Árásarmaðurinn í Lyon lýsti yfir stuðningi við íslamska ríkið Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2019 18:30 Frá aðgerðum við heimili mannsins í Lyon 27. maí síðastliðinn. Getty/ NurPhoto Karlmaður sem grunaður er um að hafa staðið að baki sprengingu í frönsku borginni Lyon í síðustu viku hefur lýst yfir stuðningi sínum við íslamska ríkið, saksóknari gagn-hryðjuverkasveitar Frakklands, Remy Heitz greindi frá þessu fyrr í dag. AP greinir frá. Fjórtán almennir borgarar særðust eftir að sprengja sprakk við göngugötu í miðborg Lyon í dagrenningu, 24. maí síðastliðinn. Sprengjan sprakk fyrir utan bakarí og er talið að hún hafi innihaldið nagla, skrúfur og aðra hluti til þess að valda sem mestum skaða. Flestir hinnar slösuðu eru þó sagðir hafa hlotið minniháttar meiðsl. Lögreglan í Lyon hafði hendur í hári hins 24 ára gamla Mohamed Hichem M. síðasta mánudag. Hichem er sagður hafa komið til Frakklands sem ferðamaður árið 2017 en ekki yfirgefið landið á tilskyldum tíma. Þjóðerni hans liggur ekki fyrir en fjölmiðlar ytra segja Mohamed vera alsírskan ríkisborgara. Hann hefur verið ákærður fyrir morðtilraun, hryðjuverkastarfsemi og fyrir að hafa smíðað sprengju með annarlegum tilgangi. Við yfirheyrslur neitaði Mohamed Hichem í fyrstu að hann væri viðriðinn sprengjuárásina en kvaðst seinna trúr íslamska ríkinu og viðurkenndi að hafa varpað sprengjunni fyrir utan bakaríið, ásamt því að hafa sett hana saman. Hichem var handtekinn ásamt foreldrum sínum og bróður en þeim var sleppt eftir yfirheyrslur. Frakkland Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Karlmaður sem grunaður er um að hafa staðið að baki sprengingu í frönsku borginni Lyon í síðustu viku hefur lýst yfir stuðningi sínum við íslamska ríkið, saksóknari gagn-hryðjuverkasveitar Frakklands, Remy Heitz greindi frá þessu fyrr í dag. AP greinir frá. Fjórtán almennir borgarar særðust eftir að sprengja sprakk við göngugötu í miðborg Lyon í dagrenningu, 24. maí síðastliðinn. Sprengjan sprakk fyrir utan bakarí og er talið að hún hafi innihaldið nagla, skrúfur og aðra hluti til þess að valda sem mestum skaða. Flestir hinnar slösuðu eru þó sagðir hafa hlotið minniháttar meiðsl. Lögreglan í Lyon hafði hendur í hári hins 24 ára gamla Mohamed Hichem M. síðasta mánudag. Hichem er sagður hafa komið til Frakklands sem ferðamaður árið 2017 en ekki yfirgefið landið á tilskyldum tíma. Þjóðerni hans liggur ekki fyrir en fjölmiðlar ytra segja Mohamed vera alsírskan ríkisborgara. Hann hefur verið ákærður fyrir morðtilraun, hryðjuverkastarfsemi og fyrir að hafa smíðað sprengju með annarlegum tilgangi. Við yfirheyrslur neitaði Mohamed Hichem í fyrstu að hann væri viðriðinn sprengjuárásina en kvaðst seinna trúr íslamska ríkinu og viðurkenndi að hafa varpað sprengjunni fyrir utan bakaríið, ásamt því að hafa sett hana saman. Hichem var handtekinn ásamt foreldrum sínum og bróður en þeim var sleppt eftir yfirheyrslur.
Frakkland Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira