Allir krakkarnir í vínrauðu í tilefni dagsins á Selfossi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2019 13:30 Krakkarnir í Sunnulækjarskóla tóku lagið og hópuðu: Áfram Selfoss! mynd/skjáskot Stemningin á Selfossi er ævintýraleg fyrir stórleik kvöldsins þegar að Selfoss tekur á móti deildarmeisturum Hauka í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Selfoss eftir ótrúlegan endurkomusigur í þriðja leiknum á Ásvöllum. Upphitun Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD hefst klukkan 18.45 en leikurinn verður flautaður á klukkan 19.30. Selfyssingar, sem töpuðu leik tvö á heimavelli, voru mest fimm mörkum undir í síðasta leik, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir en þeir skoruðu þá fimm mörk í röð, jöfnuðu metin og unnu svo leikinn í framlengingu. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru því í þeirri stöðu í kvöld að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en Selfoss hefur aldrei unnið titil í handbolta eða yfir höfuð í þremur stóru boltagreinunum, hvort sem um ræðir í karla eða kvennaflokki.Forsala miða hófst í gærkvöldi klukkan 18.00 en röð var byrjuð að myndast ríflega klukkustund áður enda aðeins 600 miðar í boði fyrir Selfyssinga. Hleðsluhöllin tekur aðeins 750 manns og þurfa Haukarnir að fá sína 150 miða. Í dag eru allir í vínrauðu, Selfosslitunum, á Selfossi og búið er að flagga um allan bæ. Íbúar bæjarins eru meira en klárir í að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og hvað þá að horfa upp þetta skemmtilega lið klára dæmið á heimavelli í kvöld. Krakkarnir í Sunnulækjarskóla eru heldur betur spenntir en þar mættu allir í vínrauðu í dag en krökkunum var safnað saman í skólanum þar sem lagið var tekið og svo öskruðu allir: „Áfram, Selfoss!“ Skemmtilegt myndband frá þessari samverustund krakkanna má sjá hér að neðan. Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00 Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03 Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Stemningin á Selfossi er ævintýraleg fyrir stórleik kvöldsins þegar að Selfoss tekur á móti deildarmeisturum Hauka í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Selfoss eftir ótrúlegan endurkomusigur í þriðja leiknum á Ásvöllum. Upphitun Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD hefst klukkan 18.45 en leikurinn verður flautaður á klukkan 19.30. Selfyssingar, sem töpuðu leik tvö á heimavelli, voru mest fimm mörkum undir í síðasta leik, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir en þeir skoruðu þá fimm mörk í röð, jöfnuðu metin og unnu svo leikinn í framlengingu. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru því í þeirri stöðu í kvöld að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en Selfoss hefur aldrei unnið titil í handbolta eða yfir höfuð í þremur stóru boltagreinunum, hvort sem um ræðir í karla eða kvennaflokki.Forsala miða hófst í gærkvöldi klukkan 18.00 en röð var byrjuð að myndast ríflega klukkustund áður enda aðeins 600 miðar í boði fyrir Selfyssinga. Hleðsluhöllin tekur aðeins 750 manns og þurfa Haukarnir að fá sína 150 miða. Í dag eru allir í vínrauðu, Selfosslitunum, á Selfossi og búið er að flagga um allan bæ. Íbúar bæjarins eru meira en klárir í að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og hvað þá að horfa upp þetta skemmtilega lið klára dæmið á heimavelli í kvöld. Krakkarnir í Sunnulækjarskóla eru heldur betur spenntir en þar mættu allir í vínrauðu í dag en krökkunum var safnað saman í skólanum þar sem lagið var tekið og svo öskruðu allir: „Áfram, Selfoss!“ Skemmtilegt myndband frá þessari samverustund krakkanna má sjá hér að neðan.
Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00 Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03 Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00
Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03
Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00