Ellefu ára veru LeBron í úrvalsliði NBA lokið en hann náði samt Kobe, Kareem og Duncan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 14:30 LeBron James var óvenju mikið frá vegna meiðsla í vetur og Lakers liðið hrundi á meðan. Getty/Allen Berezovsky LeBron James var ekki valinn í úrvalslið ársins í NBA-deildinni í körfubolta en vali bandarísku fjölmiðlamannanna var gert opinbert í gær. Það kom kannski ekki mikið á óvart enda búið að vera skrýtið ár hjá honum. Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks og James Harden hjá Houston Rockets fengu báðir fullt hús í fyrsta lið ársins en með þeim í liðinu voru þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets.LeBron James' streak of 11 straight seasons as First Team All-NBA is officially snapped. pic.twitter.com/s1iGGzVc0Z — ESPN (@espn) May 23, 2019LeBron James hafði verið valinn í þetta fyrsta lið NBA ellefu ár í röð en varð nú að sætta sig við að vera í þriðja liði ársins. Hann var síðast utan besta úrvalsliðsins árið 2007 þegar hann var valinn í annað liðið. LeBron James setti samt met með því að komast í eitt af þessum þremur úrvalsliðum deildarinnar fimmtánda árið í röð. Með því jafnaði hann met þeirra Kobe Bryant, Tim Duncan og Kareem Abdul-Jabbar.Your 2018-19 All-NBA First, Second and Third Teams... pic.twitter.com/8CVf3a1XdS — Sporting News NBA (@sn_nba) May 23, 2019Í öðru lið ársins voru þeir Damian Lillard, Kyrie Irving, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Joel Embiid. Með James í þriðja lið ársins voru Russell Westbrook, Kemba Walker, Blake Griffin og Rudy Gobert. Mikla athygli vakti að Klay Thompson hjá Golden State Warriors komst ekki í úrvalslið í ár þrátt fyrir að setja meðal annars met í þriggja stiga körfum í einum leik og vera mjög öflugur á báðum endum vallarins.LeBron joins NBA royalty for most All-NBA selections in league history pic.twitter.com/EV8k3LYUe7 — SportsCenter (@SportsCenter) May 23, 2019The All-NBA teams have been announced! pic.twitter.com/uuphHDgC6l — ESPN (@espn) May 23, 2019Val leikmanna í úrvalsliðið hefur mikil áhrif á hvað félögin geta boðið leikmönnum í laun. Besta dæmið um það er Giannis Antetokounmpo sem var í úrvalsliðinu annað árið í röð. Það þýðir að Milwaukee Bucks getur nú boðið honum metsamning. Milwaukee Bucks getur boðið Antetokounmpo 247,3 milljón dollara fyrir fimm ár næst þegar félagið og leikmaðurinn hittast við samningaborðið en það eru 30,7 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm tímabil. NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
LeBron James var ekki valinn í úrvalslið ársins í NBA-deildinni í körfubolta en vali bandarísku fjölmiðlamannanna var gert opinbert í gær. Það kom kannski ekki mikið á óvart enda búið að vera skrýtið ár hjá honum. Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks og James Harden hjá Houston Rockets fengu báðir fullt hús í fyrsta lið ársins en með þeim í liðinu voru þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets.LeBron James' streak of 11 straight seasons as First Team All-NBA is officially snapped. pic.twitter.com/s1iGGzVc0Z — ESPN (@espn) May 23, 2019LeBron James hafði verið valinn í þetta fyrsta lið NBA ellefu ár í röð en varð nú að sætta sig við að vera í þriðja liði ársins. Hann var síðast utan besta úrvalsliðsins árið 2007 þegar hann var valinn í annað liðið. LeBron James setti samt met með því að komast í eitt af þessum þremur úrvalsliðum deildarinnar fimmtánda árið í röð. Með því jafnaði hann met þeirra Kobe Bryant, Tim Duncan og Kareem Abdul-Jabbar.Your 2018-19 All-NBA First, Second and Third Teams... pic.twitter.com/8CVf3a1XdS — Sporting News NBA (@sn_nba) May 23, 2019Í öðru lið ársins voru þeir Damian Lillard, Kyrie Irving, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Joel Embiid. Með James í þriðja lið ársins voru Russell Westbrook, Kemba Walker, Blake Griffin og Rudy Gobert. Mikla athygli vakti að Klay Thompson hjá Golden State Warriors komst ekki í úrvalslið í ár þrátt fyrir að setja meðal annars met í þriggja stiga körfum í einum leik og vera mjög öflugur á báðum endum vallarins.LeBron joins NBA royalty for most All-NBA selections in league history pic.twitter.com/EV8k3LYUe7 — SportsCenter (@SportsCenter) May 23, 2019The All-NBA teams have been announced! pic.twitter.com/uuphHDgC6l — ESPN (@espn) May 23, 2019Val leikmanna í úrvalsliðið hefur mikil áhrif á hvað félögin geta boðið leikmönnum í laun. Besta dæmið um það er Giannis Antetokounmpo sem var í úrvalsliðinu annað árið í röð. Það þýðir að Milwaukee Bucks getur nú boðið honum metsamning. Milwaukee Bucks getur boðið Antetokounmpo 247,3 milljón dollara fyrir fimm ár næst þegar félagið og leikmaðurinn hittast við samningaborðið en það eru 30,7 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm tímabil.
NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira