Verði frumvarpið að lögum yrði það til þess að hægt verður að framselja grunaða glæpamenn til meginlands Kína þar sem réttað yrði yfir þeim.
Eru mótmælin talin eiga eftir að verða þau stærstu frá árinu 2014 þegar íbúar Hong Kong mótmæltu afskiptum kínverskra yfirvalda af kosningu. Voru regnhlífar tákn mótmælanna árið 2014 en hundruð þúsunda tóku þátt.

Leiðtogi Hong Kong, Carrie Lam, hefur kallað eftir því að frumvarpið verði samþykkt fyrir júlí næstkomandi.
Stuðningsmenn frumvarpsins segja að í frumvarpinu sé að finna ákvæði sem eigi að verja íbúa gegn sem eru taldir sæta pólitískum eða trúarlegum ofsóknum.

Mótmælendur í dag eru flestir klæddir í hvítt en þar má finna fólk úr öllum þrepum þjóðfélagsins; kaupsýslufólk og lögfræðinga, nemendur, stjórnmálaleiðtoga og trúarhópa.