BBC mætti óvænt með verðlaunin til hennar í Osló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 08:30 Ada Hegerberg fagnar þrennu og sigri í Meistaradeild með fjölskyldu sinni í stúkunni. Getty/Harold Cunningham Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg safnar að sér verðlaunum þessa dagana en nú síðast var hún kosin knattspyrnukonan ársins hjá breska ríkisútvarpinu. Það var almenningur út um allan heim sem kaus og niðurstaðan var kunngjörð aðeins fjórum dögum eftir að Ada Hegerberg skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin danska Pernille Harder varð önnur í kjörinu en þriðja var hin ástralska Sam Kerr. Þær sem komu líka til greina voru Saki Kumagai frá Japan og Lindsey Horan frá Bandaríkjunum. Ada Hegerberg var komin heim frá ævintýraförinni til Búdapest þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram um síðustu helgi. Fulltrúar breska ríkisútvarpsins komu henni á óvart með því að mæta með verðlaunin til hennar í Osló eins og sjá má hér fyrir neðan.This is the moment we surprised @AdaStolsmo with her award in Oslo...#BBCWFOTY#ChangeTheGamepic.twitter.com/7DxskSkJqj — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er heiður fyrir mig að vinna þessi verðlaun í annað skiptið,“ sagði Ada Hegerberg sem fékk þau einnig árið 2007. „Saki er herbergisfélaginn minn. Ég þekki hennar kosti og hvað hún hefur gefið félaginu. Hún er líka fyrirliði japanska landsliðsins sem segir sína sögu,“ sagði Ada Hegerberg um Saki Kumagai sem spilar með henni hjá Lyon. „Sam og Pernille eru líka í allra fremstu röð eins og Lindsey. Það er mjög sérstök tilfinning að vinna aftur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg skoraði 53 mörk í öllum keppnum fyrir Lyon-liðið tímabilið 2017-18 þar á meðal fimmtán mörk í Meistaradeildinni. Lyon vann þá þrennuna sem það endurtók á þessu tímabili. Ada Hegerberg vinnur ekki flerii verðlaun í sumar því hún er komin í sumarfrí. Hún afþakkaði boð um að leika með norska landsliðið á HM í Frakklandi af því að hún er ósátt með knattspyrnusamband landsins. Ada Hegerberg finnst konurnar ekki fá sama stuðning og karlarnir hjá norska sambandinu.We're pleased to announce that the winner of the BBC Women's Footballer of the Year award 2019 is... ADA HEGERBERGhttps://t.co/JPK3xzXCWh#bbcwfoty#ChangeTheGamepic.twitter.com/pA9uyssEug — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg safnar að sér verðlaunum þessa dagana en nú síðast var hún kosin knattspyrnukonan ársins hjá breska ríkisútvarpinu. Það var almenningur út um allan heim sem kaus og niðurstaðan var kunngjörð aðeins fjórum dögum eftir að Ada Hegerberg skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin danska Pernille Harder varð önnur í kjörinu en þriðja var hin ástralska Sam Kerr. Þær sem komu líka til greina voru Saki Kumagai frá Japan og Lindsey Horan frá Bandaríkjunum. Ada Hegerberg var komin heim frá ævintýraförinni til Búdapest þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram um síðustu helgi. Fulltrúar breska ríkisútvarpsins komu henni á óvart með því að mæta með verðlaunin til hennar í Osló eins og sjá má hér fyrir neðan.This is the moment we surprised @AdaStolsmo with her award in Oslo...#BBCWFOTY#ChangeTheGamepic.twitter.com/7DxskSkJqj — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er heiður fyrir mig að vinna þessi verðlaun í annað skiptið,“ sagði Ada Hegerberg sem fékk þau einnig árið 2007. „Saki er herbergisfélaginn minn. Ég þekki hennar kosti og hvað hún hefur gefið félaginu. Hún er líka fyrirliði japanska landsliðsins sem segir sína sögu,“ sagði Ada Hegerberg um Saki Kumagai sem spilar með henni hjá Lyon. „Sam og Pernille eru líka í allra fremstu röð eins og Lindsey. Það er mjög sérstök tilfinning að vinna aftur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg skoraði 53 mörk í öllum keppnum fyrir Lyon-liðið tímabilið 2017-18 þar á meðal fimmtán mörk í Meistaradeildinni. Lyon vann þá þrennuna sem það endurtók á þessu tímabili. Ada Hegerberg vinnur ekki flerii verðlaun í sumar því hún er komin í sumarfrí. Hún afþakkaði boð um að leika með norska landsliðið á HM í Frakklandi af því að hún er ósátt með knattspyrnusamband landsins. Ada Hegerberg finnst konurnar ekki fá sama stuðning og karlarnir hjá norska sambandinu.We're pleased to announce that the winner of the BBC Women's Footballer of the Year award 2019 is... ADA HEGERBERGhttps://t.co/JPK3xzXCWh#bbcwfoty#ChangeTheGamepic.twitter.com/pA9uyssEug — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira