á við bara um bílbruna almennt,“ segir Pétur.
Loftslagsmál Reykjavík síðdegis Slökkvilið Umhverfismál Tengdar fréttir Orkuskiptin duga ekki til og draga þarf verulega úr akstri Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Draga þarf umtalsvert úr akstri og þörf er á metnaðarfullum aðgerðum til að gera fólki það kleift, segja sérfræðingar. 12. apríl 2019 06:15 Bílaviðgerðir í núverandi mynd leggist af Smurverkstæði, pústþjónusta, bremsuviðgerðir og bílaverkstæði í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkistjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir að sögn eiganda vélaverkstæðis. Greinin muni laga sig að þróuninni en ljóst sé að gríðarlegar breytingar verði á öllum störfum. 11. september 2018 19:15 Rafbílar valda deilum í fjöleignahúsum Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. 23. júní 2018 13:25 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Orkuskiptin duga ekki til og draga þarf verulega úr akstri Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Draga þarf umtalsvert úr akstri og þörf er á metnaðarfullum aðgerðum til að gera fólki það kleift, segja sérfræðingar. 12. apríl 2019 06:15
Bílaviðgerðir í núverandi mynd leggist af Smurverkstæði, pústþjónusta, bremsuviðgerðir og bílaverkstæði í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkistjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir að sögn eiganda vélaverkstæðis. Greinin muni laga sig að þróuninni en ljóst sé að gríðarlegar breytingar verði á öllum störfum. 11. september 2018 19:15
Rafbílar valda deilum í fjöleignahúsum Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. 23. júní 2018 13:25