Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2019 17:28 Fyrsti þristurinn í leiðangrinum lenti í gærkvöldi og flaug áfram til Skotlands í dag. Vísir/Vilhelm. Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. Þetta þýðir á fjórði þristurinn mun sennilega þurfa að lenda í Keflavík í kvöld þar sem reglur Reykjavíkurflugvallar banna lendingar þar eftir klukkan 23. Fyrr í dag var sótt um undanþágu frá banninu en Samgöngustofa hafnaði þeirri ósk. Siðdegis á morgun er búist við fimm til sex þristum til viðbótar, en sá fyrsti kom í gærkvöldi og flaug áfram í hádeginu í dag. Flugvélarnar verða væntanlega til sýnis almenningi á miðvikudag en þeim verður lagt á stæði norðan við byggingu Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Stefnt var að því að sýna vélarnar á morgun, þriðjudag, en óvíst að af því verði fyrr en á miðvikudag og verður tímasetning auglýst nánar. Flugmálafélag Íslands, Isavia og fyrirtæki sem annast þjónustu og afgreiðslu ferjuflugvéla á Reykjavíkurflugvelli hafa samvinnu um að taka á móti vélunum og aðstoða hópinn eftir þörfum, samkvæmt upplýsingum Flugmálafélagsins og Þristavinafélagsins.Flugvélunum verður lagt á að aflagða brautarendann norðan við Loftleiðahótelið.Vísir/Vilhelm.Í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni verður efnt til athafnar þar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund og stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Vélar Bandaríkjamanna munu bætast í hóp sams konar véla frá Evrópu og Ástralíu og er þeim stefnt saman í Englandi áður en flogið verður yfir Ermarsund 6. júní. Gert ráð fyrir alls kringum 30 vélum og munu um 250 fallhlífastökkvarar verða með vélunum og lenda á strönd Frakklands. Allar vélarnar eru áratuga gamlar og Þristurinn skipar merkilegan sess í flugsögu heimsins og hafa því einstaklingar sem félög víða um heim kappkostað að viðhalda þessum vélum, halda þeim flughæfum og sýna þær við sérstök tækifæri. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. Þetta þýðir á fjórði þristurinn mun sennilega þurfa að lenda í Keflavík í kvöld þar sem reglur Reykjavíkurflugvallar banna lendingar þar eftir klukkan 23. Fyrr í dag var sótt um undanþágu frá banninu en Samgöngustofa hafnaði þeirri ósk. Siðdegis á morgun er búist við fimm til sex þristum til viðbótar, en sá fyrsti kom í gærkvöldi og flaug áfram í hádeginu í dag. Flugvélarnar verða væntanlega til sýnis almenningi á miðvikudag en þeim verður lagt á stæði norðan við byggingu Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Stefnt var að því að sýna vélarnar á morgun, þriðjudag, en óvíst að af því verði fyrr en á miðvikudag og verður tímasetning auglýst nánar. Flugmálafélag Íslands, Isavia og fyrirtæki sem annast þjónustu og afgreiðslu ferjuflugvéla á Reykjavíkurflugvelli hafa samvinnu um að taka á móti vélunum og aðstoða hópinn eftir þörfum, samkvæmt upplýsingum Flugmálafélagsins og Þristavinafélagsins.Flugvélunum verður lagt á að aflagða brautarendann norðan við Loftleiðahótelið.Vísir/Vilhelm.Í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni verður efnt til athafnar þar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund og stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Vélar Bandaríkjamanna munu bætast í hóp sams konar véla frá Evrópu og Ástralíu og er þeim stefnt saman í Englandi áður en flogið verður yfir Ermarsund 6. júní. Gert ráð fyrir alls kringum 30 vélum og munu um 250 fallhlífastökkvarar verða með vélunum og lenda á strönd Frakklands. Allar vélarnar eru áratuga gamlar og Þristurinn skipar merkilegan sess í flugsögu heimsins og hafa því einstaklingar sem félög víða um heim kappkostað að viðhalda þessum vélum, halda þeim flughæfum og sýna þær við sérstök tækifæri.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15
Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15