Handbolti

Ágúst Elí og félagar fengu skell í öðrum leik úrslitanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Elí á æfingu með íslenska landsliðinu.
Ágúst Elí á æfingu með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Allt er jafnt í úrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta þar sem Sävehof og Alingsås eigast við. Ágúst Elí Björgvinsson varði mark Sävehof.

Sävehof vann fyrsta leik liðanna en Alingsås jafnaði metin með sigri í öðrum leik liðanna í kvöld, 22-16.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og Sävehof var meðal annars yfir 4-2 og svo 7-6. Ekki var mikið skorað í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 9-8 fyrir Alingsås.

Þeir stigu svo enn frekar á bensíngjöfina í síðari hálfleik og hertu tökin en Ágúst og félagar gáfu eftir. Lokatölur 22-16.

Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöldið en þá mætast liðin á nýjan leik á heimavelli Alingsås. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×