Landsliðskona vill frekari rannsóknir á tengslum krossbandsslita og tíðahringsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 15:30 Jordan Nobbs missti af stærstu hluta tímabilsins með Arsenal og missir líka af HM í Frakklandi í sumar. Vísir/Getty Ensk landsliðskona í knattspyrnu sér mikil tengsl á milli krossbandsslita og tíðahringsins eftir að hafa fundið það á eigin skinni. Jordan Nobbs er frábær leikmaður en hún missir af HM kvenna í Frakklandi í sumar vegna slíkra hnémeiðsla. Hún er leikmaður Englandsmeistara Arsenal og enska landsliðsins. Hin 26 ára gamli miðjumaður hefur ekkert spilað síðan í nóvember þegar hún sleit krossband í leik á móti Everton.England and Arsenal midfielder Jordan Nobbs has called for more research into the links between cruciate knee ligament injuries and menstrual cycles. More https://t.co/PaBg2cGf8d#ChangeTheGamepic.twitter.com/FC9rlIwUFe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Nobbs er á því að tíðahringurinn hafi haft mikil áhrif þegar hún meiddist. Hún byrjaði á túr um morguninn á sama degi og hún sleit krossbandið á móti Everton. „Áður en ég meiddist þá vissi ég ekki af því að margar konur hafi slitið krossband þegar þær eru á túr,“ sagði Jordan Nobbs í viðtali við breska ríkisútvarpið. Rannsóknir benda til þess að krossbandsslit, alvarlegustu hnémeiðslin, séu algengari hjá konum en körlum. Ein af ástæðunum er að estrógen, hormón sem losnar þegar konur eru á túr, getur aukið á teygjanleika liðamóta. Það eykur síðan líkurnar á alvarlegri meiðslum þegar íþróttamaður snýr upp á hnéð. „Ég var mjög þreytt þessa viku og þetta var fyrsti dagurinn minn á túr. Ég er ekki að segja að þetta sé ástæðan en dæmin sýna að svo margar konur hafa meiðst svona á hné þegar þær voru á túr,“ sagði Jordan Nobbs sem er varafyrirliði enska landsliðsins þegar hún er heil.Jordan Nobbs thinks period was a "very high factor" in her picking up a knee injury. The Arsenal midfielder now wants more research to be done into the issue. More https://t.co/KJvEROyrok#ChangeTheGamepic.twitter.com/gndL2Y6PXe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Jordan Nobbs vill frekari rannsóknir á tíðahringnum og krossbandsslitum. „Ég vissi ekki mikið um krossbandið og bjóst aldrei við að slíta mitt. Það var barnalegt hjá mér,“ sagði Nobbs sem hefur spilað 56 leiki fyrir enska landsliðið. „Hvað vita félögin okkar, sjúkraþjálfararnir og vísindamennirnir mikið um stöðu mála þegar við erum á túr? Það þurfa að vera frekari rannsóknir á þessu svo að við getum passað upp á að íþróttafólk geri allt rétt til að minnka líkurnar á hnémeiðslum,“ sagði Nobbs. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Ensk landsliðskona í knattspyrnu sér mikil tengsl á milli krossbandsslita og tíðahringsins eftir að hafa fundið það á eigin skinni. Jordan Nobbs er frábær leikmaður en hún missir af HM kvenna í Frakklandi í sumar vegna slíkra hnémeiðsla. Hún er leikmaður Englandsmeistara Arsenal og enska landsliðsins. Hin 26 ára gamli miðjumaður hefur ekkert spilað síðan í nóvember þegar hún sleit krossband í leik á móti Everton.England and Arsenal midfielder Jordan Nobbs has called for more research into the links between cruciate knee ligament injuries and menstrual cycles. More https://t.co/PaBg2cGf8d#ChangeTheGamepic.twitter.com/FC9rlIwUFe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Nobbs er á því að tíðahringurinn hafi haft mikil áhrif þegar hún meiddist. Hún byrjaði á túr um morguninn á sama degi og hún sleit krossbandið á móti Everton. „Áður en ég meiddist þá vissi ég ekki af því að margar konur hafi slitið krossband þegar þær eru á túr,“ sagði Jordan Nobbs í viðtali við breska ríkisútvarpið. Rannsóknir benda til þess að krossbandsslit, alvarlegustu hnémeiðslin, séu algengari hjá konum en körlum. Ein af ástæðunum er að estrógen, hormón sem losnar þegar konur eru á túr, getur aukið á teygjanleika liðamóta. Það eykur síðan líkurnar á alvarlegri meiðslum þegar íþróttamaður snýr upp á hnéð. „Ég var mjög þreytt þessa viku og þetta var fyrsti dagurinn minn á túr. Ég er ekki að segja að þetta sé ástæðan en dæmin sýna að svo margar konur hafa meiðst svona á hné þegar þær voru á túr,“ sagði Jordan Nobbs sem er varafyrirliði enska landsliðsins þegar hún er heil.Jordan Nobbs thinks period was a "very high factor" in her picking up a knee injury. The Arsenal midfielder now wants more research to be done into the issue. More https://t.co/KJvEROyrok#ChangeTheGamepic.twitter.com/gndL2Y6PXe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Jordan Nobbs vill frekari rannsóknir á tíðahringnum og krossbandsslitum. „Ég vissi ekki mikið um krossbandið og bjóst aldrei við að slíta mitt. Það var barnalegt hjá mér,“ sagði Nobbs sem hefur spilað 56 leiki fyrir enska landsliðið. „Hvað vita félögin okkar, sjúkraþjálfararnir og vísindamennirnir mikið um stöðu mála þegar við erum á túr? Það þurfa að vera frekari rannsóknir á þessu svo að við getum passað upp á að íþróttafólk geri allt rétt til að minnka líkurnar á hnémeiðslum,“ sagði Nobbs.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira