Um lof, last og bullyrðingar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 31. maí 2019 12:02 Í gær, uppstigningardag, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar. Guðmundur Andri er frábær penni og yfirleitt væri frekar ástæða til að hrósa þingmanninum heldur en lasta, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa grein. Þar fór Guðmundur Andri með fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Hann byrjar grein sína á því að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að fara fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíð flokks hans um liðna helgi. Virðist þingmanninum finnast það of langt gengið að oddviti í ríkisstjórn hrósi öðrum og þakki fyrir gott samstarf og samskipti. Það er vont ef þannig er fyrir okkur komið að ekki megi þakka fólki úr öðrum flokkum fyrir góð samskipti. Það er þekkt stef að fólki úr ólíkum flokkum sé vel til vina og tel ég það til bóta fyrir störf þingsins. Guðmundur Andri nefndi í grein sinni frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem liggur fyrir þinginu. Vildi hann meina að þar væri á ferð frumvarp úr ranni Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að eitt af markmiðum með frumvarpinu sé að skipa flokksgæðinga í embætti seðlabankastjóra. Sannleikurinn er hins vegar sá að hæfisskilyrði og skilyrðum hæfisnefndir eru óbreytt frá þeim breytingum sem gerðar voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009. Í umræddu frumvarpi kemur fram að seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi, efnahags- og peningamálum. Þar kemur einnig fram að seðlabankastjóri skuli hafa gott orðspor og skuli aldrei hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað gagnvart almennum hegningarlögum eða lögum tengdum fjármálum. Með öðrum orðum, það er nákvæmlega ekkert sem styður fullyrðingu þingmannsins um þetta efni. Við sem störfum á Alþingi erum ýmsu vön, hálfsannleik og svokölluðum bullyrðingum. Það veldur mér aftur á móti vonbrigðum þegar svona lúabrögðum er beitt af góðum dreng.Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, uppstigningardag, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar. Guðmundur Andri er frábær penni og yfirleitt væri frekar ástæða til að hrósa þingmanninum heldur en lasta, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa grein. Þar fór Guðmundur Andri með fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Hann byrjar grein sína á því að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að fara fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíð flokks hans um liðna helgi. Virðist þingmanninum finnast það of langt gengið að oddviti í ríkisstjórn hrósi öðrum og þakki fyrir gott samstarf og samskipti. Það er vont ef þannig er fyrir okkur komið að ekki megi þakka fólki úr öðrum flokkum fyrir góð samskipti. Það er þekkt stef að fólki úr ólíkum flokkum sé vel til vina og tel ég það til bóta fyrir störf þingsins. Guðmundur Andri nefndi í grein sinni frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem liggur fyrir þinginu. Vildi hann meina að þar væri á ferð frumvarp úr ranni Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að eitt af markmiðum með frumvarpinu sé að skipa flokksgæðinga í embætti seðlabankastjóra. Sannleikurinn er hins vegar sá að hæfisskilyrði og skilyrðum hæfisnefndir eru óbreytt frá þeim breytingum sem gerðar voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009. Í umræddu frumvarpi kemur fram að seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi, efnahags- og peningamálum. Þar kemur einnig fram að seðlabankastjóri skuli hafa gott orðspor og skuli aldrei hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað gagnvart almennum hegningarlögum eða lögum tengdum fjármálum. Með öðrum orðum, það er nákvæmlega ekkert sem styður fullyrðingu þingmannsins um þetta efni. Við sem störfum á Alþingi erum ýmsu vön, hálfsannleik og svokölluðum bullyrðingum. Það veldur mér aftur á móti vonbrigðum þegar svona lúabrögðum er beitt af góðum dreng.Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænna.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun