„Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 18:59 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti. Vísir/vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóma yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu í farsakenndu fjársvikamáli sem teygði anga sína út fyrir landsteinana, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en dómur yfir honum í héraði var látinn óraskaður í Landsrétti. Fjórmenningarnir voru í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra dæmd fyrir peningaþvætti; Íslendingarnir fyrir peningaþvætti af ásetningi en Nígeríumaðurinn fyrir peningaþvætti af gáleysi. Þau voru dæmd í tveggja til fimm mánaða fangelsi í héraðsdómi en ákæruvaldið fór fram á að refsing yfir þeim yrði þyngd. Sjá einnig: Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Einn Íslendinganna er „útfararstjórinn“ Gunnar Rúnar Gunnarsson, sem á að baki langan sakaferil, bæði fyrir kynferðisbrot og fjársvik. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm fyrir aðild sína að málinu í héraði. Hinn dularfulli Sly Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. í byrjun árs 2016. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli Nesfisks og Daesung Food One og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Umræddir reikningar voru skráðir á Íslandi og í eigu sumra hinna dæmdu. Konan, sem hlaut tólf mánaða fangelsi, átti í samskiptum við Nígeríumann, sem fjórmenningarnir nefndu Sly, sem miðuðu að því að hún útvegaði bankareikning á Íslandi til að leggja inn á umrædda fjármuni. Sly þessi var eitt sinn unnusti konunnar, samkvæmt framburði eins hinna dæmdu. Hann fannst aldrei, þrátt fyrir rannsókn lögreglu. Úr varð að Gunnar Rúnar lagði til bankareikning einkahlutafélags síns RG verktaka til að taka við fénu. Rúmar 31,6 milljónir, andvirði fyrri greiðslunnar frá Daesung Food One Co, voru lagðar inn á reikninginn í byrjun árs 2016 og seinni greiðslan, rúmar 22 milljónir, tæpum mánuði síðar. Hin dæmdu ráðstöfuðu peningnum svo á milli sín en hluta fjársins var komið úr landi, meðal annars með millifærslum til Hong Kong. Það var gert með aðstoð nígeríska mannsins, sem í ákæru var sagður hafa komið gagngert til landsins í febrúar 2016 til að hafa umsjón með flutningi fjármunanna en hluti þeirra fór þó aldrei úr landi. Hann var handtekinn í Bologna á Ítalíu haustið 2017 og síðar framseldur til Íslands. Mótsagnakenndur og ósamrýmanlegur framburður Framburður fjórmenninganna fyrir dómi var jafnframt um margt mótsagnakenndur og ósamrýmanlegur um þátt hvers og eins þeirra í samskiptum við Sly, móttöku fjármunanna, millifærslu þeirra milli reikninga, ráðstöfun hluta þeirra í eigin þágu og annarra og sendingu á drjúgum hluta þeirra inn á erlenda bankareikninga. Nígeríumaðurinn var sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi í héraði og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Sá dómur stóð óraskaður í Landsrétti. Dómar yfir Íslendingunum þremur voru hins vegar þyngdir. Konan var dæmd í tólf mánaða fangelsi, annar maðurinn í tíu mánaða fangelsi og Gunnar Rúnar í átta mánaða fangelsi. Þá var Íslendingunum gert að greiða stærstan hluta málsvarnarlaun verjenda sinna auk hluta sakarkostnaðar. Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Landsréttur staðfesti dóm „útfararstjórans“ Gunnar Rúnar Gunnarsson var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar af héraðsdómi í maí. 1. mars 2019 17:40 Misferli upp á tugi milljóna: Öll fjögur laus úr gæsluvarðhaldi Yfirheyrslum lauk yfir karli og konu í dag sem sæta grun um aðild að umfangsmiklu peningamisferlismáli sem upp kom í síðustu viku. 4. mars 2016 15:51 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Landsréttur þyngdi í dag dóma yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu í farsakenndu fjársvikamáli sem teygði anga sína út fyrir landsteinana, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en dómur yfir honum í héraði var látinn óraskaður í Landsrétti. Fjórmenningarnir voru í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra dæmd fyrir peningaþvætti; Íslendingarnir fyrir peningaþvætti af ásetningi en Nígeríumaðurinn fyrir peningaþvætti af gáleysi. Þau voru dæmd í tveggja til fimm mánaða fangelsi í héraðsdómi en ákæruvaldið fór fram á að refsing yfir þeim yrði þyngd. Sjá einnig: Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Einn Íslendinganna er „útfararstjórinn“ Gunnar Rúnar Gunnarsson, sem á að baki langan sakaferil, bæði fyrir kynferðisbrot og fjársvik. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm fyrir aðild sína að málinu í héraði. Hinn dularfulli Sly Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. í byrjun árs 2016. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli Nesfisks og Daesung Food One og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Umræddir reikningar voru skráðir á Íslandi og í eigu sumra hinna dæmdu. Konan, sem hlaut tólf mánaða fangelsi, átti í samskiptum við Nígeríumann, sem fjórmenningarnir nefndu Sly, sem miðuðu að því að hún útvegaði bankareikning á Íslandi til að leggja inn á umrædda fjármuni. Sly þessi var eitt sinn unnusti konunnar, samkvæmt framburði eins hinna dæmdu. Hann fannst aldrei, þrátt fyrir rannsókn lögreglu. Úr varð að Gunnar Rúnar lagði til bankareikning einkahlutafélags síns RG verktaka til að taka við fénu. Rúmar 31,6 milljónir, andvirði fyrri greiðslunnar frá Daesung Food One Co, voru lagðar inn á reikninginn í byrjun árs 2016 og seinni greiðslan, rúmar 22 milljónir, tæpum mánuði síðar. Hin dæmdu ráðstöfuðu peningnum svo á milli sín en hluta fjársins var komið úr landi, meðal annars með millifærslum til Hong Kong. Það var gert með aðstoð nígeríska mannsins, sem í ákæru var sagður hafa komið gagngert til landsins í febrúar 2016 til að hafa umsjón með flutningi fjármunanna en hluti þeirra fór þó aldrei úr landi. Hann var handtekinn í Bologna á Ítalíu haustið 2017 og síðar framseldur til Íslands. Mótsagnakenndur og ósamrýmanlegur framburður Framburður fjórmenninganna fyrir dómi var jafnframt um margt mótsagnakenndur og ósamrýmanlegur um þátt hvers og eins þeirra í samskiptum við Sly, móttöku fjármunanna, millifærslu þeirra milli reikninga, ráðstöfun hluta þeirra í eigin þágu og annarra og sendingu á drjúgum hluta þeirra inn á erlenda bankareikninga. Nígeríumaðurinn var sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi í héraði og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Sá dómur stóð óraskaður í Landsrétti. Dómar yfir Íslendingunum þremur voru hins vegar þyngdir. Konan var dæmd í tólf mánaða fangelsi, annar maðurinn í tíu mánaða fangelsi og Gunnar Rúnar í átta mánaða fangelsi. Þá var Íslendingunum gert að greiða stærstan hluta málsvarnarlaun verjenda sinna auk hluta sakarkostnaðar.
Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Landsréttur staðfesti dóm „útfararstjórans“ Gunnar Rúnar Gunnarsson var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar af héraðsdómi í maí. 1. mars 2019 17:40 Misferli upp á tugi milljóna: Öll fjögur laus úr gæsluvarðhaldi Yfirheyrslum lauk yfir karli og konu í dag sem sæta grun um aðild að umfangsmiklu peningamisferlismáli sem upp kom í síðustu viku. 4. mars 2016 15:51 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm „útfararstjórans“ Gunnar Rúnar Gunnarsson var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar af héraðsdómi í maí. 1. mars 2019 17:40
Misferli upp á tugi milljóna: Öll fjögur laus úr gæsluvarðhaldi Yfirheyrslum lauk yfir karli og konu í dag sem sæta grun um aðild að umfangsmiklu peningamisferlismáli sem upp kom í síðustu viku. 4. mars 2016 15:51
Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00