Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2019 20:45 Nancy er valdamesti demókratinn sem situr í embætti í dag í Bandaríkjunum. Getty/NurPhoto. Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook mun ekki taka falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, úr dreifingu á samfélagsmiðlinum. Falsaða myndbandið lætur líta út fyrir að Pelosi hafi verið drukkinn á fundi en yfirmaður hjá Facebook segir að notendur verði að ákveða fyrir sig hverju þeir ákveðið að trúa.Milljónir hafa horft á myndbandið en líkt og sjá má hér að neðan er búið að hægja á því þannig að Pelosi hljómar eins og hún sé drukkin. Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, hefur undanfarna daga tekið slaginn við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og hafaþau skipst á skotumí gegnum fjölmiðla eftir harðardeilur forsetans við demókrata á þingi.Ekki fer á milli mála að búið er að eiga við myndbandið en þrátt fyrir hefur því verið deilt víða um heim frá því að Facebook-síðan Politics Watchdog deildi myndbandinu í vikunni. Hefur myndbandinu verið deilt þaðan 47 þúsund sinnum. Þaðan fór myndbandið á aðra samfélagsmiðla sem, líkt og Facebook, hafa ekki orðið við kröfum þingmanna og almennings um að myndbandið verði tekið niður, ef frá er talin myndbandasíðan YouTube sem fjarlægt hefur myndbandið.Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna.Facebook ekki fréttasíða Monika Bickert, aðstoðarforstjóri hjá Facebook, var krafinn um svör af hverju myndbandið hafi ekki verið tekið niður er hún mætti til Anderson Cooper hjá CNN. Þar sagði hún að eftir að samtök sem sérhæfa sig í því að sannreyna sannleiksgildi fullyrðinga og myndbanda á borð við þetta hafi sannreynt að um fölsun hafi verið að ræða, hafi Facebook ákveðið að draga úr sýnileika myndbandsins, með öðrum orðum, dregið var úr því hversu hratt myndbandið dreifðist um Facebook. Hún varði ákvörðun Facebook um að taka myndbandið ekki niður. „Við teljum að það sé mikilvægt fyrir almenning að þau taki upplýsta ákvörðun um hverju þau ákveðið að trúa. Okkar starf snýst um að þau sé að fá réttar upplýsingar,“ sagði hún í viðtali við Cooper.In a CNN Exclusive, Monika Bickert, Facebook VP for Product Policy and Counterterrorism, explains why the social media site hasn't removed a manipulated video of House Speaker Nancy Pelosi. https://t.co/tr9QRDcAZEpic.twitter.com/fOeMQaepSu — Anderson Cooper 360° (@AC360) May 25, 2019 Cooper gagnrýndi þessa afstöðu Bickert og sagði hann að þar sem Facebook græddi peninga á því að dreifa fréttaefni yrði fyrirtækið að standa sig í stykkinu og ganga úr skugga um að fölsuðu efni sem liti út fyrir að vera fréttatengt væri ekki dreift á samfélagsmiðlinu.Í frétt Washington Post segir að þegar smellt sé á myndbandið sjálft á síðu Politics Watchdog sé ekkert sem gefi notendum Facebook til kynna að um falsað efni sé að ræða. Þar er tekið dæmi um nýlegar athugasemdir notenda þar sem notendur spyrja af hverju Pelosi hafi ekki verið handtekinn fyrir að hafa verið drukkin við störf sem alríkisstarfsmaður, sem bendi til þess að jafnvel þótt bent hafi verið á að myndbandið sé falsað hafi margir sem horft hafi á myndbandið ákveðið að trúa því að Pelosi hafi verið drukkin. Bandaríkin Donald Trump Facebook Tækni Tengdar fréttir Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. 23. maí 2019 23:30 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook mun ekki taka falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, úr dreifingu á samfélagsmiðlinum. Falsaða myndbandið lætur líta út fyrir að Pelosi hafi verið drukkinn á fundi en yfirmaður hjá Facebook segir að notendur verði að ákveða fyrir sig hverju þeir ákveðið að trúa.Milljónir hafa horft á myndbandið en líkt og sjá má hér að neðan er búið að hægja á því þannig að Pelosi hljómar eins og hún sé drukkin. Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, hefur undanfarna daga tekið slaginn við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og hafaþau skipst á skotumí gegnum fjölmiðla eftir harðardeilur forsetans við demókrata á þingi.Ekki fer á milli mála að búið er að eiga við myndbandið en þrátt fyrir hefur því verið deilt víða um heim frá því að Facebook-síðan Politics Watchdog deildi myndbandinu í vikunni. Hefur myndbandinu verið deilt þaðan 47 þúsund sinnum. Þaðan fór myndbandið á aðra samfélagsmiðla sem, líkt og Facebook, hafa ekki orðið við kröfum þingmanna og almennings um að myndbandið verði tekið niður, ef frá er talin myndbandasíðan YouTube sem fjarlægt hefur myndbandið.Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna.Facebook ekki fréttasíða Monika Bickert, aðstoðarforstjóri hjá Facebook, var krafinn um svör af hverju myndbandið hafi ekki verið tekið niður er hún mætti til Anderson Cooper hjá CNN. Þar sagði hún að eftir að samtök sem sérhæfa sig í því að sannreyna sannleiksgildi fullyrðinga og myndbanda á borð við þetta hafi sannreynt að um fölsun hafi verið að ræða, hafi Facebook ákveðið að draga úr sýnileika myndbandsins, með öðrum orðum, dregið var úr því hversu hratt myndbandið dreifðist um Facebook. Hún varði ákvörðun Facebook um að taka myndbandið ekki niður. „Við teljum að það sé mikilvægt fyrir almenning að þau taki upplýsta ákvörðun um hverju þau ákveðið að trúa. Okkar starf snýst um að þau sé að fá réttar upplýsingar,“ sagði hún í viðtali við Cooper.In a CNN Exclusive, Monika Bickert, Facebook VP for Product Policy and Counterterrorism, explains why the social media site hasn't removed a manipulated video of House Speaker Nancy Pelosi. https://t.co/tr9QRDcAZEpic.twitter.com/fOeMQaepSu — Anderson Cooper 360° (@AC360) May 25, 2019 Cooper gagnrýndi þessa afstöðu Bickert og sagði hann að þar sem Facebook græddi peninga á því að dreifa fréttaefni yrði fyrirtækið að standa sig í stykkinu og ganga úr skugga um að fölsuðu efni sem liti út fyrir að vera fréttatengt væri ekki dreift á samfélagsmiðlinu.Í frétt Washington Post segir að þegar smellt sé á myndbandið sjálft á síðu Politics Watchdog sé ekkert sem gefi notendum Facebook til kynna að um falsað efni sé að ræða. Þar er tekið dæmi um nýlegar athugasemdir notenda þar sem notendur spyrja af hverju Pelosi hafi ekki verið handtekinn fyrir að hafa verið drukkin við störf sem alríkisstarfsmaður, sem bendi til þess að jafnvel þótt bent hafi verið á að myndbandið sé falsað hafi margir sem horft hafi á myndbandið ákveðið að trúa því að Pelosi hafi verið drukkin.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Tækni Tengdar fréttir Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. 23. maí 2019 23:30 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. 23. maí 2019 23:30
Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00
Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02