Aðdáendur urðu fyrir vonbrigðum með endurkomu Spice Girls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2019 18:07 Kryddpíurnar á tónleikunum í gær. Getty/Dave J Hogan Svo virðist sem að margir aðdáendur bresku hljómsveitarinnar Spice Girls hafi orðið fyrir talsverðum vonbrigðum á tónleikum sveitarinnar í Dublin í gær. Samfélagsmiðlar loguðu vegna kvartana yfir því að hljóðið á tónleikunum hafi verið mjög ábótavant og illa hafi heyrst í Kryddpíunum. Endurkomu þeirra hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda í fyrsta sinn í sjö ár sem hljómsveitin spilaði á tónleikum. Í þetta skiptið voru fjórar Kryddpíur mættar til leiks, engin Victoria Beckham, og á dagskrá voru frægustu lög hljómsveitarinnar sem gerði allt vitlaust undir lok síðustu aldar. Eitthvað virðist þó hafa farið úrskeiðis á tónleikunum þar sem sjötíu þúsund manns voru samankomnir á íþróttavellinum Croke Park en margir af helstu fjölmiðlum heims hafa fjallað um hljóðvandræðin. „Það er eitthvað að þegar áhorfendur á Spice Girls-tónleikum sitja allir í sætunum vegna þess að enginn hefur hugmynd um hvaða lag er verið að spila vegna þess að hljóðið er SVO slæmt,“ skrifaði einn á Twitter á meðan á tónleikunum stóð. Með fylgdi myndband, sem sjá má hér að neðan, og þar má heyra að hljóðið mætti vera betra.There’s something wrong when the crowd at @spicegirls concert are all sitting down because no one has a clue what song is on because the sound really is THAT bad. @mcd_productions@CrokePark@IrishTimes@LovinDublin#SpiceWorldTour#SpiceGirlpic.twitter.com/QkENc7BJ8Y — Sabrina Egerton (@sabrinasstyle_) May 24, 2019Svo virðist sem að vandamálið með hljóðið hafi aðeins hrjáð Kryddpíurnar því að einn Twitter-notandi benti á að ekkert hafi verið að hljóðinu í upphitunaratriðinu.Too bad you can’t hear a thing. The sound is awful. Was perfect for Jess Glynn & is horrific now. Loads of people leaving. — Yvonne Rossiter (@msvonage) May 24, 2019 Mel B sagði á Instagram eftir tónleikana að hún vonaði að hljóðið yrði mun betra á næstu tónleikum hljómsveitarinnar í Cardiff.It's the worst gig I've ever been too— Ci 'All the Gin' Moulton (@cimoulton) May 24, 2019 The #spicegirls put on a fabulous show tonight. But am really surprised that nobody seems to be talking about how poor the sound was. Could hardly make out the words they were saying at times. Was worst sound I've ever heard at a concert pic.twitter.com/UnKsi3B4Wo— Louise Sullivan (@lousul) May 24, 2019 The sound at the Spice Girls at Croke Park is awful— Mary Mc Intyre (@Mc1988) May 24, 2019 Bretland Tónlist Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Svo virðist sem að margir aðdáendur bresku hljómsveitarinnar Spice Girls hafi orðið fyrir talsverðum vonbrigðum á tónleikum sveitarinnar í Dublin í gær. Samfélagsmiðlar loguðu vegna kvartana yfir því að hljóðið á tónleikunum hafi verið mjög ábótavant og illa hafi heyrst í Kryddpíunum. Endurkomu þeirra hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda í fyrsta sinn í sjö ár sem hljómsveitin spilaði á tónleikum. Í þetta skiptið voru fjórar Kryddpíur mættar til leiks, engin Victoria Beckham, og á dagskrá voru frægustu lög hljómsveitarinnar sem gerði allt vitlaust undir lok síðustu aldar. Eitthvað virðist þó hafa farið úrskeiðis á tónleikunum þar sem sjötíu þúsund manns voru samankomnir á íþróttavellinum Croke Park en margir af helstu fjölmiðlum heims hafa fjallað um hljóðvandræðin. „Það er eitthvað að þegar áhorfendur á Spice Girls-tónleikum sitja allir í sætunum vegna þess að enginn hefur hugmynd um hvaða lag er verið að spila vegna þess að hljóðið er SVO slæmt,“ skrifaði einn á Twitter á meðan á tónleikunum stóð. Með fylgdi myndband, sem sjá má hér að neðan, og þar má heyra að hljóðið mætti vera betra.There’s something wrong when the crowd at @spicegirls concert are all sitting down because no one has a clue what song is on because the sound really is THAT bad. @mcd_productions@CrokePark@IrishTimes@LovinDublin#SpiceWorldTour#SpiceGirlpic.twitter.com/QkENc7BJ8Y — Sabrina Egerton (@sabrinasstyle_) May 24, 2019Svo virðist sem að vandamálið með hljóðið hafi aðeins hrjáð Kryddpíurnar því að einn Twitter-notandi benti á að ekkert hafi verið að hljóðinu í upphitunaratriðinu.Too bad you can’t hear a thing. The sound is awful. Was perfect for Jess Glynn & is horrific now. Loads of people leaving. — Yvonne Rossiter (@msvonage) May 24, 2019 Mel B sagði á Instagram eftir tónleikana að hún vonaði að hljóðið yrði mun betra á næstu tónleikum hljómsveitarinnar í Cardiff.It's the worst gig I've ever been too— Ci 'All the Gin' Moulton (@cimoulton) May 24, 2019 The #spicegirls put on a fabulous show tonight. But am really surprised that nobody seems to be talking about how poor the sound was. Could hardly make out the words they were saying at times. Was worst sound I've ever heard at a concert pic.twitter.com/UnKsi3B4Wo— Louise Sullivan (@lousul) May 24, 2019 The sound at the Spice Girls at Croke Park is awful— Mary Mc Intyre (@Mc1988) May 24, 2019
Bretland Tónlist Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira