Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2019 21:14 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AP/Matt Dunham Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Assange er ákærður fyrir þátt sinn í að birta gögn sem Chelsea Manning lak árið 2010. Um var að að margvísleg leynileg skjöl, þar á meðal viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak, auk skjala úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Manning var sakfelld fyrir sinn þátt í lekanum árið 2013 en sleppt úr haldi árið 2017. Assange dvelur nú í fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu þar í landi árið 2012. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans. Saksóknarar í Svíþjóð hafa auk þess aftur opnað rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm.Vísir/EPA Láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Í frétt New York Times segir að í ljósi þess að Assange sé nú ákærður fyrir brot á njósnalögunum megi álykta sem svo að Trump og ríkisstjórn hans ætli sér að taka harkalega á gagnalekum á trúnaðarupplýsingum. Ákæran þýði einnig að Trump og embættismenn hans ætli sér að láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir, meðal annars, fjölmiðlafrelsi, og ýmis réttindi sem vernda blaðamenn. Í Times segir einnig að almennt telji lögspekingar að fyrsti viðaukinn geri það að verkum að ekki sé hægt að ákæra blaðamenn vegna brota á borð við þau sem Assange er sakaður um, en einnig er tekið fram að aldrei hafi reynt á það þar sem yfirvöld hafi aldrei ákært blaðamann fyrir brot á njósnalögunum, þangað til nú. Ákæruvaldið hafnar því hins vegar að Assange sé blaðamaður. Er Assange blaðamaður eða ekki?Deilt hefur verið um hvort Assange sé blaðamaður eða ekki en í frétt The Times er bent á að jafnvel þótt ákæruvaldið hafni því að að Assange flokkist sem blaðamaður geti það reynst þrautinni þyngri að sýna fram á það fyrir dómstólum að munur sé á störfum hefðbundinna blaðamanna á borð við þá sem vinna fyrir New York Times, svo dæmi séu tekin, og störfum Assange fyrir Wikileaks. Bæði störf feli í sér að afla og birta upplýsingar sem embættismenn vilji að séu leynilegar, oftar en ekki upplýsingar sem séu trúnaðarmál. Þá feli bæði störf einnig það í sér að vernda skuli heimildarmenn. Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Assange er ákærður fyrir þátt sinn í að birta gögn sem Chelsea Manning lak árið 2010. Um var að að margvísleg leynileg skjöl, þar á meðal viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak, auk skjala úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Manning var sakfelld fyrir sinn þátt í lekanum árið 2013 en sleppt úr haldi árið 2017. Assange dvelur nú í fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu þar í landi árið 2012. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans. Saksóknarar í Svíþjóð hafa auk þess aftur opnað rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm.Vísir/EPA Láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Í frétt New York Times segir að í ljósi þess að Assange sé nú ákærður fyrir brot á njósnalögunum megi álykta sem svo að Trump og ríkisstjórn hans ætli sér að taka harkalega á gagnalekum á trúnaðarupplýsingum. Ákæran þýði einnig að Trump og embættismenn hans ætli sér að láta reyna á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir, meðal annars, fjölmiðlafrelsi, og ýmis réttindi sem vernda blaðamenn. Í Times segir einnig að almennt telji lögspekingar að fyrsti viðaukinn geri það að verkum að ekki sé hægt að ákæra blaðamenn vegna brota á borð við þau sem Assange er sakaður um, en einnig er tekið fram að aldrei hafi reynt á það þar sem yfirvöld hafi aldrei ákært blaðamann fyrir brot á njósnalögunum, þangað til nú. Ákæruvaldið hafnar því hins vegar að Assange sé blaðamaður. Er Assange blaðamaður eða ekki?Deilt hefur verið um hvort Assange sé blaðamaður eða ekki en í frétt The Times er bent á að jafnvel þótt ákæruvaldið hafni því að að Assange flokkist sem blaðamaður geti það reynst þrautinni þyngri að sýna fram á það fyrir dómstólum að munur sé á störfum hefðbundinna blaðamanna á borð við þá sem vinna fyrir New York Times, svo dæmi séu tekin, og störfum Assange fyrir Wikileaks. Bæði störf feli í sér að afla og birta upplýsingar sem embættismenn vilji að séu leynilegar, oftar en ekki upplýsingar sem séu trúnaðarmál. Þá feli bæði störf einnig það í sér að vernda skuli heimildarmenn.
Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39
Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39
Chelsea Manning send aftur í fangelsi Heimildarmaður Wikileaks hefur neitað að bera vitni fyrir ákærudómstól og hefur þegar afplánað tveggja mánaða fangelsi vegna þess. Manning þarf nú aftur að fara í fangelsi. 16. maí 2019 22:28
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent