Minntust 300 ára afmælis Bjarna Pálssonar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Blómsveigur var lagður að minnisvarða Bjarna Pálssonar við Nesstofu í gær. Fréttablaðið/Valgarður Þrjú hundruð áru eru liðin frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var fyrstur manna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og sáði í embættistíð sinni fræjum sem síðar áttu eftir að verða hin íslenska heilbrigðisþjónusta. Þess var minnst um helgina að um þessar mundir eru 300 ár frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var læknir og náttúrufræðingur, en er fyrst og fremst minnst sem fyrsta landlæknis Íslands. Bjarni var skipaður í embætti landlæknis 18. mars 1760. Formleg læknisþjónusta á Íslandi á þessum tíma var af skornum skammti og Bjarni tók að sér það mikla verk að mennta lækna og útskrifa, hafa umsjón með lyfsölu og annast sóttvarnir og heilsugæslu Íslendinga allra. „Þetta var mikið verkefni fyrir einn mann í strjálbýlu landi sem var erfitt yfirferðar með óbrúaðar ár,“ ritaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir í sögulegri yfirlitsgrein sinni um landlækna fyrri tíma í Læknablaðið árið 2003. Upphaf íslenskrar læknastéttar má rekja til Bjarna og segja má að hann hafi sáð fræjum þess heilbrigðiskerfis sem Íslendingar þekkja í dag. Bjarni þótt með eindæmum ötull maður og metnaðarfullur. Bjarni lærði í Danmörku og þótti mikið efni. Hann fór í margar ferðir til Íslands ásamt Eggert Ólafssyni til að safna náttúrugripum og handritum. Í einni slíkri ferð, árið 1756, rannsakaði Bjarni sárasótt sem hafði blossað upp í verksmiðju í Reykjavík. Guðmundur Magnússon, prófessor og ritstjóri Læknablaðsins árið 1919, rifjaði upp ummæli Bjarna við amtmann í verksmiðjunni um að taka þyrfti alvarlega í strenginn til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn rótfestist ekki í landinu til óbætandi skaða og hneisu. „Menn létu sér fátt um finnast, og varð sjúkdóminum ekki útrýmt fyrr en hann [Bjarni] var orðinn landlæknir,“ ritaði Guðmundur. Skrif sín byggði Guðmundur á ævisögu Bjarna sem Sveinn Pálsson ritaði og gaf út árið 1800. Guðmundur segir í grein sinni, sem rituð var þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna, að þessi fyrsti landlæknir Íslands hafi haft ríkan áhuga á því að hefja hér land og lýð. Eins og áður segir var Bjarna falið að kenna læknaefnum og útskrifa en biskupar vildu jafnframt að hann tæki að sér að kenna prestum og gera þá að læknum. „Bjarni afsagði það,“ ritaði Guðmundur. „ [Bjarni] vildi koma upp vel lærðum læknum en ekki skottulæknum!“ Á meðal þess sem Bjarni barðist fyrir var að mennta yfirsetukonur og útvega þeim laun og að hér yrði byggður landsspítali en kom því ekki fram „öllum landsvinum til hrellingar“. Bjarni lést 8. september árið 1779. Kona hans og börn stóðu félaus uppi, því skuldlausar eignir voru 111 ríkisdalir: „Þetta var kaupið fyrir æfistarfið!“ ritaði Guðmundur. Blómsveigur var lagður á minnisvarða um Bjarna við Nesstofu í gær en þar settist hann að þegar hann tók fyrstur manna við embætti landlæknis. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Þrjú hundruð áru eru liðin frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var fyrstur manna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og sáði í embættistíð sinni fræjum sem síðar áttu eftir að verða hin íslenska heilbrigðisþjónusta. Þess var minnst um helgina að um þessar mundir eru 300 ár frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var læknir og náttúrufræðingur, en er fyrst og fremst minnst sem fyrsta landlæknis Íslands. Bjarni var skipaður í embætti landlæknis 18. mars 1760. Formleg læknisþjónusta á Íslandi á þessum tíma var af skornum skammti og Bjarni tók að sér það mikla verk að mennta lækna og útskrifa, hafa umsjón með lyfsölu og annast sóttvarnir og heilsugæslu Íslendinga allra. „Þetta var mikið verkefni fyrir einn mann í strjálbýlu landi sem var erfitt yfirferðar með óbrúaðar ár,“ ritaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir í sögulegri yfirlitsgrein sinni um landlækna fyrri tíma í Læknablaðið árið 2003. Upphaf íslenskrar læknastéttar má rekja til Bjarna og segja má að hann hafi sáð fræjum þess heilbrigðiskerfis sem Íslendingar þekkja í dag. Bjarni þótt með eindæmum ötull maður og metnaðarfullur. Bjarni lærði í Danmörku og þótti mikið efni. Hann fór í margar ferðir til Íslands ásamt Eggert Ólafssyni til að safna náttúrugripum og handritum. Í einni slíkri ferð, árið 1756, rannsakaði Bjarni sárasótt sem hafði blossað upp í verksmiðju í Reykjavík. Guðmundur Magnússon, prófessor og ritstjóri Læknablaðsins árið 1919, rifjaði upp ummæli Bjarna við amtmann í verksmiðjunni um að taka þyrfti alvarlega í strenginn til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn rótfestist ekki í landinu til óbætandi skaða og hneisu. „Menn létu sér fátt um finnast, og varð sjúkdóminum ekki útrýmt fyrr en hann [Bjarni] var orðinn landlæknir,“ ritaði Guðmundur. Skrif sín byggði Guðmundur á ævisögu Bjarna sem Sveinn Pálsson ritaði og gaf út árið 1800. Guðmundur segir í grein sinni, sem rituð var þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna, að þessi fyrsti landlæknir Íslands hafi haft ríkan áhuga á því að hefja hér land og lýð. Eins og áður segir var Bjarna falið að kenna læknaefnum og útskrifa en biskupar vildu jafnframt að hann tæki að sér að kenna prestum og gera þá að læknum. „Bjarni afsagði það,“ ritaði Guðmundur. „ [Bjarni] vildi koma upp vel lærðum læknum en ekki skottulæknum!“ Á meðal þess sem Bjarni barðist fyrir var að mennta yfirsetukonur og útvega þeim laun og að hér yrði byggður landsspítali en kom því ekki fram „öllum landsvinum til hrellingar“. Bjarni lést 8. september árið 1779. Kona hans og börn stóðu félaus uppi, því skuldlausar eignir voru 111 ríkisdalir: „Þetta var kaupið fyrir æfistarfið!“ ritaði Guðmundur. Blómsveigur var lagður á minnisvarða um Bjarna við Nesstofu í gær en þar settist hann að þegar hann tók fyrstur manna við embætti landlæknis.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira