Telur Sundhöll Keflavíkur nú tapaða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. maí 2019 06:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur, í hópi félaga. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta mál er því miður tapað,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Ragnheiður Elín kærði í ágúst í fyrra þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur og að byggð verði þrjú fjölbýlishús á svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú vísað kærunni frá. „Kærandi er búsettur í níu hundruð metra fjarlægð frá umræddri sundhöll sem fjarlægja á samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu. Verður henni af þeim sökum því ekki játuð kæruaðild á þeim grundvelli að grenndarhagsmunir hennar skerðist,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. „Það er fátt sem kemur á óvart,“ segir Ragnheiður Elín um niðurstöðuna. Henni finnist sláandi að í úrskurðinum sé ekki tekið tillit til almannahagsmuna. „Það er ekkert gert með almannahagsmuni. Það er athyglisvert að þetta skiptir engu í þessu ferli,“ segir hún og leggur áherslu á að í kærunni hafi sérstaklega verið vísað til menningarsögulegs gildis sundhallarinnar. „Þetta eru ekki mínir einkahagsmunir. Ég hef enga fjárhagslega hagsmuni í málinu.“ Þá segir Ragnheiður Elín ekki tekið efnislega á því sem hún og Hollvinasamtökin hafi verið að gera athugasemd við varðandi efnis- og formannmarka. „Við sögðum meðal annars í kærunni að þarna hafi sannarlega verið hagsmunatengsl þegar nákominn ættingi eiganda sundhallarinnar afgreiddi málið út úr skipulagsnefndinni. Þeir hagsmunir eru í raun varðir með þessari ákvörðun finnst mér,“ segir hún. Í kæru Ragnheiðar Elínar segir að byggt sé á því að tilvist sundhallarinnar hafi almennt og ríkt gildi fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Hún sé formaður Hollvinasamtaka Sundhallarinnar í Keflavík, sem barist hafi fyrir því að húsið fái að standa áfram. „Sé það ætlun kæranda að koma einnig fram fyrir hönd Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sé á það bent að félagið geti ekki átt aðild að kærumáli þessu án þess að eiga þá einstaklegu og lögvörðu hagsmuni sem að jafnaði séu skilyrði aðildar á þessu sviði, en ekki liggi fyrir að svo sé,“ er í úrskurðinum vitnað til málsraka Reykjanesbæjar. Ragnheiður segir í kærunni að bæjaryfirvöld hafi við meðferð málsins ítrekað farið rangt með staðreyndir við framsetningu og kynningu á þeim hluta tillögunnar sem varði sundhöllina. Ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda frá íbúum og þeim hvergi svarað. Sundhöll Keflavíkur var byggð árið 1945 og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins, og Bárði Ísleifssyni arkitekt. Sundhöllin stendur enn á sínum stað og engar framkvæmdir eru á lóðinni. Sem fyrr segir telur Ragnheiður Elín að byggingunni verði ekki bjargað úr þessu. „Eins mikið og það hryggir mig þá er það eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En ég er ekki ánægð með það,“ segir formaður Hollvinasamtakanna sem leyfir sér þó að halda í örlítinn vonarneista fyrir Sundhöll Keflavíkur. „Ég er að vona að eitthvað annað verði henni til bjargar. Á meðan hún stendur, þá leyfir maður sér að vona.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Skipulag Sundlaugar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Þetta mál er því miður tapað,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Ragnheiður Elín kærði í ágúst í fyrra þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur og að byggð verði þrjú fjölbýlishús á svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú vísað kærunni frá. „Kærandi er búsettur í níu hundruð metra fjarlægð frá umræddri sundhöll sem fjarlægja á samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu. Verður henni af þeim sökum því ekki játuð kæruaðild á þeim grundvelli að grenndarhagsmunir hennar skerðist,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. „Það er fátt sem kemur á óvart,“ segir Ragnheiður Elín um niðurstöðuna. Henni finnist sláandi að í úrskurðinum sé ekki tekið tillit til almannahagsmuna. „Það er ekkert gert með almannahagsmuni. Það er athyglisvert að þetta skiptir engu í þessu ferli,“ segir hún og leggur áherslu á að í kærunni hafi sérstaklega verið vísað til menningarsögulegs gildis sundhallarinnar. „Þetta eru ekki mínir einkahagsmunir. Ég hef enga fjárhagslega hagsmuni í málinu.“ Þá segir Ragnheiður Elín ekki tekið efnislega á því sem hún og Hollvinasamtökin hafi verið að gera athugasemd við varðandi efnis- og formannmarka. „Við sögðum meðal annars í kærunni að þarna hafi sannarlega verið hagsmunatengsl þegar nákominn ættingi eiganda sundhallarinnar afgreiddi málið út úr skipulagsnefndinni. Þeir hagsmunir eru í raun varðir með þessari ákvörðun finnst mér,“ segir hún. Í kæru Ragnheiðar Elínar segir að byggt sé á því að tilvist sundhallarinnar hafi almennt og ríkt gildi fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Hún sé formaður Hollvinasamtaka Sundhallarinnar í Keflavík, sem barist hafi fyrir því að húsið fái að standa áfram. „Sé það ætlun kæranda að koma einnig fram fyrir hönd Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sé á það bent að félagið geti ekki átt aðild að kærumáli þessu án þess að eiga þá einstaklegu og lögvörðu hagsmuni sem að jafnaði séu skilyrði aðildar á þessu sviði, en ekki liggi fyrir að svo sé,“ er í úrskurðinum vitnað til málsraka Reykjanesbæjar. Ragnheiður segir í kærunni að bæjaryfirvöld hafi við meðferð málsins ítrekað farið rangt með staðreyndir við framsetningu og kynningu á þeim hluta tillögunnar sem varði sundhöllina. Ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda frá íbúum og þeim hvergi svarað. Sundhöll Keflavíkur var byggð árið 1945 og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins, og Bárði Ísleifssyni arkitekt. Sundhöllin stendur enn á sínum stað og engar framkvæmdir eru á lóðinni. Sem fyrr segir telur Ragnheiður Elín að byggingunni verði ekki bjargað úr þessu. „Eins mikið og það hryggir mig þá er það eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En ég er ekki ánægð með það,“ segir formaður Hollvinasamtakanna sem leyfir sér þó að halda í örlítinn vonarneista fyrir Sundhöll Keflavíkur. „Ég er að vona að eitthvað annað verði henni til bjargar. Á meðan hún stendur, þá leyfir maður sér að vona.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Skipulag Sundlaugar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira