Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júní 2019 10:45 Henry Cejudo með leikmuni. Vísir/Getty UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. Henry Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC. Hann fer nú upp í bantamvigt og freistar þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Bantamvigtartitillinn er laus eftir að T.J. Dillashaw var sviptur titlinum eftir fall á lyfjaprófi. Með sigri verður hann sá fjórði í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Afrek sem aðeins Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes hafa leikið eftir. Cejudo mætir Marlon Moraes sem hefur farið hamförum í undanförnum bardögum. Moraes hefur klárað síðustu þrjá bardaga á samanlagt undir fimm mínútum. Cejudo hefur mikið verið á milli tannanna hjá fólki aðallega eftir kjánalega tilburði á blaðamannafundum á undanförnum mánuðum. Fyrir Dillashaw bardagann mætti hann með snák í poka á blaðamannafund og slengdi honum í gólfið. Á síðasta blaðamannafund á fimmtudaginn mætti hann með kórónu, skikkju, leikföng í pípuhatt og staf. Enginn skilur hvað honum gengur til en Cejudo hefur fengið stimpilinn sem hallærislegasti bardagamaður UFC. Cejudo er samt frábær bardagamaður og tók gullverðlaun á Olympíuleikunum árið 2008. Cejudo minnist reyndar á gullverðlaunin við hvert tækifæri sem er orðið aðhlátursefni. Það verður samt að hrósa Cejudo fyrir að reyna að koma sér á framfæri þrátt fyrir kjánahrollinn sem fylgir. Cejudo mætir Moraes í aðalbardaga kvöldsins en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna. Þeir Donald Cerrone og Tony Ferguson mætast síðan í þriðja síðasta bardaga kvöldsins og er það einn besti bardagi kvöldsins þrátt fyrir að ekkert belti sé undir. Aðdáendur eru spenntir fyrir að sjá Ferguson aftur en þó eru á kreiki áhyggjur af andlegri heilsu hans. UFC 238 fer fram í nótt og hefst bein útsending kl. 2:00 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. Henry Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC. Hann fer nú upp í bantamvigt og freistar þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Bantamvigtartitillinn er laus eftir að T.J. Dillashaw var sviptur titlinum eftir fall á lyfjaprófi. Með sigri verður hann sá fjórði í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Afrek sem aðeins Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes hafa leikið eftir. Cejudo mætir Marlon Moraes sem hefur farið hamförum í undanförnum bardögum. Moraes hefur klárað síðustu þrjá bardaga á samanlagt undir fimm mínútum. Cejudo hefur mikið verið á milli tannanna hjá fólki aðallega eftir kjánalega tilburði á blaðamannafundum á undanförnum mánuðum. Fyrir Dillashaw bardagann mætti hann með snák í poka á blaðamannafund og slengdi honum í gólfið. Á síðasta blaðamannafund á fimmtudaginn mætti hann með kórónu, skikkju, leikföng í pípuhatt og staf. Enginn skilur hvað honum gengur til en Cejudo hefur fengið stimpilinn sem hallærislegasti bardagamaður UFC. Cejudo er samt frábær bardagamaður og tók gullverðlaun á Olympíuleikunum árið 2008. Cejudo minnist reyndar á gullverðlaunin við hvert tækifæri sem er orðið aðhlátursefni. Það verður samt að hrósa Cejudo fyrir að reyna að koma sér á framfæri þrátt fyrir kjánahrollinn sem fylgir. Cejudo mætir Moraes í aðalbardaga kvöldsins en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna. Þeir Donald Cerrone og Tony Ferguson mætast síðan í þriðja síðasta bardaga kvöldsins og er það einn besti bardagi kvöldsins þrátt fyrir að ekkert belti sé undir. Aðdáendur eru spenntir fyrir að sjá Ferguson aftur en þó eru á kreiki áhyggjur af andlegri heilsu hans. UFC 238 fer fram í nótt og hefst bein útsending kl. 2:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira