Þjóðkirkjan stefnir á að kolefnisjafna sig Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. maí 2019 06:15 Prestar Þjóðkirkjunnar settu umhverfismál á oddinn á árlegri Prestastefnu nýverið og stjórnendur kirkjunnar svara kallinu. Fréttablaðið/Ernir Kirkjuráð hefur samþykkt og tekið undir viðamiklar tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Tillögurnar fela í sér skógrækt, endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga kirkjunnar manna og orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð þjóðkirkjunnar hefur samþykkt og tekið undir viðmiklar ályktanir og tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Meðal þeirra eru áform um endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga forsvarsmanna þjóðkirkjunnar og að lýst verði yfir neyðarástandi vegna loftlagsmála. Árleg Prestastefna var haldin í Áskirkju í byrjun mánaðarins en þar koma saman á annað hundrað prestar og djáknar og ræða málefni og stöðu kirkjunnar á Íslandi. Umhverfismálin skipuðu stóran sess á samkomunni í ár. Afraksturinn var svo lagður fyrir kirkjuráð þann 8. maí síðastliðinn til umfjöllunar.Agnes Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð taka undir með Prestastefnu. Fréttablaðið/VilhelmKirkjuráð tekur undir að fara eigi af stað úttekt á því hvaða jarðnæði í eigu þjóðkirkjunnar geti hentað til skógræktar í stórum stíl og til endurheimtar votlendis. Lagt var til að þjóðkirkjan skuldbindi sig til að kolefnisjafna allar ferðir á vegum kirkjustjórnar og prófastsdæma innan þriggja ára, meðal annars með mótvægisaðgerðum í skógrækt eða endurheimt votlendis. Einnig verði söfnuðum og starfsemi þjóðkirkjunnar gert kleift að kolefnisjafna starf sitt á þessum jörðum. Þá verði umhverfisvænir virkjunarkostir jarðanna skoðaðir. Kirkjuráð samþykkir einnig að láta setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á fjórum stöðum í ár í takt við áherslu Prestastefnu á orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð hyggst setja upp hleðslustöðvar við Biskupsgarð í Bergstaðastræti, í Skálholti, á Hólum og við þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju. Þá ætlar kirkjuráð að stefna að því að koma upp hleðslutenglum við prestssetur eftir óskum ábúenda og hvetja sóknarnefndir til að koma sér upp tenglum við kirkjur og safnaðarheimili. Sem fyrr segir var ályktun Prestastefnu í umhverfismálum ansi viðamikil en þar var meðal annars samþykkt að taka undir með Landvernd og lýsa yfir neyðarástandi vegna stöðunnar í loftslagsmálum. Prestar hvetja svo flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja flugferðir til og frá landinu að innleiða í kaupferli flugmiða kolefnisjöfnun á viðkomandi ferð. Kirkjuráð mun í kjölfarið fela starfshópum sínum að taka ályktunina til umfjöllunar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Kirkjuráð hefur samþykkt og tekið undir viðamiklar tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Tillögurnar fela í sér skógrækt, endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga kirkjunnar manna og orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð þjóðkirkjunnar hefur samþykkt og tekið undir viðmiklar ályktanir og tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Meðal þeirra eru áform um endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga forsvarsmanna þjóðkirkjunnar og að lýst verði yfir neyðarástandi vegna loftlagsmála. Árleg Prestastefna var haldin í Áskirkju í byrjun mánaðarins en þar koma saman á annað hundrað prestar og djáknar og ræða málefni og stöðu kirkjunnar á Íslandi. Umhverfismálin skipuðu stóran sess á samkomunni í ár. Afraksturinn var svo lagður fyrir kirkjuráð þann 8. maí síðastliðinn til umfjöllunar.Agnes Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð taka undir með Prestastefnu. Fréttablaðið/VilhelmKirkjuráð tekur undir að fara eigi af stað úttekt á því hvaða jarðnæði í eigu þjóðkirkjunnar geti hentað til skógræktar í stórum stíl og til endurheimtar votlendis. Lagt var til að þjóðkirkjan skuldbindi sig til að kolefnisjafna allar ferðir á vegum kirkjustjórnar og prófastsdæma innan þriggja ára, meðal annars með mótvægisaðgerðum í skógrækt eða endurheimt votlendis. Einnig verði söfnuðum og starfsemi þjóðkirkjunnar gert kleift að kolefnisjafna starf sitt á þessum jörðum. Þá verði umhverfisvænir virkjunarkostir jarðanna skoðaðir. Kirkjuráð samþykkir einnig að láta setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á fjórum stöðum í ár í takt við áherslu Prestastefnu á orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð hyggst setja upp hleðslustöðvar við Biskupsgarð í Bergstaðastræti, í Skálholti, á Hólum og við þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju. Þá ætlar kirkjuráð að stefna að því að koma upp hleðslutenglum við prestssetur eftir óskum ábúenda og hvetja sóknarnefndir til að koma sér upp tenglum við kirkjur og safnaðarheimili. Sem fyrr segir var ályktun Prestastefnu í umhverfismálum ansi viðamikil en þar var meðal annars samþykkt að taka undir með Landvernd og lýsa yfir neyðarástandi vegna stöðunnar í loftslagsmálum. Prestar hvetja svo flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja flugferðir til og frá landinu að innleiða í kaupferli flugmiða kolefnisjöfnun á viðkomandi ferð. Kirkjuráð mun í kjölfarið fela starfshópum sínum að taka ályktunina til umfjöllunar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira