Fyrirtæki gagnrýnt fyrir að borga kvenkyns starfsmönnum fyrir að klæðast pilsum Andri Eysteinsson skrifar 30. maí 2019 20:48 Auglýsing Tatuprof um kvenleikaátak Mynd/Tatuprof „Kvenleika-átak“ rússneska álframleiðandans Tatuprof hefur verið harðlega gagnrýnt ytra, sér í lagi sá hluti sem snýr að því að fá kvenkyns starfsmenn til þess að klæðast pilsum eða stuttum kjólum til vinnu. BBC greinir frá. Konum sem starfa innan Tatuprof er boðinn 100 rúblu (um 190 krónur) bónus fyrir hvern dag sem þær mæta til vinnu klæddar pilsi eða kjól sem nær ekki meira en fimm sentimetrum ofan við hné. Starfsmennirnir þurfa að senda inn myndir til sönnunar vilji þær fá bónusinn greiddan. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir gamaldags viðhorf í garð kvenna. Talsmaður fyrirtækisins sagði í útvarpsviðtali í Moskvu að átakið bæri ekki vott um kynjamisrétti fyrirtækisins. „Við vildum gera vinnuna skemmtilegri, 70% starfsfólks okkar eru karlmenn. Svona átök hjálpa okkar við að slaka á og hvílast. Þetta er frábær leið til að hrista hópinn saman. Konurnar sem vinna hjá okkur velja oftast að klæðast síðbuxum, sagði talsmaðurinn í viðtali við Govorit Moskva útvarpsstöðina. Að sögn Anastasiu Kirillovu innan mannauðsdeildar fyrirtækisins, mun hugmyndin að átakinu, sem standa á yfir út júní, hafa komið frá forstjóra fyrirtækisins, Sergei Rachkov. „Hann vill að konur á vinnustaðnum haldi í kvenleika sinn, séu ekki með „karla-hárgreiðslur“, klæðist ekki buxum, njóti sín við handavinnu og í að ala upp börn,“ sagði Kirillova í samtali við staðarmiðilinn Business Online. Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
„Kvenleika-átak“ rússneska álframleiðandans Tatuprof hefur verið harðlega gagnrýnt ytra, sér í lagi sá hluti sem snýr að því að fá kvenkyns starfsmenn til þess að klæðast pilsum eða stuttum kjólum til vinnu. BBC greinir frá. Konum sem starfa innan Tatuprof er boðinn 100 rúblu (um 190 krónur) bónus fyrir hvern dag sem þær mæta til vinnu klæddar pilsi eða kjól sem nær ekki meira en fimm sentimetrum ofan við hné. Starfsmennirnir þurfa að senda inn myndir til sönnunar vilji þær fá bónusinn greiddan. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir gamaldags viðhorf í garð kvenna. Talsmaður fyrirtækisins sagði í útvarpsviðtali í Moskvu að átakið bæri ekki vott um kynjamisrétti fyrirtækisins. „Við vildum gera vinnuna skemmtilegri, 70% starfsfólks okkar eru karlmenn. Svona átök hjálpa okkar við að slaka á og hvílast. Þetta er frábær leið til að hrista hópinn saman. Konurnar sem vinna hjá okkur velja oftast að klæðast síðbuxum, sagði talsmaðurinn í viðtali við Govorit Moskva útvarpsstöðina. Að sögn Anastasiu Kirillovu innan mannauðsdeildar fyrirtækisins, mun hugmyndin að átakinu, sem standa á yfir út júní, hafa komið frá forstjóra fyrirtækisins, Sergei Rachkov. „Hann vill að konur á vinnustaðnum haldi í kvenleika sinn, séu ekki með „karla-hárgreiðslur“, klæðist ekki buxum, njóti sín við handavinnu og í að ala upp börn,“ sagði Kirillova í samtali við staðarmiðilinn Business Online.
Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira