Íran mun verjast öllu ofstopi Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 18:10 Mohammad Javad Zarif (t.v.) og Mohammed al-Hakim (t.h.) á blaðamannafundi í Írak. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Haydar Karaalp Íran mun verjast öllu hernaðarlegu eða efnahagslegu ofstopi, sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, á blaðamannafundi á sunnudag. Hann kallaði einnig eftir því að evrópsk ríki gerðu meira til að viðhalda kjarnorkusamningnum sem Íran skrifaði undir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Á blaðamannafundinum, sem fór fram í Bagdad, kom Zarif fram ásamt Mohammed al-Hakim, utanríkisráðherra Írak, og sagði Zarif að Íran vildi stuðla að góðum samskiptum á milli Arabaríkjanna við Persaflóa og hefur lagt til að skrifað verði undir friðarsáttmála. „Við munum verjast gegn öllum hernaðartilburðum gegn Íran, sama hvort það sé efnahagslegt stríð eða hernaðarlegt og við munum bregðast við svoleiðis tilburðum með styrk,“ sagði hann. Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna hefur aukist síðustu misseri, sérstaklega eftir árás sem gerð var á olíuflutningaskip á Persaflóa. Yfirvöld í Bandaríkjunum, sem styðja andstæðinga Íran á svæðinu, Sádi-Arabíu, hafa kennt Íran um árásirnar. Írönsk yfirvöld hafa þverneitað fyrir nokkur tengsl við árásina, en Bandaríkin hafa síðan sent flugmóðurskip og 1.500 auka hermenn til Persaflóa, sem hefur valdið auknum áhyggjum um átök á svæðinu, sem nú þegar er eldfimt. Írak styður Íran og eru yfirvöld þar tilbúin til að taka að sér hlutverk milliliða í samskiptum Íran og Bandaríkjanna, sagði Hakim. Yfirvöld í Bagdad telja „efnahagsleg bönn“ ekki bera ávöxt, bætti hann við og vísaði þar í refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran. „Við viljum gera það mjög ljóst að við erum mjög andsnúin einhliða aðgerðunum sem Bandaríkin hafa gert. Við stöndum með Íran í afstöðu þess,“ bætti Hakim við. Bandaríkin og Íran eru tveir helstu bandamenn Írak. Á sama tíma mætti Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra, á fund í Óman til að ræða þróun á svæðinu við Yousuf bin Alawi bin Abdullah, utanríkisráðherra soldánsins. „Araqchi brýndi mikilvægi þess að friður og öryggi viðhéldist við Persaflóa og varaði við skaðlegri stefnu Bandaríkjanna og sumra bandamanna þeirra á svæðinu,“ kom fram á vefsíðu utanríkisráðuneytis Íran. „Hann harðneitaði fyrir nokkur samskipti, bein eða óbein, við Bandaríkin.“ Bin Alawi sagði í síðustu viku að land hans væri að reyna að minnka spennuna á milli Bandaríkjanna og Íran í samstarfi með öðrum.Hvað myndi þjóðaratkvæðagreiðsla um kjarnorkumál gera? Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa aukið viðskiptaþvinganir við Íran eftir að samskipti á milli ríkjanna hafa farið versnandi eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró ríkið út úr kjarnorkusamningi sem skrifað var undir í valdatíð Barack Obama, ásamt Íran og öðrum áhrifamiklum ríkjum árið 2015. Hassan Rouhani, forseti Íran, hefur viðrað þá hugmynd að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um kjarnorkuáætlun landsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti gefið Írönsku ríkisstjórninni tækifæri til að athafna sig og að reyna að leysa úr deilunum við Bandaríkin. Háttsettir stjórnmálamenn í Íran hafa lýst því yfir að þeir sækist ekki eftir stríði við Bandaríkin og í samtali við Reuters sögðu yfirvöld að þrátt fyrir stirð samskipti við yfirvöld í Washington, væru yfirvöld að reyna að koma í veg fyrir átök. „[Þjóðaratkvæðagreiðsla um] 59. grein stjórnarskrárinnar gæti leyst okkur úr sjálfheldu… og gæti leyst úr þessum vanda,“ sagði Rouhani í samtali við fréttastofu ILNA á laugardag. Rouhani sagði, að þegar hann hafi verið aðal samningamaður kjarnorkumála árið 2004, hafi hann lagt til að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um kjarnorku „vandamálið“ við Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran. Aðeins hafa verið haldnar þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur í Íran síðan uppreisnin var gerð árið 1979, annars vegar til að staðfesta hvernig farið yrði með stjórn landsins og hins vegar til að samþykkja og gera breytingu á stjórnarskránni. Yfirvöld í Washington hafa sagt að þau séu að byggja upp hernaðarviðveru sína á svæðinu og hafa sakað yfirvöld í Tehran um að ógna herliði og hagsmunum Bandaríkjanna. Tehran hefur lýst ákvörðunum Bandaríkjanna í málum tengdum Íran sem „sálrænum hernaði“ og „pólitískum leik.“ Hægt er að horfa á blaðamannafundinn hér. Bandaríkin Írak Íran Óman Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Íran mun verjast öllu hernaðarlegu eða efnahagslegu ofstopi, sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, á blaðamannafundi á sunnudag. Hann kallaði einnig eftir því að evrópsk ríki gerðu meira til að viðhalda kjarnorkusamningnum sem Íran skrifaði undir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Á blaðamannafundinum, sem fór fram í Bagdad, kom Zarif fram ásamt Mohammed al-Hakim, utanríkisráðherra Írak, og sagði Zarif að Íran vildi stuðla að góðum samskiptum á milli Arabaríkjanna við Persaflóa og hefur lagt til að skrifað verði undir friðarsáttmála. „Við munum verjast gegn öllum hernaðartilburðum gegn Íran, sama hvort það sé efnahagslegt stríð eða hernaðarlegt og við munum bregðast við svoleiðis tilburðum með styrk,“ sagði hann. Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna hefur aukist síðustu misseri, sérstaklega eftir árás sem gerð var á olíuflutningaskip á Persaflóa. Yfirvöld í Bandaríkjunum, sem styðja andstæðinga Íran á svæðinu, Sádi-Arabíu, hafa kennt Íran um árásirnar. Írönsk yfirvöld hafa þverneitað fyrir nokkur tengsl við árásina, en Bandaríkin hafa síðan sent flugmóðurskip og 1.500 auka hermenn til Persaflóa, sem hefur valdið auknum áhyggjum um átök á svæðinu, sem nú þegar er eldfimt. Írak styður Íran og eru yfirvöld þar tilbúin til að taka að sér hlutverk milliliða í samskiptum Íran og Bandaríkjanna, sagði Hakim. Yfirvöld í Bagdad telja „efnahagsleg bönn“ ekki bera ávöxt, bætti hann við og vísaði þar í refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran. „Við viljum gera það mjög ljóst að við erum mjög andsnúin einhliða aðgerðunum sem Bandaríkin hafa gert. Við stöndum með Íran í afstöðu þess,“ bætti Hakim við. Bandaríkin og Íran eru tveir helstu bandamenn Írak. Á sama tíma mætti Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra, á fund í Óman til að ræða þróun á svæðinu við Yousuf bin Alawi bin Abdullah, utanríkisráðherra soldánsins. „Araqchi brýndi mikilvægi þess að friður og öryggi viðhéldist við Persaflóa og varaði við skaðlegri stefnu Bandaríkjanna og sumra bandamanna þeirra á svæðinu,“ kom fram á vefsíðu utanríkisráðuneytis Íran. „Hann harðneitaði fyrir nokkur samskipti, bein eða óbein, við Bandaríkin.“ Bin Alawi sagði í síðustu viku að land hans væri að reyna að minnka spennuna á milli Bandaríkjanna og Íran í samstarfi með öðrum.Hvað myndi þjóðaratkvæðagreiðsla um kjarnorkumál gera? Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa aukið viðskiptaþvinganir við Íran eftir að samskipti á milli ríkjanna hafa farið versnandi eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró ríkið út úr kjarnorkusamningi sem skrifað var undir í valdatíð Barack Obama, ásamt Íran og öðrum áhrifamiklum ríkjum árið 2015. Hassan Rouhani, forseti Íran, hefur viðrað þá hugmynd að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um kjarnorkuáætlun landsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti gefið Írönsku ríkisstjórninni tækifæri til að athafna sig og að reyna að leysa úr deilunum við Bandaríkin. Háttsettir stjórnmálamenn í Íran hafa lýst því yfir að þeir sækist ekki eftir stríði við Bandaríkin og í samtali við Reuters sögðu yfirvöld að þrátt fyrir stirð samskipti við yfirvöld í Washington, væru yfirvöld að reyna að koma í veg fyrir átök. „[Þjóðaratkvæðagreiðsla um] 59. grein stjórnarskrárinnar gæti leyst okkur úr sjálfheldu… og gæti leyst úr þessum vanda,“ sagði Rouhani í samtali við fréttastofu ILNA á laugardag. Rouhani sagði, að þegar hann hafi verið aðal samningamaður kjarnorkumála árið 2004, hafi hann lagt til að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um kjarnorku „vandamálið“ við Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran. Aðeins hafa verið haldnar þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur í Íran síðan uppreisnin var gerð árið 1979, annars vegar til að staðfesta hvernig farið yrði með stjórn landsins og hins vegar til að samþykkja og gera breytingu á stjórnarskránni. Yfirvöld í Washington hafa sagt að þau séu að byggja upp hernaðarviðveru sína á svæðinu og hafa sakað yfirvöld í Tehran um að ógna herliði og hagsmunum Bandaríkjanna. Tehran hefur lýst ákvörðunum Bandaríkjanna í málum tengdum Íran sem „sálrænum hernaði“ og „pólitískum leik.“ Hægt er að horfa á blaðamannafundinn hér.
Bandaríkin Írak Íran Óman Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira