Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 23:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti.Nefndin hafði stefnt fyrirtækinu til þess að veita henni aðgang að upplýsingunum en Trump reyndi að fá stefnunni hnekkt fyrir dómstólum.Í niðurstöðu dómsins segir að það sé ljóst að nefndin sé ekki á veiðum eftir einhverjum heldur geti gögnin frá Mazars aðstoðað við lagasetningu, því sé nefndinni heimilt að óska eftir gögnunum. Óhugsandi sé að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti þinginu heimild til þess að fjarlægja forseta úr embætti en meini sama þingi að rannsaka forseta vegna meints ólöglegs athæfis.Mazars hefur sjö daga til þess að afhenda nefndinni gögnin en fastlega er gert ráð fyrir að í millitíðinni muni lögmenn Trump áfrýja niðurstöðu dómsins.Er þetta í fyrsta sinn sem niðurstaða dómstóla liggur fyrir í máli sem tengist því hversu langt þingnefndir Bandaríkjaþings geti gengið í því að rannsaka Trump. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni á síðasta ári hafa þeir boðað fjölmargar rannsóknir á hendur Trump. Trump hefur heitið því að berjast gegn öllum rannsóknum undir stjórn demókrata á þingi sem beinist gegn honum.Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar hefur sagt að nauðsynlegt sé að fá gögnin frá Mazars svo leggja megi mat á það hvort Trump hafi brotið lög eða hvort einhverjir hagsmunaárekstrar séu fyrir hendi vegna viðskiptaveldis Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti.Nefndin hafði stefnt fyrirtækinu til þess að veita henni aðgang að upplýsingunum en Trump reyndi að fá stefnunni hnekkt fyrir dómstólum.Í niðurstöðu dómsins segir að það sé ljóst að nefndin sé ekki á veiðum eftir einhverjum heldur geti gögnin frá Mazars aðstoðað við lagasetningu, því sé nefndinni heimilt að óska eftir gögnunum. Óhugsandi sé að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti þinginu heimild til þess að fjarlægja forseta úr embætti en meini sama þingi að rannsaka forseta vegna meints ólöglegs athæfis.Mazars hefur sjö daga til þess að afhenda nefndinni gögnin en fastlega er gert ráð fyrir að í millitíðinni muni lögmenn Trump áfrýja niðurstöðu dómsins.Er þetta í fyrsta sinn sem niðurstaða dómstóla liggur fyrir í máli sem tengist því hversu langt þingnefndir Bandaríkjaþings geti gengið í því að rannsaka Trump. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni á síðasta ári hafa þeir boðað fjölmargar rannsóknir á hendur Trump. Trump hefur heitið því að berjast gegn öllum rannsóknum undir stjórn demókrata á þingi sem beinist gegn honum.Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar hefur sagt að nauðsynlegt sé að fá gögnin frá Mazars svo leggja megi mat á það hvort Trump hafi brotið lög eða hvort einhverjir hagsmunaárekstrar séu fyrir hendi vegna viðskiptaveldis Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00
Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22