Landsliðskona vill frekari rannsóknir á tengslum krossbandsslita og tíðahringsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 15:30 Jordan Nobbs missti af stærstu hluta tímabilsins með Arsenal og missir líka af HM í Frakklandi í sumar. Vísir/Getty Ensk landsliðskona í knattspyrnu sér mikil tengsl á milli krossbandsslita og tíðahringsins eftir að hafa fundið það á eigin skinni. Jordan Nobbs er frábær leikmaður en hún missir af HM kvenna í Frakklandi í sumar vegna slíkra hnémeiðsla. Hún er leikmaður Englandsmeistara Arsenal og enska landsliðsins. Hin 26 ára gamli miðjumaður hefur ekkert spilað síðan í nóvember þegar hún sleit krossband í leik á móti Everton.England and Arsenal midfielder Jordan Nobbs has called for more research into the links between cruciate knee ligament injuries and menstrual cycles. More https://t.co/PaBg2cGf8d#ChangeTheGamepic.twitter.com/FC9rlIwUFe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Nobbs er á því að tíðahringurinn hafi haft mikil áhrif þegar hún meiddist. Hún byrjaði á túr um morguninn á sama degi og hún sleit krossbandið á móti Everton. „Áður en ég meiddist þá vissi ég ekki af því að margar konur hafi slitið krossband þegar þær eru á túr,“ sagði Jordan Nobbs í viðtali við breska ríkisútvarpið. Rannsóknir benda til þess að krossbandsslit, alvarlegustu hnémeiðslin, séu algengari hjá konum en körlum. Ein af ástæðunum er að estrógen, hormón sem losnar þegar konur eru á túr, getur aukið á teygjanleika liðamóta. Það eykur síðan líkurnar á alvarlegri meiðslum þegar íþróttamaður snýr upp á hnéð. „Ég var mjög þreytt þessa viku og þetta var fyrsti dagurinn minn á túr. Ég er ekki að segja að þetta sé ástæðan en dæmin sýna að svo margar konur hafa meiðst svona á hné þegar þær voru á túr,“ sagði Jordan Nobbs sem er varafyrirliði enska landsliðsins þegar hún er heil.Jordan Nobbs thinks period was a "very high factor" in her picking up a knee injury. The Arsenal midfielder now wants more research to be done into the issue. More https://t.co/KJvEROyrok#ChangeTheGamepic.twitter.com/gndL2Y6PXe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Jordan Nobbs vill frekari rannsóknir á tíðahringnum og krossbandsslitum. „Ég vissi ekki mikið um krossbandið og bjóst aldrei við að slíta mitt. Það var barnalegt hjá mér,“ sagði Nobbs sem hefur spilað 56 leiki fyrir enska landsliðið. „Hvað vita félögin okkar, sjúkraþjálfararnir og vísindamennirnir mikið um stöðu mála þegar við erum á túr? Það þurfa að vera frekari rannsóknir á þessu svo að við getum passað upp á að íþróttafólk geri allt rétt til að minnka líkurnar á hnémeiðslum,“ sagði Nobbs. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Ensk landsliðskona í knattspyrnu sér mikil tengsl á milli krossbandsslita og tíðahringsins eftir að hafa fundið það á eigin skinni. Jordan Nobbs er frábær leikmaður en hún missir af HM kvenna í Frakklandi í sumar vegna slíkra hnémeiðsla. Hún er leikmaður Englandsmeistara Arsenal og enska landsliðsins. Hin 26 ára gamli miðjumaður hefur ekkert spilað síðan í nóvember þegar hún sleit krossband í leik á móti Everton.England and Arsenal midfielder Jordan Nobbs has called for more research into the links between cruciate knee ligament injuries and menstrual cycles. More https://t.co/PaBg2cGf8d#ChangeTheGamepic.twitter.com/FC9rlIwUFe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Nobbs er á því að tíðahringurinn hafi haft mikil áhrif þegar hún meiddist. Hún byrjaði á túr um morguninn á sama degi og hún sleit krossbandið á móti Everton. „Áður en ég meiddist þá vissi ég ekki af því að margar konur hafi slitið krossband þegar þær eru á túr,“ sagði Jordan Nobbs í viðtali við breska ríkisútvarpið. Rannsóknir benda til þess að krossbandsslit, alvarlegustu hnémeiðslin, séu algengari hjá konum en körlum. Ein af ástæðunum er að estrógen, hormón sem losnar þegar konur eru á túr, getur aukið á teygjanleika liðamóta. Það eykur síðan líkurnar á alvarlegri meiðslum þegar íþróttamaður snýr upp á hnéð. „Ég var mjög þreytt þessa viku og þetta var fyrsti dagurinn minn á túr. Ég er ekki að segja að þetta sé ástæðan en dæmin sýna að svo margar konur hafa meiðst svona á hné þegar þær voru á túr,“ sagði Jordan Nobbs sem er varafyrirliði enska landsliðsins þegar hún er heil.Jordan Nobbs thinks period was a "very high factor" in her picking up a knee injury. The Arsenal midfielder now wants more research to be done into the issue. More https://t.co/KJvEROyrok#ChangeTheGamepic.twitter.com/gndL2Y6PXe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Jordan Nobbs vill frekari rannsóknir á tíðahringnum og krossbandsslitum. „Ég vissi ekki mikið um krossbandið og bjóst aldrei við að slíta mitt. Það var barnalegt hjá mér,“ sagði Nobbs sem hefur spilað 56 leiki fyrir enska landsliðið. „Hvað vita félögin okkar, sjúkraþjálfararnir og vísindamennirnir mikið um stöðu mála þegar við erum á túr? Það þurfa að vera frekari rannsóknir á þessu svo að við getum passað upp á að íþróttafólk geri allt rétt til að minnka líkurnar á hnémeiðslum,“ sagði Nobbs.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira