Bjarki Már og Arnór geta hjálpað Alfreð að landa titlinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2019 14:00 Alfreð hættir með Kiel eftir tímabilið. vísir/getty Alfreð Gíslason vann um helgina EHF-bikarinn með þýska stórveldinu Kiel og er því morgunljóst að hann kveður félagið í sumar með tveimur titlum á þessu tímabili eftir að vinna bikarinn líka. Þetta var hvorki meira né minna en 20. titilinn sem að Alfreð vinnur sem þjálfari Kiel á glæstum ellefu árum hjá félaginu en hann hefur sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari, sex sinnum bikarmeistari, unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum og nú EHF-bikarinn auk fleiri titla. Alfreð hefur ekki gert Kiel að Þýskalandsmeistara síðan árið 2015 og útlitið gæti verið betra þegar að þjár umferðir eru eftir en öll von er ekki úti enn. Flensburg er í toppsætinu, tveimur stigum á undan Kiel þegar að þrjár umferðir og sex stig eru eftir í pottinum.Dieser Moment, in dem die Zeit still zu stehen scheint... Ab 11 Uhr feiert Kiel den EHF-Pokalsieger 2019 in der Forstbaumschule! #WirSindKiel #NurMitEuch #WeisseWand #Alfred20 pic.twitter.com/j2fs6UoicP— THW Kiel (@thw_handball) May 19, 2019 Kiel á nokkuð þægilega leiki á eftir gegn Minden og Hannover á heimavelli og Lemgo á útivelli en lærisveinar Alfreðs unnu fyrri leiki liðanna alla nokkuð sannfærandi. Flensburg á aðeins erfiðara prógram eftir en það mætir Stuttgart í næsta leik sem er öruggur sigur en eftir það eru leikir gegn Füchse Berlín á heimavelli og svo gegn spútnikliði Bergischer á útivelli í lokaumferðinni. Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse geta lagt stein í götu Flensburg á leiðinni að titlinum 29. maí og þannig hjálpað Alfreð að kveðja Kiel með Þýskalandsmeistaratitli og sömu sögu má segja um Arnór Þór Gunnarsson og félaga hans í Bergischer. Flensburg vann leikina á móti þessum liðum í fyrri umferðinni nokkuð þægilega og er ansi líklegt til þess að klára mótið með þremur sigrum og vinna deildina annað árið í röð. Alfreð þarf allavega að treysta á hjálp frá íslensku landsliðshornamönnunum.Staðan á toppnum: 1. Flensburg 58 stig (+169) 2. Kiel 56 stig (+180)Síðustu þrír hjá Flensburg: 23.05 Stuttgart - Flensburg (fyrri leikur 29-21 sigur) 29.05 Flensburg - Füchse Berlín (fyrri leikur 30-25 sigur) 09.06 Bergischer - Flensburg (fyrri leikur 25-23 sigur)Síðustu þrír hjá Kiel: 26.05 Kiel - Minden (fyrri leikur 37-29 sigur) 29.05 Lemgo - Kiel (fyrri leikur 28-24 sigur) 09.06 Kiel - Hannover (fyrri leikur 32-25 sigur) Þýski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Alfreð Gíslason vann um helgina EHF-bikarinn með þýska stórveldinu Kiel og er því morgunljóst að hann kveður félagið í sumar með tveimur titlum á þessu tímabili eftir að vinna bikarinn líka. Þetta var hvorki meira né minna en 20. titilinn sem að Alfreð vinnur sem þjálfari Kiel á glæstum ellefu árum hjá félaginu en hann hefur sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari, sex sinnum bikarmeistari, unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum og nú EHF-bikarinn auk fleiri titla. Alfreð hefur ekki gert Kiel að Þýskalandsmeistara síðan árið 2015 og útlitið gæti verið betra þegar að þjár umferðir eru eftir en öll von er ekki úti enn. Flensburg er í toppsætinu, tveimur stigum á undan Kiel þegar að þrjár umferðir og sex stig eru eftir í pottinum.Dieser Moment, in dem die Zeit still zu stehen scheint... Ab 11 Uhr feiert Kiel den EHF-Pokalsieger 2019 in der Forstbaumschule! #WirSindKiel #NurMitEuch #WeisseWand #Alfred20 pic.twitter.com/j2fs6UoicP— THW Kiel (@thw_handball) May 19, 2019 Kiel á nokkuð þægilega leiki á eftir gegn Minden og Hannover á heimavelli og Lemgo á útivelli en lærisveinar Alfreðs unnu fyrri leiki liðanna alla nokkuð sannfærandi. Flensburg á aðeins erfiðara prógram eftir en það mætir Stuttgart í næsta leik sem er öruggur sigur en eftir það eru leikir gegn Füchse Berlín á heimavelli og svo gegn spútnikliði Bergischer á útivelli í lokaumferðinni. Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse geta lagt stein í götu Flensburg á leiðinni að titlinum 29. maí og þannig hjálpað Alfreð að kveðja Kiel með Þýskalandsmeistaratitli og sömu sögu má segja um Arnór Þór Gunnarsson og félaga hans í Bergischer. Flensburg vann leikina á móti þessum liðum í fyrri umferðinni nokkuð þægilega og er ansi líklegt til þess að klára mótið með þremur sigrum og vinna deildina annað árið í röð. Alfreð þarf allavega að treysta á hjálp frá íslensku landsliðshornamönnunum.Staðan á toppnum: 1. Flensburg 58 stig (+169) 2. Kiel 56 stig (+180)Síðustu þrír hjá Flensburg: 23.05 Stuttgart - Flensburg (fyrri leikur 29-21 sigur) 29.05 Flensburg - Füchse Berlín (fyrri leikur 30-25 sigur) 09.06 Bergischer - Flensburg (fyrri leikur 25-23 sigur)Síðustu þrír hjá Kiel: 26.05 Kiel - Minden (fyrri leikur 37-29 sigur) 29.05 Lemgo - Kiel (fyrri leikur 28-24 sigur) 09.06 Kiel - Hannover (fyrri leikur 32-25 sigur)
Þýski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira