Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. Þetta er mat vinnuhóps Sameinuðu þjóðanna um gerræðislegar fangelsanir. The New York Times greindi frá í gær.
Nýkjörnu þingmennirnir Oriol Junqueras og Jordi Sanchez og aðgerðarsinninn Jordi Cuixart ættu að fá bætur fyrir fangelsunina og hún ætti að sæta rannsóknar á spáni að mati hópsins. Þeir hafa allir verið í fangelsi í meira en ár og eru á meðal þeirra tólf sem réttað er yfir í hæstarétti í Madríd um þessar mundir vegna atburðarásar haustsins 2017 þegar Katalónar greiddu atkvæði um sjálfstæði.
Vinnuhópurinn hefur ekki völd til þess að framfylgja ákvörðun sinni og er það því undir Spáni komið að ákveða framhaldið.
SÞ vilja Katalóna úr haldi
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
