Bjarki Már og Arnór geta hjálpað Alfreð að landa titlinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2019 14:00 Alfreð hættir með Kiel eftir tímabilið. vísir/getty Alfreð Gíslason vann um helgina EHF-bikarinn með þýska stórveldinu Kiel og er því morgunljóst að hann kveður félagið í sumar með tveimur titlum á þessu tímabili eftir að vinna bikarinn líka. Þetta var hvorki meira né minna en 20. titilinn sem að Alfreð vinnur sem þjálfari Kiel á glæstum ellefu árum hjá félaginu en hann hefur sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari, sex sinnum bikarmeistari, unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum og nú EHF-bikarinn auk fleiri titla. Alfreð hefur ekki gert Kiel að Þýskalandsmeistara síðan árið 2015 og útlitið gæti verið betra þegar að þjár umferðir eru eftir en öll von er ekki úti enn. Flensburg er í toppsætinu, tveimur stigum á undan Kiel þegar að þrjár umferðir og sex stig eru eftir í pottinum.Dieser Moment, in dem die Zeit still zu stehen scheint... Ab 11 Uhr feiert Kiel den EHF-Pokalsieger 2019 in der Forstbaumschule! #WirSindKiel #NurMitEuch #WeisseWand #Alfred20 pic.twitter.com/j2fs6UoicP— THW Kiel (@thw_handball) May 19, 2019 Kiel á nokkuð þægilega leiki á eftir gegn Minden og Hannover á heimavelli og Lemgo á útivelli en lærisveinar Alfreðs unnu fyrri leiki liðanna alla nokkuð sannfærandi. Flensburg á aðeins erfiðara prógram eftir en það mætir Stuttgart í næsta leik sem er öruggur sigur en eftir það eru leikir gegn Füchse Berlín á heimavelli og svo gegn spútnikliði Bergischer á útivelli í lokaumferðinni. Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse geta lagt stein í götu Flensburg á leiðinni að titlinum 29. maí og þannig hjálpað Alfreð að kveðja Kiel með Þýskalandsmeistaratitli og sömu sögu má segja um Arnór Þór Gunnarsson og félaga hans í Bergischer. Flensburg vann leikina á móti þessum liðum í fyrri umferðinni nokkuð þægilega og er ansi líklegt til þess að klára mótið með þremur sigrum og vinna deildina annað árið í röð. Alfreð þarf allavega að treysta á hjálp frá íslensku landsliðshornamönnunum.Staðan á toppnum: 1. Flensburg 58 stig (+169) 2. Kiel 56 stig (+180)Síðustu þrír hjá Flensburg: 23.05 Stuttgart - Flensburg (fyrri leikur 29-21 sigur) 29.05 Flensburg - Füchse Berlín (fyrri leikur 30-25 sigur) 09.06 Bergischer - Flensburg (fyrri leikur 25-23 sigur)Síðustu þrír hjá Kiel: 26.05 Kiel - Minden (fyrri leikur 37-29 sigur) 29.05 Lemgo - Kiel (fyrri leikur 28-24 sigur) 09.06 Kiel - Hannover (fyrri leikur 32-25 sigur) Þýski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Alfreð Gíslason vann um helgina EHF-bikarinn með þýska stórveldinu Kiel og er því morgunljóst að hann kveður félagið í sumar með tveimur titlum á þessu tímabili eftir að vinna bikarinn líka. Þetta var hvorki meira né minna en 20. titilinn sem að Alfreð vinnur sem þjálfari Kiel á glæstum ellefu árum hjá félaginu en hann hefur sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari, sex sinnum bikarmeistari, unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum og nú EHF-bikarinn auk fleiri titla. Alfreð hefur ekki gert Kiel að Þýskalandsmeistara síðan árið 2015 og útlitið gæti verið betra þegar að þjár umferðir eru eftir en öll von er ekki úti enn. Flensburg er í toppsætinu, tveimur stigum á undan Kiel þegar að þrjár umferðir og sex stig eru eftir í pottinum.Dieser Moment, in dem die Zeit still zu stehen scheint... Ab 11 Uhr feiert Kiel den EHF-Pokalsieger 2019 in der Forstbaumschule! #WirSindKiel #NurMitEuch #WeisseWand #Alfred20 pic.twitter.com/j2fs6UoicP— THW Kiel (@thw_handball) May 19, 2019 Kiel á nokkuð þægilega leiki á eftir gegn Minden og Hannover á heimavelli og Lemgo á útivelli en lærisveinar Alfreðs unnu fyrri leiki liðanna alla nokkuð sannfærandi. Flensburg á aðeins erfiðara prógram eftir en það mætir Stuttgart í næsta leik sem er öruggur sigur en eftir það eru leikir gegn Füchse Berlín á heimavelli og svo gegn spútnikliði Bergischer á útivelli í lokaumferðinni. Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse geta lagt stein í götu Flensburg á leiðinni að titlinum 29. maí og þannig hjálpað Alfreð að kveðja Kiel með Þýskalandsmeistaratitli og sömu sögu má segja um Arnór Þór Gunnarsson og félaga hans í Bergischer. Flensburg vann leikina á móti þessum liðum í fyrri umferðinni nokkuð þægilega og er ansi líklegt til þess að klára mótið með þremur sigrum og vinna deildina annað árið í röð. Alfreð þarf allavega að treysta á hjálp frá íslensku landsliðshornamönnunum.Staðan á toppnum: 1. Flensburg 58 stig (+169) 2. Kiel 56 stig (+180)Síðustu þrír hjá Flensburg: 23.05 Stuttgart - Flensburg (fyrri leikur 29-21 sigur) 29.05 Flensburg - Füchse Berlín (fyrri leikur 30-25 sigur) 09.06 Bergischer - Flensburg (fyrri leikur 25-23 sigur)Síðustu þrír hjá Kiel: 26.05 Kiel - Minden (fyrri leikur 37-29 sigur) 29.05 Lemgo - Kiel (fyrri leikur 28-24 sigur) 09.06 Kiel - Hannover (fyrri leikur 32-25 sigur)
Þýski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira