Frábært að fá þessa leiki Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2019 16:00 Benedikt Guðmundsson ræðir hér við leikmenn sína í æfingabúðum landsliðsins á dögunum. Mynd/KKÍ Körfubolti Fyrsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar hefst eftir helgi þegar Ísland hefur leik á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Þar mætir íslenska liðið Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á fimm dögum og fær sigurvegari riðilsins gullverðlaunin að launum. Þetta eru fyrstu leikir liðsins eftir að Benedikt tók við liðinu af Ívari Ásgrímssyni fyrr í vetur. Alls voru 25 leikmenn í fyrsta æfingahóp liðsins sem hefur æft saman undanfarnar tvær vikur áður en þjálfarateymið tilkynnti tólf manna lokahóp í vikunni. Að sögn Benedikts gengu æfingarnar vel og náðist góður árangur þrátt fyrir að tíminn væri knappur. „Hingað til hefur allt gengið vel. Auðvitað þegar maður kemur nýr inn er margt sem maður vill leggja áherslu á. Við erum búin að fara vel yfir þá hluti í vörn og sókn sem við viljum leggja áherslu á í leikjum. Maður þarf að líka að vera varkár og reyna ekki að koma að of miklum upplýsingum í einu sem getur flækst fyrir.“ Aðspurður segist Benedikt hafa átt erfitt með að skera niður í tólf leikmenn fyrir Smáþjóðaleikana. „Það var erfitt að skera niður, við vildum skoða marga leikmenn, þar á meðal stelpur sem voru ekki á Íslandi í vetur. Við vildum sjá hverjar myndu henta vel inn í það sem við ætlum að gera. Þetta er búið að vera smá púsluspil að finna þá leikmenn sem henta í það sem við viljum gera. Við byrjum í raun á núlli sem nýtt þjálfarateymi og það fengu allir leikmennirnir tækifæri.“ Ísland hefur leik gegn Möltu, liði sem vann stórsigur á Íslandi síðast þegar liðin mættust á Smáþjóðaleikunum. „Við erum búin að kynna okkur Möltu vel og Svartfjallaland þekkjum við ágætlega. Hin liðin munum við skoða nánar þegar við komum út til Svartfjallalands.“ Benedikt tekur því fagnandi að fá þessa leiki sem undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í vetur. „Það er frábært að fá þessa keppnisleiki. Það hefði ekki verið gott að byrja strax á leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Við viljum prófa ákveðna leikmenn og ákveðna hluti inni á vellinum og á sama tíma lærir maður sem þjálfari inn á leikmenn sína í leikjum og þær inn á það sem við ætlumst til af þeim. Fyrir okkur í þjálfarateyminu er frábært að fá leikina á Smáþjóðaleikunum,“ segir Benedikt og bætir við: „Svartfjallaland hefur ekki alltaf sent lið til keppni en ég fagna því að þær verði með. Þær eru að fara á EM og verða erfiðar viðureignar. Auðvitað minnka líkurnar á því að við vinnum mótið en ég er ekki bara að horfa á það í hvaða sæti við lendum, ég er meira að horfa á að liðið taki framförum og komi fyrir vikið enn sterkara inn þegar undankeppni EM hefst.“ Tveir nýliðar eru í hópnum. „Þóranna er búin að vera mikið meidd í vetur en heillaði okkur upp úr skónum á æfingunum rétt eins og Sigrún. Þær hafa báðar verið mjög flottar á æfingum og það verður gaman að sjá þær þegar komið er í leikina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira
Körfubolti Fyrsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar hefst eftir helgi þegar Ísland hefur leik á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Þar mætir íslenska liðið Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á fimm dögum og fær sigurvegari riðilsins gullverðlaunin að launum. Þetta eru fyrstu leikir liðsins eftir að Benedikt tók við liðinu af Ívari Ásgrímssyni fyrr í vetur. Alls voru 25 leikmenn í fyrsta æfingahóp liðsins sem hefur æft saman undanfarnar tvær vikur áður en þjálfarateymið tilkynnti tólf manna lokahóp í vikunni. Að sögn Benedikts gengu æfingarnar vel og náðist góður árangur þrátt fyrir að tíminn væri knappur. „Hingað til hefur allt gengið vel. Auðvitað þegar maður kemur nýr inn er margt sem maður vill leggja áherslu á. Við erum búin að fara vel yfir þá hluti í vörn og sókn sem við viljum leggja áherslu á í leikjum. Maður þarf að líka að vera varkár og reyna ekki að koma að of miklum upplýsingum í einu sem getur flækst fyrir.“ Aðspurður segist Benedikt hafa átt erfitt með að skera niður í tólf leikmenn fyrir Smáþjóðaleikana. „Það var erfitt að skera niður, við vildum skoða marga leikmenn, þar á meðal stelpur sem voru ekki á Íslandi í vetur. Við vildum sjá hverjar myndu henta vel inn í það sem við ætlum að gera. Þetta er búið að vera smá púsluspil að finna þá leikmenn sem henta í það sem við viljum gera. Við byrjum í raun á núlli sem nýtt þjálfarateymi og það fengu allir leikmennirnir tækifæri.“ Ísland hefur leik gegn Möltu, liði sem vann stórsigur á Íslandi síðast þegar liðin mættust á Smáþjóðaleikunum. „Við erum búin að kynna okkur Möltu vel og Svartfjallaland þekkjum við ágætlega. Hin liðin munum við skoða nánar þegar við komum út til Svartfjallalands.“ Benedikt tekur því fagnandi að fá þessa leiki sem undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í vetur. „Það er frábært að fá þessa keppnisleiki. Það hefði ekki verið gott að byrja strax á leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Við viljum prófa ákveðna leikmenn og ákveðna hluti inni á vellinum og á sama tíma lærir maður sem þjálfari inn á leikmenn sína í leikjum og þær inn á það sem við ætlumst til af þeim. Fyrir okkur í þjálfarateyminu er frábært að fá leikina á Smáþjóðaleikunum,“ segir Benedikt og bætir við: „Svartfjallaland hefur ekki alltaf sent lið til keppni en ég fagna því að þær verði með. Þær eru að fara á EM og verða erfiðar viðureignar. Auðvitað minnka líkurnar á því að við vinnum mótið en ég er ekki bara að horfa á það í hvaða sæti við lendum, ég er meira að horfa á að liðið taki framförum og komi fyrir vikið enn sterkara inn þegar undankeppni EM hefst.“ Tveir nýliðar eru í hópnum. „Þóranna er búin að vera mikið meidd í vetur en heillaði okkur upp úr skónum á æfingunum rétt eins og Sigrún. Þær hafa báðar verið mjög flottar á æfingum og það verður gaman að sjá þær þegar komið er í leikina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira