Henry Cejudo í sögubækurnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júní 2019 06:35 Cejudo með bæði beltin og gullmedalíuna. Vísir/Getty UFC 238 fór fram í nótt í Chicago þar sem tveir titilbardagar fóru fram. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes. Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo fór upp í bantamvigt til að ná öðrum titli. Bantamvigtartitillinn var laus eftir að T.J. Dillashaw lét beltið af hendi eftir fall á lyfjaprófi. Moraes byrjaði bardagann mjög vel og lét Cejudo finna vel fyrir því með spörkum. Moraes lét kné fylgja kviði og hélt áfram að sparka í Cejudo í 2. lotu. Um miðbik lotunnar snéri Cejudo hins vegar taflinu við og byrjuðu sóknir hans að skila árangri. Í 3. lotu byrjaði Moraes að fjara út. Cejudo náði Moraes niður og lét þung högg dynja á Moraes í gólfinu en sá brasilíski var orðinn verulega þreyttur á þessum tímapunkti. Cejudo kláraði Moraes að lokum með tæknilegu rothöggi í gólfinu þegar níu sekúndur voru eftir af 3. lotu. Cejudo er þar með ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC. Hann er nú meðal þeirra Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes sem höfðu áður leikið það eftir að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma. Cejudo sagðist reyndar vera þrefaldur meistari og telur hann gullverðlaunin frá Ólympíuleikunum 2008 með. Valentina Shevchenko átti frábæra frammistöðu þegar hún kláraði Jessica Eye í 2. lotu. Shevchenko stjórnaði Eye í gólfinu í 1. lotu og naut mikilla yfirburða. Snemma í 2. lotu smellhitti Shevchenko með hásparki sem rotaði Eye. Þetta var fyrsta titilvörn Shevchenko og gæti hún haldið beltinu lengi. Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í besta bardaga kvöldsins. Það var mikið fjör og mikill hraði í bardaganum og sóttu báðir ákaft frá fyrstu mínútu. Ferguson var að hafa betur og var Cerrone nokkuð illa farinn eftir 2. lotu. Áður en 2. lota hófst var auga Cerrone illa bólgið og töldu læknarnir að Cerrone gæti ekki haldið áfram. Dómarinn stöðvaði því bardagann og sigraði Ferguson eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Sjá meira
UFC 238 fór fram í nótt í Chicago þar sem tveir titilbardagar fóru fram. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes. Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo fór upp í bantamvigt til að ná öðrum titli. Bantamvigtartitillinn var laus eftir að T.J. Dillashaw lét beltið af hendi eftir fall á lyfjaprófi. Moraes byrjaði bardagann mjög vel og lét Cejudo finna vel fyrir því með spörkum. Moraes lét kné fylgja kviði og hélt áfram að sparka í Cejudo í 2. lotu. Um miðbik lotunnar snéri Cejudo hins vegar taflinu við og byrjuðu sóknir hans að skila árangri. Í 3. lotu byrjaði Moraes að fjara út. Cejudo náði Moraes niður og lét þung högg dynja á Moraes í gólfinu en sá brasilíski var orðinn verulega þreyttur á þessum tímapunkti. Cejudo kláraði Moraes að lokum með tæknilegu rothöggi í gólfinu þegar níu sekúndur voru eftir af 3. lotu. Cejudo er þar með ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC. Hann er nú meðal þeirra Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes sem höfðu áður leikið það eftir að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma. Cejudo sagðist reyndar vera þrefaldur meistari og telur hann gullverðlaunin frá Ólympíuleikunum 2008 með. Valentina Shevchenko átti frábæra frammistöðu þegar hún kláraði Jessica Eye í 2. lotu. Shevchenko stjórnaði Eye í gólfinu í 1. lotu og naut mikilla yfirburða. Snemma í 2. lotu smellhitti Shevchenko með hásparki sem rotaði Eye. Þetta var fyrsta titilvörn Shevchenko og gæti hún haldið beltinu lengi. Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í besta bardaga kvöldsins. Það var mikið fjör og mikill hraði í bardaganum og sóttu báðir ákaft frá fyrstu mínútu. Ferguson var að hafa betur og var Cerrone nokkuð illa farinn eftir 2. lotu. Áður en 2. lota hófst var auga Cerrone illa bólgið og töldu læknarnir að Cerrone gæti ekki haldið áfram. Dómarinn stöðvaði því bardagann og sigraði Ferguson eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Sjá meira
Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45