Notaði risastórt svart gervityppi til að komast í gegnum lyfjapróf fyrir Ólympíuleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 08:30 Lamar Odom á bekknum á ÓL í Aþenu 2004. Hann svindlaði á lyfjaprófi til að komast þangað. Getty/Andreas Rentz Lamar Odom var á árum áður stórstjarna í NBA-deildinni í körfubolta og landsliðsmaður Bandaríkjanna í körfubolta áður en líf hans fór að halla undan fæti. Lamar Odom varð meðal annars NBA-meistari með Los Angeles Lakers tvö ár í röð frá 2009 til 22010. Hann skoraði 12,3 stig að meðaltali í úrslitakeppninni 2009 og var í stóru hlutverki í báðum titlum. Í nýrri ævisögu Lamar Odom sem er að koma út á næstunni þá segir Odom frá því hvernig honum tókst að komast í gegnum lyfjapróf fyrir Ólympíuleikana árið 2004. Það tímabil lék hann með Miami Heat og var með 17,1 stig, 9,7 fráköst og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Leikarnir fóru þá fram í Aþenu og Lamar Odom var valinn í bandaríska landsliðið. Vandamálið var lyfjapróf sem hann þurfti að standast nokkrum dögum eftir að valið var kunngjört. Odom hefði nefnilega verið að reykja gras allt sumarið og vissi að hann myndi aldrei standast þetta lyfjapróf. Þá voru góð ráð dýr en Lamar Odom dó aftur á móti ekki ráðalaus.Lamar Odom says he used "a giant, rubber, black cock" to pass his drug test for the 2004 Olympics: https://t.co/0NGijb1DT5pic.twitter.com/HyFtBDCRzg — Deadspin (@Deadspin) May 18, 2019Lamar Odom segir frá því í bókinni hvernig honum tókst að plata lyfjaeftirlitsmanninn á ótrúlegan hátt. Lamar Odom fann risastórt svart gervi typpi á netinu eftir að hafa leitað á Google. Það kom með hraðpósti daginn eftir. Einkaþjálfari Lamar Odom reddaði honum „hreinu“ þvagi sem var síðan geymt í pungnum á gervi typpinu. Odom tók síðan typpið og festi það á sig. Lyfjaeftirlitsmaðurinn kom inn í baðherbergið og var í 60 sentimetra fjarlægði þegar Lamar Odom tók gervityppið út. „Ég renndi frá og tók gervityppið varlega út um rennilásinn. Ég þurfti síðan að kreista typpið mörgum sinnum til að ná þvaginu út,“ lýsir Lamar Odom í bókinni.Lamar Odom admitted to cheating a drug test in order to play for USA Basketball at the 2004 Olympics. https://t.co/kQMv6Z8xAD — USA TODAY (@USATODAY) May 18, 2019Lamar Odom hafði enn áhyggjur af því að svindlið uppgötvaðist þegar hann rétti lyfjaeftirlitsmanninum glasið með þvaginu. Sá hinn sami mældi hitastig þess og virtist vera sáttur eftir þá mælingu. Hann óskaði Lamar Odom í það minnsta til hamingju að vera kominn í bandaríska landsliðið. Odom var síðan mættur til Aþenu um haustið. Í bandaríska landsliðinu á þessum Ólympíuleikum í Aþenu 2004 voru leikmenn eins og Tim Duncan, Allen Iverson, Stephon Marbury, LeBron James og Carmelo Anthony. Það voru því mikil vonbrigði fyrir alla þegar liði náði bara að vinna bronsið á leikunum. NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Lamar Odom var á árum áður stórstjarna í NBA-deildinni í körfubolta og landsliðsmaður Bandaríkjanna í körfubolta áður en líf hans fór að halla undan fæti. Lamar Odom varð meðal annars NBA-meistari með Los Angeles Lakers tvö ár í röð frá 2009 til 22010. Hann skoraði 12,3 stig að meðaltali í úrslitakeppninni 2009 og var í stóru hlutverki í báðum titlum. Í nýrri ævisögu Lamar Odom sem er að koma út á næstunni þá segir Odom frá því hvernig honum tókst að komast í gegnum lyfjapróf fyrir Ólympíuleikana árið 2004. Það tímabil lék hann með Miami Heat og var með 17,1 stig, 9,7 fráköst og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Leikarnir fóru þá fram í Aþenu og Lamar Odom var valinn í bandaríska landsliðið. Vandamálið var lyfjapróf sem hann þurfti að standast nokkrum dögum eftir að valið var kunngjört. Odom hefði nefnilega verið að reykja gras allt sumarið og vissi að hann myndi aldrei standast þetta lyfjapróf. Þá voru góð ráð dýr en Lamar Odom dó aftur á móti ekki ráðalaus.Lamar Odom says he used "a giant, rubber, black cock" to pass his drug test for the 2004 Olympics: https://t.co/0NGijb1DT5pic.twitter.com/HyFtBDCRzg — Deadspin (@Deadspin) May 18, 2019Lamar Odom segir frá því í bókinni hvernig honum tókst að plata lyfjaeftirlitsmanninn á ótrúlegan hátt. Lamar Odom fann risastórt svart gervi typpi á netinu eftir að hafa leitað á Google. Það kom með hraðpósti daginn eftir. Einkaþjálfari Lamar Odom reddaði honum „hreinu“ þvagi sem var síðan geymt í pungnum á gervi typpinu. Odom tók síðan typpið og festi það á sig. Lyfjaeftirlitsmaðurinn kom inn í baðherbergið og var í 60 sentimetra fjarlægði þegar Lamar Odom tók gervityppið út. „Ég renndi frá og tók gervityppið varlega út um rennilásinn. Ég þurfti síðan að kreista typpið mörgum sinnum til að ná þvaginu út,“ lýsir Lamar Odom í bókinni.Lamar Odom admitted to cheating a drug test in order to play for USA Basketball at the 2004 Olympics. https://t.co/kQMv6Z8xAD — USA TODAY (@USATODAY) May 18, 2019Lamar Odom hafði enn áhyggjur af því að svindlið uppgötvaðist þegar hann rétti lyfjaeftirlitsmanninum glasið með þvaginu. Sá hinn sami mældi hitastig þess og virtist vera sáttur eftir þá mælingu. Hann óskaði Lamar Odom í það minnsta til hamingju að vera kominn í bandaríska landsliðið. Odom var síðan mættur til Aþenu um haustið. Í bandaríska landsliðinu á þessum Ólympíuleikum í Aþenu 2004 voru leikmenn eins og Tim Duncan, Allen Iverson, Stephon Marbury, LeBron James og Carmelo Anthony. Það voru því mikil vonbrigði fyrir alla þegar liði náði bara að vinna bronsið á leikunum.
NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira