Disney vinnur að mynd eftir Knights of the Old Republic Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 10:30 Darth Malak og Darth Revan. Aðdáendur tölvuleiksins vinsæla Star Wars: Knights of the Old Republic hafa tilefni til að fagna. Disney er sagt vera að skoða að gera kvikmyndaþríleik eftir leiknum sem kom út árið 2003 og þykir einn af bestu tölvuleikjum Star Wars söguheimsins. Samkvæmt heimildum Buzzfeed er Laeta Kalogridis að skrifa handrit fyrir mögulega kvikmynd en hún er hvað best þekkt fyrir skrif sín við Shutter Island, Altered Carbon og Terminator Genisys. KOTOR er hlutverkaleikur þar sem spilarar setja sig í spor hermanns Gamla lýðveldisins sem tekur virkan þátt í baráttunni gegn Sith-herranum Darth Malak, fyrrverandi lærisveini Darth Revan. Leikurinn gerist um fjögur þúsund árum fyrir Star Wars: A New Hope og býr yfir mjög góðri og áhugaverðri sögu. Blaðamaður MTV ræddi við Kathleen Kennedy, yfirmann Lucasfilm, í apríl og var hún sérstaklega spurð út í KOTOR og möguleikann á kvikmynd. Þá sagði hún starfsmenn Lucasfilm vera ítrekað að velta því fyrir sér og það væri til skoðunar. Hún sagðist þó ekki vita hvernig það ferli myndi enda. Nú virðist sem að Kalogridis sé að skrifa handritið en það þarf þó ekki að þýða að af kvikmyndunum verði.#Lucasfilm president Kathleen Kennedy talked to us about the future of #StarWars – including a Knights of the Old Republic movie and female filmmakers taking the helm, as well as Palpatine’s surprise return in the trailer for @StarWars#EpisodeIXpic.twitter.com/HCjEhdlRv7 — MTV NEWS (@MTVNEWS) April 16, 2019 Eins og staðan er núna kemur The Rise of Skywalker, eftir J.J. Abrams út í desember. Næsta kvikmynd söguheimsins á að koma út um jólin 2022. Sú mynd verður eftir þá David Benioff og D.B. Weiss, forsvarsmenn Game of Thrones og verður sú fyrsta í nýjum þríleik þeirra. Leiddar hafa verið líkur að því að mögulega gerist sá þríleikur einnig á tímum Gamla lýðveldisins. Ekki liggur fyrir hvenær þríleikur Rian Johnson, sem gerði The Last Jedi, á að líta dagsins ljós.Star Wars: Knights of the Old Republic film reportedly in the works https://t.co/LpDNpXroql pic.twitter.com/3dKDDjS9ed— Eurogamer (@eurogamer) May 24, 2019 Bíó og sjónvarp Disney Leikjavísir Star Wars Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Aðdáendur tölvuleiksins vinsæla Star Wars: Knights of the Old Republic hafa tilefni til að fagna. Disney er sagt vera að skoða að gera kvikmyndaþríleik eftir leiknum sem kom út árið 2003 og þykir einn af bestu tölvuleikjum Star Wars söguheimsins. Samkvæmt heimildum Buzzfeed er Laeta Kalogridis að skrifa handrit fyrir mögulega kvikmynd en hún er hvað best þekkt fyrir skrif sín við Shutter Island, Altered Carbon og Terminator Genisys. KOTOR er hlutverkaleikur þar sem spilarar setja sig í spor hermanns Gamla lýðveldisins sem tekur virkan þátt í baráttunni gegn Sith-herranum Darth Malak, fyrrverandi lærisveini Darth Revan. Leikurinn gerist um fjögur þúsund árum fyrir Star Wars: A New Hope og býr yfir mjög góðri og áhugaverðri sögu. Blaðamaður MTV ræddi við Kathleen Kennedy, yfirmann Lucasfilm, í apríl og var hún sérstaklega spurð út í KOTOR og möguleikann á kvikmynd. Þá sagði hún starfsmenn Lucasfilm vera ítrekað að velta því fyrir sér og það væri til skoðunar. Hún sagðist þó ekki vita hvernig það ferli myndi enda. Nú virðist sem að Kalogridis sé að skrifa handritið en það þarf þó ekki að þýða að af kvikmyndunum verði.#Lucasfilm president Kathleen Kennedy talked to us about the future of #StarWars – including a Knights of the Old Republic movie and female filmmakers taking the helm, as well as Palpatine’s surprise return in the trailer for @StarWars#EpisodeIXpic.twitter.com/HCjEhdlRv7 — MTV NEWS (@MTVNEWS) April 16, 2019 Eins og staðan er núna kemur The Rise of Skywalker, eftir J.J. Abrams út í desember. Næsta kvikmynd söguheimsins á að koma út um jólin 2022. Sú mynd verður eftir þá David Benioff og D.B. Weiss, forsvarsmenn Game of Thrones og verður sú fyrsta í nýjum þríleik þeirra. Leiddar hafa verið líkur að því að mögulega gerist sá þríleikur einnig á tímum Gamla lýðveldisins. Ekki liggur fyrir hvenær þríleikur Rian Johnson, sem gerði The Last Jedi, á að líta dagsins ljós.Star Wars: Knights of the Old Republic film reportedly in the works https://t.co/LpDNpXroql pic.twitter.com/3dKDDjS9ed— Eurogamer (@eurogamer) May 24, 2019
Bíó og sjónvarp Disney Leikjavísir Star Wars Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira