Frábært að fá þessa leiki Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2019 16:00 Benedikt Guðmundsson ræðir hér við leikmenn sína í æfingabúðum landsliðsins á dögunum. Mynd/KKÍ Körfubolti Fyrsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar hefst eftir helgi þegar Ísland hefur leik á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Þar mætir íslenska liðið Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á fimm dögum og fær sigurvegari riðilsins gullverðlaunin að launum. Þetta eru fyrstu leikir liðsins eftir að Benedikt tók við liðinu af Ívari Ásgrímssyni fyrr í vetur. Alls voru 25 leikmenn í fyrsta æfingahóp liðsins sem hefur æft saman undanfarnar tvær vikur áður en þjálfarateymið tilkynnti tólf manna lokahóp í vikunni. Að sögn Benedikts gengu æfingarnar vel og náðist góður árangur þrátt fyrir að tíminn væri knappur. „Hingað til hefur allt gengið vel. Auðvitað þegar maður kemur nýr inn er margt sem maður vill leggja áherslu á. Við erum búin að fara vel yfir þá hluti í vörn og sókn sem við viljum leggja áherslu á í leikjum. Maður þarf að líka að vera varkár og reyna ekki að koma að of miklum upplýsingum í einu sem getur flækst fyrir.“ Aðspurður segist Benedikt hafa átt erfitt með að skera niður í tólf leikmenn fyrir Smáþjóðaleikana. „Það var erfitt að skera niður, við vildum skoða marga leikmenn, þar á meðal stelpur sem voru ekki á Íslandi í vetur. Við vildum sjá hverjar myndu henta vel inn í það sem við ætlum að gera. Þetta er búið að vera smá púsluspil að finna þá leikmenn sem henta í það sem við viljum gera. Við byrjum í raun á núlli sem nýtt þjálfarateymi og það fengu allir leikmennirnir tækifæri.“ Ísland hefur leik gegn Möltu, liði sem vann stórsigur á Íslandi síðast þegar liðin mættust á Smáþjóðaleikunum. „Við erum búin að kynna okkur Möltu vel og Svartfjallaland þekkjum við ágætlega. Hin liðin munum við skoða nánar þegar við komum út til Svartfjallalands.“ Benedikt tekur því fagnandi að fá þessa leiki sem undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í vetur. „Það er frábært að fá þessa keppnisleiki. Það hefði ekki verið gott að byrja strax á leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Við viljum prófa ákveðna leikmenn og ákveðna hluti inni á vellinum og á sama tíma lærir maður sem þjálfari inn á leikmenn sína í leikjum og þær inn á það sem við ætlumst til af þeim. Fyrir okkur í þjálfarateyminu er frábært að fá leikina á Smáþjóðaleikunum,“ segir Benedikt og bætir við: „Svartfjallaland hefur ekki alltaf sent lið til keppni en ég fagna því að þær verði með. Þær eru að fara á EM og verða erfiðar viðureignar. Auðvitað minnka líkurnar á því að við vinnum mótið en ég er ekki bara að horfa á það í hvaða sæti við lendum, ég er meira að horfa á að liðið taki framförum og komi fyrir vikið enn sterkara inn þegar undankeppni EM hefst.“ Tveir nýliðar eru í hópnum. „Þóranna er búin að vera mikið meidd í vetur en heillaði okkur upp úr skónum á æfingunum rétt eins og Sigrún. Þær hafa báðar verið mjög flottar á æfingum og það verður gaman að sjá þær þegar komið er í leikina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Körfubolti Fyrsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar hefst eftir helgi þegar Ísland hefur leik á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Þar mætir íslenska liðið Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á fimm dögum og fær sigurvegari riðilsins gullverðlaunin að launum. Þetta eru fyrstu leikir liðsins eftir að Benedikt tók við liðinu af Ívari Ásgrímssyni fyrr í vetur. Alls voru 25 leikmenn í fyrsta æfingahóp liðsins sem hefur æft saman undanfarnar tvær vikur áður en þjálfarateymið tilkynnti tólf manna lokahóp í vikunni. Að sögn Benedikts gengu æfingarnar vel og náðist góður árangur þrátt fyrir að tíminn væri knappur. „Hingað til hefur allt gengið vel. Auðvitað þegar maður kemur nýr inn er margt sem maður vill leggja áherslu á. Við erum búin að fara vel yfir þá hluti í vörn og sókn sem við viljum leggja áherslu á í leikjum. Maður þarf að líka að vera varkár og reyna ekki að koma að of miklum upplýsingum í einu sem getur flækst fyrir.“ Aðspurður segist Benedikt hafa átt erfitt með að skera niður í tólf leikmenn fyrir Smáþjóðaleikana. „Það var erfitt að skera niður, við vildum skoða marga leikmenn, þar á meðal stelpur sem voru ekki á Íslandi í vetur. Við vildum sjá hverjar myndu henta vel inn í það sem við ætlum að gera. Þetta er búið að vera smá púsluspil að finna þá leikmenn sem henta í það sem við viljum gera. Við byrjum í raun á núlli sem nýtt þjálfarateymi og það fengu allir leikmennirnir tækifæri.“ Ísland hefur leik gegn Möltu, liði sem vann stórsigur á Íslandi síðast þegar liðin mættust á Smáþjóðaleikunum. „Við erum búin að kynna okkur Möltu vel og Svartfjallaland þekkjum við ágætlega. Hin liðin munum við skoða nánar þegar við komum út til Svartfjallalands.“ Benedikt tekur því fagnandi að fá þessa leiki sem undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í vetur. „Það er frábært að fá þessa keppnisleiki. Það hefði ekki verið gott að byrja strax á leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Við viljum prófa ákveðna leikmenn og ákveðna hluti inni á vellinum og á sama tíma lærir maður sem þjálfari inn á leikmenn sína í leikjum og þær inn á það sem við ætlumst til af þeim. Fyrir okkur í þjálfarateyminu er frábært að fá leikina á Smáþjóðaleikunum,“ segir Benedikt og bætir við: „Svartfjallaland hefur ekki alltaf sent lið til keppni en ég fagna því að þær verði með. Þær eru að fara á EM og verða erfiðar viðureignar. Auðvitað minnka líkurnar á því að við vinnum mótið en ég er ekki bara að horfa á það í hvaða sæti við lendum, ég er meira að horfa á að liðið taki framförum og komi fyrir vikið enn sterkara inn þegar undankeppni EM hefst.“ Tveir nýliðar eru í hópnum. „Þóranna er búin að vera mikið meidd í vetur en heillaði okkur upp úr skónum á æfingunum rétt eins og Sigrún. Þær hafa báðar verið mjög flottar á æfingum og það verður gaman að sjá þær þegar komið er í leikina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti