Allir krakkarnir í vínrauðu í tilefni dagsins á Selfossi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2019 13:30 Krakkarnir í Sunnulækjarskóla tóku lagið og hópuðu: Áfram Selfoss! mynd/skjáskot Stemningin á Selfossi er ævintýraleg fyrir stórleik kvöldsins þegar að Selfoss tekur á móti deildarmeisturum Hauka í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Selfoss eftir ótrúlegan endurkomusigur í þriðja leiknum á Ásvöllum. Upphitun Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD hefst klukkan 18.45 en leikurinn verður flautaður á klukkan 19.30. Selfyssingar, sem töpuðu leik tvö á heimavelli, voru mest fimm mörkum undir í síðasta leik, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir en þeir skoruðu þá fimm mörk í röð, jöfnuðu metin og unnu svo leikinn í framlengingu. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru því í þeirri stöðu í kvöld að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en Selfoss hefur aldrei unnið titil í handbolta eða yfir höfuð í þremur stóru boltagreinunum, hvort sem um ræðir í karla eða kvennaflokki.Forsala miða hófst í gærkvöldi klukkan 18.00 en röð var byrjuð að myndast ríflega klukkustund áður enda aðeins 600 miðar í boði fyrir Selfyssinga. Hleðsluhöllin tekur aðeins 750 manns og þurfa Haukarnir að fá sína 150 miða. Í dag eru allir í vínrauðu, Selfosslitunum, á Selfossi og búið er að flagga um allan bæ. Íbúar bæjarins eru meira en klárir í að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og hvað þá að horfa upp þetta skemmtilega lið klára dæmið á heimavelli í kvöld. Krakkarnir í Sunnulækjarskóla eru heldur betur spenntir en þar mættu allir í vínrauðu í dag en krökkunum var safnað saman í skólanum þar sem lagið var tekið og svo öskruðu allir: „Áfram, Selfoss!“ Skemmtilegt myndband frá þessari samverustund krakkanna má sjá hér að neðan. Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00 Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03 Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Stemningin á Selfossi er ævintýraleg fyrir stórleik kvöldsins þegar að Selfoss tekur á móti deildarmeisturum Hauka í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Selfoss eftir ótrúlegan endurkomusigur í þriðja leiknum á Ásvöllum. Upphitun Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD hefst klukkan 18.45 en leikurinn verður flautaður á klukkan 19.30. Selfyssingar, sem töpuðu leik tvö á heimavelli, voru mest fimm mörkum undir í síðasta leik, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir en þeir skoruðu þá fimm mörk í röð, jöfnuðu metin og unnu svo leikinn í framlengingu. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru því í þeirri stöðu í kvöld að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en Selfoss hefur aldrei unnið titil í handbolta eða yfir höfuð í þremur stóru boltagreinunum, hvort sem um ræðir í karla eða kvennaflokki.Forsala miða hófst í gærkvöldi klukkan 18.00 en röð var byrjuð að myndast ríflega klukkustund áður enda aðeins 600 miðar í boði fyrir Selfyssinga. Hleðsluhöllin tekur aðeins 750 manns og þurfa Haukarnir að fá sína 150 miða. Í dag eru allir í vínrauðu, Selfosslitunum, á Selfossi og búið er að flagga um allan bæ. Íbúar bæjarins eru meira en klárir í að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og hvað þá að horfa upp þetta skemmtilega lið klára dæmið á heimavelli í kvöld. Krakkarnir í Sunnulækjarskóla eru heldur betur spenntir en þar mættu allir í vínrauðu í dag en krökkunum var safnað saman í skólanum þar sem lagið var tekið og svo öskruðu allir: „Áfram, Selfoss!“ Skemmtilegt myndband frá þessari samverustund krakkanna má sjá hér að neðan.
Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00 Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03 Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00
Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03
Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00