Arion tók þátt í 3,7 milljarða hlutafjáraukningu Stoða Hörður Ægisson skrifar 22. maí 2019 06:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða. Arion banki, næststærsti hluthafi Stoða, tók þátt í nýafstaðinni hlutafjáraukningu fjárfestingafélagsins með því að leggja félaginu til rúmlega 700 milljónir króna í nýtt hlutafé og hið sama gerðu ýmsir lífeyrissjóðir sem eiga hver um sig lítinn hluta í Stoðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og hefur á síðustu vikum fjárfest í Símanum og Arion banka fyrir samanlagt um 9 milljarða, nemur núna liðlega 20 prósentum. Landsbankinn, þriðji stærsti hluthafi Stoða, ákvað hins vegar að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni, sem fór fram með forgangsréttarútboði til hluthafa og lauk síðastliðinn fimmtudag, en bankinn átti um 15 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu fyrir útboðið. Samtals söfnuðust um 3,7 milljarðar króna í forgangsréttarútboðinu, samkvæmt heimildum Markaðarins, en hluthafar gátu greitt fyrir nýja hluti í félaginu með bæði reiðufé eða hlutabréfum. Hluthafar sem áttu um 85 prósent af útistandandi hlutafé félagsins tóku þátt í útboðinu. Eigið fé Stoða var 18,3 milljarðar króna í lok mars og nemur því núna eftir hlutafjáraukninguna, sem var ætlað að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins, um 22 milljörðum króna. Markaðurinn upplýsti um það fyrir viku að Stoðir hefðu í hyggju að auka hlutafé félagsins um allt að fjóra milljarða króna. Þá var einnig greint frá því að þreifingar hefðu átt sér stað að undanförnu við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Eignarhaldsfélagið S121, sem fer með meirihluta í Stoðum, lagði félaginu til um 2,3 milljarða króna í nýtt hlutafé og á núna um 64,6 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu, eins og greint var frá í flöggun til Kauphallarinnar í liðinni viku. Félögin Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Stoða, Einir, sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns í TM, og Riverside Capital, sem er í eigu Örvars Kjærnested, stjórnarformanns TM, greiddu fyrir hlutafjárhækkun S121 í Stoðum með öllum bréfum sínum í tryggingafélaginu. Í kjölfarið eru Stoðir nú stærsti hluthafi TM með um tíu prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Arion banki, næststærsti hluthafi Stoða, tók þátt í nýafstaðinni hlutafjáraukningu fjárfestingafélagsins með því að leggja félaginu til rúmlega 700 milljónir króna í nýtt hlutafé og hið sama gerðu ýmsir lífeyrissjóðir sem eiga hver um sig lítinn hluta í Stoðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og hefur á síðustu vikum fjárfest í Símanum og Arion banka fyrir samanlagt um 9 milljarða, nemur núna liðlega 20 prósentum. Landsbankinn, þriðji stærsti hluthafi Stoða, ákvað hins vegar að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni, sem fór fram með forgangsréttarútboði til hluthafa og lauk síðastliðinn fimmtudag, en bankinn átti um 15 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu fyrir útboðið. Samtals söfnuðust um 3,7 milljarðar króna í forgangsréttarútboðinu, samkvæmt heimildum Markaðarins, en hluthafar gátu greitt fyrir nýja hluti í félaginu með bæði reiðufé eða hlutabréfum. Hluthafar sem áttu um 85 prósent af útistandandi hlutafé félagsins tóku þátt í útboðinu. Eigið fé Stoða var 18,3 milljarðar króna í lok mars og nemur því núna eftir hlutafjáraukninguna, sem var ætlað að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins, um 22 milljörðum króna. Markaðurinn upplýsti um það fyrir viku að Stoðir hefðu í hyggju að auka hlutafé félagsins um allt að fjóra milljarða króna. Þá var einnig greint frá því að þreifingar hefðu átt sér stað að undanförnu við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Eignarhaldsfélagið S121, sem fer með meirihluta í Stoðum, lagði félaginu til um 2,3 milljarða króna í nýtt hlutafé og á núna um 64,6 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu, eins og greint var frá í flöggun til Kauphallarinnar í liðinni viku. Félögin Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Stoða, Einir, sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns í TM, og Riverside Capital, sem er í eigu Örvars Kjærnested, stjórnarformanns TM, greiddu fyrir hlutafjárhækkun S121 í Stoðum með öllum bréfum sínum í tryggingafélaginu. Í kjölfarið eru Stoðir nú stærsti hluthafi TM með um tíu prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45
Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15