Frans páfi ávarpaði fund sem Bjarni Benediktsson sótti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2019 14:57 Frans páfi heilsaði upp á fjármála-og efnahagsráðherra Íslands í Vatíkaninu í dag. Stjórnarráð Íslands Vísindaakademía Páfagarðs boðaði til fundar hins nýstofnaða alþjóðlegs vettvangs ráðherranna, CAPE þar sem ræddar voru leiðir til að draga úr losun. Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, var viðstaddur auk þess sem Frans páfi ávarpaði fundinn. Á fundinum sagði Bjarni að Ísland væri leiðandi í orkuskiptum með því að nýta hreinar auðlindir til húshitunar og raforkuframleiðslu. Ætlunin sé að ganga lengra í orkuskiptum í samgöngum og uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Hann sagði að framlag Íslands gæti falið í sér útflutning á þekkingu á nýtingu fallorku og jarðhita sem og áframhaldandi rannsóknir og þróun meðal annars á niðurdælingu koltvísýrings. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Hinum nýja vettvangi ráðherranna, CAPE, er ætlað að hvetja til aðgerða í loftslagsmálum í krafti regluverks og ákvarðana á sviði ríkisfjármála og fjármálamarkaða. Ráðherrarnir eru sagðir hafa rætt um tæknilega og skattalega hvata til að ná markmiðum í loftslagsmálum. Á fundinum kom fram að með uppgræðslu og náttúrulegum aðferðum til bindingar mætti draga úr kolefni í andrúmsloftinu um 30% fram til ársins 2030. Útgáfa grænna skuldabréfa og breyting á fjárfestingarstefnu opinberra sjóða komu einnig til umræðu. Í ávarpi Frans páfa kom fram að aðgerðarleysi á heimsvísu vekti furðu og að afleiðngarnar væru ljósar um heim allan. „Við sjáum hitabylgjur, þurrka, skógarelda, flóð og aðrar verðurfræðilegar hamfarir, hækkandi yfirborð sjávar, sjúkdóma og önnur vandamál sem eru alvarlegur fyrirboði um enn verri hluti ef við bregðumst ekki við og gerum það af alvöru.“ Alþingi Loftslagsmál Páfagarður Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Vísindaakademía Páfagarðs boðaði til fundar hins nýstofnaða alþjóðlegs vettvangs ráðherranna, CAPE þar sem ræddar voru leiðir til að draga úr losun. Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, var viðstaddur auk þess sem Frans páfi ávarpaði fundinn. Á fundinum sagði Bjarni að Ísland væri leiðandi í orkuskiptum með því að nýta hreinar auðlindir til húshitunar og raforkuframleiðslu. Ætlunin sé að ganga lengra í orkuskiptum í samgöngum og uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Hann sagði að framlag Íslands gæti falið í sér útflutning á þekkingu á nýtingu fallorku og jarðhita sem og áframhaldandi rannsóknir og þróun meðal annars á niðurdælingu koltvísýrings. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Hinum nýja vettvangi ráðherranna, CAPE, er ætlað að hvetja til aðgerða í loftslagsmálum í krafti regluverks og ákvarðana á sviði ríkisfjármála og fjármálamarkaða. Ráðherrarnir eru sagðir hafa rætt um tæknilega og skattalega hvata til að ná markmiðum í loftslagsmálum. Á fundinum kom fram að með uppgræðslu og náttúrulegum aðferðum til bindingar mætti draga úr kolefni í andrúmsloftinu um 30% fram til ársins 2030. Útgáfa grænna skuldabréfa og breyting á fjárfestingarstefnu opinberra sjóða komu einnig til umræðu. Í ávarpi Frans páfa kom fram að aðgerðarleysi á heimsvísu vekti furðu og að afleiðngarnar væru ljósar um heim allan. „Við sjáum hitabylgjur, þurrka, skógarelda, flóð og aðrar verðurfræðilegar hamfarir, hækkandi yfirborð sjávar, sjúkdóma og önnur vandamál sem eru alvarlegur fyrirboði um enn verri hluti ef við bregðumst ekki við og gerum það af alvöru.“
Alþingi Loftslagsmál Páfagarður Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira