Tókst ekki að varpa ljósi á hlut ríkisstjóra í rasískri árbókarmynd Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 16:11 Árbókarmyndin virtist líklega til að fella Northam ríkisstjóra á sínum tíma. Hann hefur hins vegar setið sem fastast. Vísir/EPA Lögmenn sem voru ráðnir til að rannsaka rasíska mynd sem birtist á árbókarsíðu ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum gátu ekki varpað frekara ljósi á uppruna myndarinnar eða hvort að ríkisstjórinn væri sjálfur á myndinni. Hann hefur sjálfur þrætt fyrir að vera á myndinni og stóð af sér kröfur um afsögn í vetur. Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu úr röðum demókrata, átti í vök að verjast í febrúar þegar hægrisinnaður vefmiðillinn hafði upp á rasískri mynd sem skreytti blaðsíðu hans í árbók læknaháskóla þar sem hann nam árið 1984. Á myndinni mátti sjá tvo menn. Annar þeirra hafði dekkt andlit sitt til að líkja eftir blökkumanni en hinn var klæddur kufli Kú Klúx Klan, haturssamtakanna alræmdu. Í fyrstu baðst Northam afsökunar á myndinni en dró fljótt í land og þrætti fyrir að myndin væri af honum. Viðurkenndi hann þó að hann hefði dekkt andlit sitt fyrir Michael Jackson-gervi um svipað leyti. Þrátt fyrir áköll um að Northam sæti áfram, þar á meðal frá fimm frambjóðendum í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar, sat hann sem fastast.Myndin eldfima var í árbók Læknaskóla Austur-Virginíu frá 1984.Vísir/APFundu engar upplýsingar um myndina Læknaskóli Austur-Virginíu réði lögfræðistofu til að rannsaka árbókarmyndina. Reuters-fréttastofan segir að lögmennirnir hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Northam væri raunverulega á myndinni. Ekkert vitni sem þeir ræddu við hafi fullyrt það eða getað sagt hver var á henni. Northam sjálfur hafi staðfastlega neitað að vera á myndinni og fullyrt að hann hafi aðeins sent inn aðrar myndir sem voru á síðunni. „Við fundum engar upplýsingar um að myndin hafi verið sett inn fyrir mistök þó að við viðurkennum að það sé fátt um upplýsingar um þetta mál 35 árum síðar,“ segir í skýrslu lögmannanna. Móðgangi myndir hafi verið algengar í árbókum nemenda. Þannig fundu lögmennirnir tíu sambærilegar myndir í árbókum frá 1976 til 2013. Sérstaklega hafi myndir af nemendum sem höfðu dekkt andlit sín verið algengar frá 1984 til 1985. Tvær slíkar myndir hafi verið í árbók Northam auk þeirrar sem var á hans síðu. Vandræði Demókrataflokksins í Virginíu voru rétt að hefjast þegar árbókarmynd Northam var birt. Rétt á eftir var Justin Fairfax, vararíkisstjóri, sem hefði tekið við af Northam hefði hann sagt af sér, sakaður um kynferðisbrot. Mark Herring, dómsmálaráðherra Virginíu, sem var næstur í röðinni steig þá fram og viðurkenndi að hann hefði sömuleiðis dekkt andlit sitt til að bregða sér í gervi svarts rappara á háskólaárum sínum. Skoðanakannanir benda til þess að Northam njóti enn stuðnings meirihluta blökkumanna í Virginíu. Meirihluta þeirra finnst að Northam ætti ekki að segja af sér vegna myndarinnar. Bandaríkin Tengdar fréttir Þrýstingurinn eykst á vararíkisstjóra Virginíu eftir ásakanir um kynferðisbrot Mikill fjöldi demókrata hafa undanfarna daga kallað eftir afsögn vara-ríkisstjóra Virginíuríkis vegna ásakana um kynferðisbrot. Tvær konur, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa stigið fram og lýst kynnum sínum af vara-ríkisstjóranum Justin Fairfax. 9. febrúar 2019 23:06 Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Mynd úr árbók ríkisstjóra Virginíu skaut upp kollinum þar. Á henni var hann annað hvort í Kú Klúx Klan-kufli eða í gervi blökkumanns. 2. febrúar 2019 09:17 Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51 Demókratar hafa áhyggjur af „algjörri rugl“ stöðu í Virginíu Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér. 7. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Lögmenn sem voru ráðnir til að rannsaka rasíska mynd sem birtist á árbókarsíðu ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum gátu ekki varpað frekara ljósi á uppruna myndarinnar eða hvort að ríkisstjórinn væri sjálfur á myndinni. Hann hefur sjálfur þrætt fyrir að vera á myndinni og stóð af sér kröfur um afsögn í vetur. Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu úr röðum demókrata, átti í vök að verjast í febrúar þegar hægrisinnaður vefmiðillinn hafði upp á rasískri mynd sem skreytti blaðsíðu hans í árbók læknaháskóla þar sem hann nam árið 1984. Á myndinni mátti sjá tvo menn. Annar þeirra hafði dekkt andlit sitt til að líkja eftir blökkumanni en hinn var klæddur kufli Kú Klúx Klan, haturssamtakanna alræmdu. Í fyrstu baðst Northam afsökunar á myndinni en dró fljótt í land og þrætti fyrir að myndin væri af honum. Viðurkenndi hann þó að hann hefði dekkt andlit sitt fyrir Michael Jackson-gervi um svipað leyti. Þrátt fyrir áköll um að Northam sæti áfram, þar á meðal frá fimm frambjóðendum í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar, sat hann sem fastast.Myndin eldfima var í árbók Læknaskóla Austur-Virginíu frá 1984.Vísir/APFundu engar upplýsingar um myndina Læknaskóli Austur-Virginíu réði lögfræðistofu til að rannsaka árbókarmyndina. Reuters-fréttastofan segir að lögmennirnir hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Northam væri raunverulega á myndinni. Ekkert vitni sem þeir ræddu við hafi fullyrt það eða getað sagt hver var á henni. Northam sjálfur hafi staðfastlega neitað að vera á myndinni og fullyrt að hann hafi aðeins sent inn aðrar myndir sem voru á síðunni. „Við fundum engar upplýsingar um að myndin hafi verið sett inn fyrir mistök þó að við viðurkennum að það sé fátt um upplýsingar um þetta mál 35 árum síðar,“ segir í skýrslu lögmannanna. Móðgangi myndir hafi verið algengar í árbókum nemenda. Þannig fundu lögmennirnir tíu sambærilegar myndir í árbókum frá 1976 til 2013. Sérstaklega hafi myndir af nemendum sem höfðu dekkt andlit sín verið algengar frá 1984 til 1985. Tvær slíkar myndir hafi verið í árbók Northam auk þeirrar sem var á hans síðu. Vandræði Demókrataflokksins í Virginíu voru rétt að hefjast þegar árbókarmynd Northam var birt. Rétt á eftir var Justin Fairfax, vararíkisstjóri, sem hefði tekið við af Northam hefði hann sagt af sér, sakaður um kynferðisbrot. Mark Herring, dómsmálaráðherra Virginíu, sem var næstur í röðinni steig þá fram og viðurkenndi að hann hefði sömuleiðis dekkt andlit sitt til að bregða sér í gervi svarts rappara á háskólaárum sínum. Skoðanakannanir benda til þess að Northam njóti enn stuðnings meirihluta blökkumanna í Virginíu. Meirihluta þeirra finnst að Northam ætti ekki að segja af sér vegna myndarinnar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þrýstingurinn eykst á vararíkisstjóra Virginíu eftir ásakanir um kynferðisbrot Mikill fjöldi demókrata hafa undanfarna daga kallað eftir afsögn vara-ríkisstjóra Virginíuríkis vegna ásakana um kynferðisbrot. Tvær konur, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa stigið fram og lýst kynnum sínum af vara-ríkisstjóranum Justin Fairfax. 9. febrúar 2019 23:06 Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Mynd úr árbók ríkisstjóra Virginíu skaut upp kollinum þar. Á henni var hann annað hvort í Kú Klúx Klan-kufli eða í gervi blökkumanns. 2. febrúar 2019 09:17 Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51 Demókratar hafa áhyggjur af „algjörri rugl“ stöðu í Virginíu Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér. 7. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þrýstingurinn eykst á vararíkisstjóra Virginíu eftir ásakanir um kynferðisbrot Mikill fjöldi demókrata hafa undanfarna daga kallað eftir afsögn vara-ríkisstjóra Virginíuríkis vegna ásakana um kynferðisbrot. Tvær konur, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa stigið fram og lýst kynnum sínum af vara-ríkisstjóranum Justin Fairfax. 9. febrúar 2019 23:06
Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Mynd úr árbók ríkisstjóra Virginíu skaut upp kollinum þar. Á henni var hann annað hvort í Kú Klúx Klan-kufli eða í gervi blökkumanns. 2. febrúar 2019 09:17
Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51
Demókratar hafa áhyggjur af „algjörri rugl“ stöðu í Virginíu Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér. 7. febrúar 2019 14:15