Ellefu ára veru LeBron í úrvalsliði NBA lokið en hann náði samt Kobe, Kareem og Duncan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 14:30 LeBron James var óvenju mikið frá vegna meiðsla í vetur og Lakers liðið hrundi á meðan. Getty/Allen Berezovsky LeBron James var ekki valinn í úrvalslið ársins í NBA-deildinni í körfubolta en vali bandarísku fjölmiðlamannanna var gert opinbert í gær. Það kom kannski ekki mikið á óvart enda búið að vera skrýtið ár hjá honum. Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks og James Harden hjá Houston Rockets fengu báðir fullt hús í fyrsta lið ársins en með þeim í liðinu voru þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets.LeBron James' streak of 11 straight seasons as First Team All-NBA is officially snapped. pic.twitter.com/s1iGGzVc0Z — ESPN (@espn) May 23, 2019LeBron James hafði verið valinn í þetta fyrsta lið NBA ellefu ár í röð en varð nú að sætta sig við að vera í þriðja liði ársins. Hann var síðast utan besta úrvalsliðsins árið 2007 þegar hann var valinn í annað liðið. LeBron James setti samt met með því að komast í eitt af þessum þremur úrvalsliðum deildarinnar fimmtánda árið í röð. Með því jafnaði hann met þeirra Kobe Bryant, Tim Duncan og Kareem Abdul-Jabbar.Your 2018-19 All-NBA First, Second and Third Teams... pic.twitter.com/8CVf3a1XdS — Sporting News NBA (@sn_nba) May 23, 2019Í öðru lið ársins voru þeir Damian Lillard, Kyrie Irving, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Joel Embiid. Með James í þriðja lið ársins voru Russell Westbrook, Kemba Walker, Blake Griffin og Rudy Gobert. Mikla athygli vakti að Klay Thompson hjá Golden State Warriors komst ekki í úrvalslið í ár þrátt fyrir að setja meðal annars met í þriggja stiga körfum í einum leik og vera mjög öflugur á báðum endum vallarins.LeBron joins NBA royalty for most All-NBA selections in league history pic.twitter.com/EV8k3LYUe7 — SportsCenter (@SportsCenter) May 23, 2019The All-NBA teams have been announced! pic.twitter.com/uuphHDgC6l — ESPN (@espn) May 23, 2019Val leikmanna í úrvalsliðið hefur mikil áhrif á hvað félögin geta boðið leikmönnum í laun. Besta dæmið um það er Giannis Antetokounmpo sem var í úrvalsliðinu annað árið í röð. Það þýðir að Milwaukee Bucks getur nú boðið honum metsamning. Milwaukee Bucks getur boðið Antetokounmpo 247,3 milljón dollara fyrir fimm ár næst þegar félagið og leikmaðurinn hittast við samningaborðið en það eru 30,7 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm tímabil. NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
LeBron James var ekki valinn í úrvalslið ársins í NBA-deildinni í körfubolta en vali bandarísku fjölmiðlamannanna var gert opinbert í gær. Það kom kannski ekki mikið á óvart enda búið að vera skrýtið ár hjá honum. Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks og James Harden hjá Houston Rockets fengu báðir fullt hús í fyrsta lið ársins en með þeim í liðinu voru þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets.LeBron James' streak of 11 straight seasons as First Team All-NBA is officially snapped. pic.twitter.com/s1iGGzVc0Z — ESPN (@espn) May 23, 2019LeBron James hafði verið valinn í þetta fyrsta lið NBA ellefu ár í röð en varð nú að sætta sig við að vera í þriðja liði ársins. Hann var síðast utan besta úrvalsliðsins árið 2007 þegar hann var valinn í annað liðið. LeBron James setti samt met með því að komast í eitt af þessum þremur úrvalsliðum deildarinnar fimmtánda árið í röð. Með því jafnaði hann met þeirra Kobe Bryant, Tim Duncan og Kareem Abdul-Jabbar.Your 2018-19 All-NBA First, Second and Third Teams... pic.twitter.com/8CVf3a1XdS — Sporting News NBA (@sn_nba) May 23, 2019Í öðru lið ársins voru þeir Damian Lillard, Kyrie Irving, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Joel Embiid. Með James í þriðja lið ársins voru Russell Westbrook, Kemba Walker, Blake Griffin og Rudy Gobert. Mikla athygli vakti að Klay Thompson hjá Golden State Warriors komst ekki í úrvalslið í ár þrátt fyrir að setja meðal annars met í þriggja stiga körfum í einum leik og vera mjög öflugur á báðum endum vallarins.LeBron joins NBA royalty for most All-NBA selections in league history pic.twitter.com/EV8k3LYUe7 — SportsCenter (@SportsCenter) May 23, 2019The All-NBA teams have been announced! pic.twitter.com/uuphHDgC6l — ESPN (@espn) May 23, 2019Val leikmanna í úrvalsliðið hefur mikil áhrif á hvað félögin geta boðið leikmönnum í laun. Besta dæmið um það er Giannis Antetokounmpo sem var í úrvalsliðinu annað árið í röð. Það þýðir að Milwaukee Bucks getur nú boðið honum metsamning. Milwaukee Bucks getur boðið Antetokounmpo 247,3 milljón dollara fyrir fimm ár næst þegar félagið og leikmaðurinn hittast við samningaborðið en það eru 30,7 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm tímabil.
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira