„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 22:41 (T.h.) Mótmælandi var handtekinn fyrir utan dómssalinn í dag. (T.v.) Ivan Golunov var dæmdur til að sitja í tveggja mánaða stofufangelsi í dag. vísir Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AFP. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið til stuðnings Golunov en málið hefur vakið athygli um heim allan.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasöluMargir stuðningsmanna hans óttuðust að honum yrði haldið áfram í gæsluvarðhaldi, en frá því hefur verið greint að hann hafi verið barinn og lemstraður af lögreglu. „Þetta er eins og bíómynd. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför,“ sagði Golunov þegar hann kom í dómssalinn. Golunov er búsettur í Moskvu en vinnur fyrir fréttamiðilinn Meduza og hefur verið ákærður fyrir að hafa gert tilraun til að selja „mikið magn“ af eiturlyfinu mephedrone og kókaíni. Augu hans voru full af tárum þegar dómarinn sagði að hann myndi sitja í stofufangelsi í tvo mánuði. Vefsíða Meduza er staðsett í Lettlandi þrátt fyrir að stór hluti fréttamanna hennar búi og starfi í Rússlandi en það gerir hún til að forðast ritskoðun Rússlands. Golunov var fluttur í dómssalinn frá spítala þar sem hann hafði verið undir eftirliti lækna en hann neitaði þeim staðhæfingum lögmanns síns um að hann væri rifbeinsbrotinn og hefði fengið heilahristing en bætti við að hann væri skrámaður á bakinu og að auga hans væri marið. Handtaka hans hefur vakið áhyggjur út um heim allan. Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu skrifaði á Twitter: „Við köllum eftir því að Ivan Golunov verði leystur úr haldi,“ og sögðu hann „ætti ekki að þjást ofsókna vegna atvinnu sinnar,“ og sendiráð Bretlands sagði mál hans „áhyggjuefni.“ Um það bil 20 stuðningsmenn hans mótmæltu fyrir utan rússneska sendiráðið í Berlín og stóð meðal annars á skiltum þeirra „Frelsið Golunov.“ Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AFP. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið til stuðnings Golunov en málið hefur vakið athygli um heim allan.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasöluMargir stuðningsmanna hans óttuðust að honum yrði haldið áfram í gæsluvarðhaldi, en frá því hefur verið greint að hann hafi verið barinn og lemstraður af lögreglu. „Þetta er eins og bíómynd. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför,“ sagði Golunov þegar hann kom í dómssalinn. Golunov er búsettur í Moskvu en vinnur fyrir fréttamiðilinn Meduza og hefur verið ákærður fyrir að hafa gert tilraun til að selja „mikið magn“ af eiturlyfinu mephedrone og kókaíni. Augu hans voru full af tárum þegar dómarinn sagði að hann myndi sitja í stofufangelsi í tvo mánuði. Vefsíða Meduza er staðsett í Lettlandi þrátt fyrir að stór hluti fréttamanna hennar búi og starfi í Rússlandi en það gerir hún til að forðast ritskoðun Rússlands. Golunov var fluttur í dómssalinn frá spítala þar sem hann hafði verið undir eftirliti lækna en hann neitaði þeim staðhæfingum lögmanns síns um að hann væri rifbeinsbrotinn og hefði fengið heilahristing en bætti við að hann væri skrámaður á bakinu og að auga hans væri marið. Handtaka hans hefur vakið áhyggjur út um heim allan. Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu skrifaði á Twitter: „Við köllum eftir því að Ivan Golunov verði leystur úr haldi,“ og sögðu hann „ætti ekki að þjást ofsókna vegna atvinnu sinnar,“ og sendiráð Bretlands sagði mál hans „áhyggjuefni.“ Um það bil 20 stuðningsmenn hans mótmæltu fyrir utan rússneska sendiráðið í Berlín og stóð meðal annars á skiltum þeirra „Frelsið Golunov.“
Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira