Nýr forseti Úkraínu vill að landar hans taki sér íslenska landsliðið til fyrirmyndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 23:30 Forseti Úkraínu og það sem hann vill meina að eigi að vera fyrirmynd úkraínsku þjóðarinnar, íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Myndin er samsett. Vísir/Getty Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Í ræðu sinni hvatti hann úkraínsku þjóðina til að taka sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrirmyndar.Hinn 41 árs Zelensky vann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði þar sem hann hafði betur gegn sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, með miklum mun. Hefur hann heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu og hélt hann innblásna ræðu er hann tók við embættinu í dag.Þar reyndi hann að hvetja íbúa Úkraínu til dáða og sagði hann mikilvægt að þjóðin stæði saman sem eitt svo byggja mætti betri framtíð fyrir alla Úkraínumenn.„Það eru ekki til litlir Úkraníumenn eða stórir Úkraínumenn, réttir Úkraníumenn eða rangir Úkraníumenn. Við erum allir Úkraníumenn,“ sagði Zelensky. Í ræðu sinni sagði hann að allir sem væru tilbúnir til þess að byggja upp nýja og sterka Úkraínu yrðu velkomnir til Úkraínu.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018.Vísir/gettyMögulega myndu einhverjir hafa sínar efasemdir um að hægt væri að sameina úkraínsku þjóðina enda væri verkefnið stórt, jafn vel ómögulegt. Skorti íbúum Úkraínu innblástur þyfti ekki að leita lengra en til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Munið þið eftir íslenska knattspyrnulandsliðinu á heimsmeistaramótinu? Nemendur, ræstitæknar og flugmenn. Þeir börðust fyrir landið sitt og þeim tókst það, jafn vel þótt enginn hafi haft trú á þeim. Við þurfum að vera eins og íslenska þjóðin er í fótbolta,“ sagði Zelensky. Mögulega hefur forsetinn ekki fengið alveg réttar upplýsingar um atvinnu landsliðsmannanna sem mönnuðu landsliðið á heimsmeistaramótinu, en allir voru þeir atvinnumenn í knattspyrnu ef frá er talinn Birkir Már Sævarsson sem spilar fyrir Val hér heima á Íslandi og starfar einnig hjá Saltverk, eins og víða var fjallað um í tengslum við heimsmeistaramótið sem haldið var í Rússlandi á síðasta ári. Landsliðinu tókst reyndar ekki að endurtaka leikinn á HM frá því á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016 þegar liðið fór alla leið í 8-liða úrslit, en í Rússlandi komst liðið ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir frækna frammistöðu, ekki síst gegn Argentínu.Horfa má ræðu Zelensky hér fyrir neðan. Ummæli hans um íslenska karlalandsliðið má heyra þegar 48.40 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Úkraína Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Í ræðu sinni hvatti hann úkraínsku þjóðina til að taka sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrirmyndar.Hinn 41 árs Zelensky vann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði þar sem hann hafði betur gegn sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, með miklum mun. Hefur hann heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu og hélt hann innblásna ræðu er hann tók við embættinu í dag.Þar reyndi hann að hvetja íbúa Úkraínu til dáða og sagði hann mikilvægt að þjóðin stæði saman sem eitt svo byggja mætti betri framtíð fyrir alla Úkraínumenn.„Það eru ekki til litlir Úkraníumenn eða stórir Úkraínumenn, réttir Úkraníumenn eða rangir Úkraníumenn. Við erum allir Úkraníumenn,“ sagði Zelensky. Í ræðu sinni sagði hann að allir sem væru tilbúnir til þess að byggja upp nýja og sterka Úkraínu yrðu velkomnir til Úkraínu.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018.Vísir/gettyMögulega myndu einhverjir hafa sínar efasemdir um að hægt væri að sameina úkraínsku þjóðina enda væri verkefnið stórt, jafn vel ómögulegt. Skorti íbúum Úkraínu innblástur þyfti ekki að leita lengra en til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Munið þið eftir íslenska knattspyrnulandsliðinu á heimsmeistaramótinu? Nemendur, ræstitæknar og flugmenn. Þeir börðust fyrir landið sitt og þeim tókst það, jafn vel þótt enginn hafi haft trú á þeim. Við þurfum að vera eins og íslenska þjóðin er í fótbolta,“ sagði Zelensky. Mögulega hefur forsetinn ekki fengið alveg réttar upplýsingar um atvinnu landsliðsmannanna sem mönnuðu landsliðið á heimsmeistaramótinu, en allir voru þeir atvinnumenn í knattspyrnu ef frá er talinn Birkir Már Sævarsson sem spilar fyrir Val hér heima á Íslandi og starfar einnig hjá Saltverk, eins og víða var fjallað um í tengslum við heimsmeistaramótið sem haldið var í Rússlandi á síðasta ári. Landsliðinu tókst reyndar ekki að endurtaka leikinn á HM frá því á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016 þegar liðið fór alla leið í 8-liða úrslit, en í Rússlandi komst liðið ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir frækna frammistöðu, ekki síst gegn Argentínu.Horfa má ræðu Zelensky hér fyrir neðan. Ummæli hans um íslenska karlalandsliðið má heyra þegar 48.40 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Úkraína Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira