BBC mætti óvænt með verðlaunin til hennar í Osló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 08:30 Ada Hegerberg fagnar þrennu og sigri í Meistaradeild með fjölskyldu sinni í stúkunni. Getty/Harold Cunningham Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg safnar að sér verðlaunum þessa dagana en nú síðast var hún kosin knattspyrnukonan ársins hjá breska ríkisútvarpinu. Það var almenningur út um allan heim sem kaus og niðurstaðan var kunngjörð aðeins fjórum dögum eftir að Ada Hegerberg skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin danska Pernille Harder varð önnur í kjörinu en þriðja var hin ástralska Sam Kerr. Þær sem komu líka til greina voru Saki Kumagai frá Japan og Lindsey Horan frá Bandaríkjunum. Ada Hegerberg var komin heim frá ævintýraförinni til Búdapest þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram um síðustu helgi. Fulltrúar breska ríkisútvarpsins komu henni á óvart með því að mæta með verðlaunin til hennar í Osló eins og sjá má hér fyrir neðan.This is the moment we surprised @AdaStolsmo with her award in Oslo...#BBCWFOTY#ChangeTheGamepic.twitter.com/7DxskSkJqj — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er heiður fyrir mig að vinna þessi verðlaun í annað skiptið,“ sagði Ada Hegerberg sem fékk þau einnig árið 2007. „Saki er herbergisfélaginn minn. Ég þekki hennar kosti og hvað hún hefur gefið félaginu. Hún er líka fyrirliði japanska landsliðsins sem segir sína sögu,“ sagði Ada Hegerberg um Saki Kumagai sem spilar með henni hjá Lyon. „Sam og Pernille eru líka í allra fremstu röð eins og Lindsey. Það er mjög sérstök tilfinning að vinna aftur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg skoraði 53 mörk í öllum keppnum fyrir Lyon-liðið tímabilið 2017-18 þar á meðal fimmtán mörk í Meistaradeildinni. Lyon vann þá þrennuna sem það endurtók á þessu tímabili. Ada Hegerberg vinnur ekki flerii verðlaun í sumar því hún er komin í sumarfrí. Hún afþakkaði boð um að leika með norska landsliðið á HM í Frakklandi af því að hún er ósátt með knattspyrnusamband landsins. Ada Hegerberg finnst konurnar ekki fá sama stuðning og karlarnir hjá norska sambandinu.We're pleased to announce that the winner of the BBC Women's Footballer of the Year award 2019 is... ADA HEGERBERGhttps://t.co/JPK3xzXCWh#bbcwfoty#ChangeTheGamepic.twitter.com/pA9uyssEug — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg safnar að sér verðlaunum þessa dagana en nú síðast var hún kosin knattspyrnukonan ársins hjá breska ríkisútvarpinu. Það var almenningur út um allan heim sem kaus og niðurstaðan var kunngjörð aðeins fjórum dögum eftir að Ada Hegerberg skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin danska Pernille Harder varð önnur í kjörinu en þriðja var hin ástralska Sam Kerr. Þær sem komu líka til greina voru Saki Kumagai frá Japan og Lindsey Horan frá Bandaríkjunum. Ada Hegerberg var komin heim frá ævintýraförinni til Búdapest þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram um síðustu helgi. Fulltrúar breska ríkisútvarpsins komu henni á óvart með því að mæta með verðlaunin til hennar í Osló eins og sjá má hér fyrir neðan.This is the moment we surprised @AdaStolsmo with her award in Oslo...#BBCWFOTY#ChangeTheGamepic.twitter.com/7DxskSkJqj — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er heiður fyrir mig að vinna þessi verðlaun í annað skiptið,“ sagði Ada Hegerberg sem fékk þau einnig árið 2007. „Saki er herbergisfélaginn minn. Ég þekki hennar kosti og hvað hún hefur gefið félaginu. Hún er líka fyrirliði japanska landsliðsins sem segir sína sögu,“ sagði Ada Hegerberg um Saki Kumagai sem spilar með henni hjá Lyon. „Sam og Pernille eru líka í allra fremstu röð eins og Lindsey. Það er mjög sérstök tilfinning að vinna aftur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg skoraði 53 mörk í öllum keppnum fyrir Lyon-liðið tímabilið 2017-18 þar á meðal fimmtán mörk í Meistaradeildinni. Lyon vann þá þrennuna sem það endurtók á þessu tímabili. Ada Hegerberg vinnur ekki flerii verðlaun í sumar því hún er komin í sumarfrí. Hún afþakkaði boð um að leika með norska landsliðið á HM í Frakklandi af því að hún er ósátt með knattspyrnusamband landsins. Ada Hegerberg finnst konurnar ekki fá sama stuðning og karlarnir hjá norska sambandinu.We're pleased to announce that the winner of the BBC Women's Footballer of the Year award 2019 is... ADA HEGERBERGhttps://t.co/JPK3xzXCWh#bbcwfoty#ChangeTheGamepic.twitter.com/pA9uyssEug — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sjá meira