Ökumenn virtu ekki lokanir eftir að ekið hafði verið á barn Sylvía Hall skrifar 27. maí 2019 18:22 Lögreglan segir háttsemi ökumanna sem virtu ekki lokanir í gær eftir að ekið var á barn vera með öllu ólíðandi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu furðar sig á því hversu oft ökumenn reyna að komast fram hjá lokunum í nýrri færslu sem var birt á Facebook-síðu þeirra. Í gær þurfti að loka Bústaðavegi að hluta til eftir að ekið var á barn á reiðhjóli á gatnamótum Sogavegar og Austurgerðis og virtu margir ökumenn ekki umræddar lokanir. „Það er með öllu óskiljanlegt hversu oft ökumenn reyna að troða sér fram hjá lokunum í umdæminu og skiptir þá engu þótt um vettvang slyss sé að ræða. Þetta var því miður raunin enn eina ferðina í gærdag,“ segir í stöðuuppfærslunni en vegna alvarleika slyssins sem varð í gær var ljóst að setja þurfti upp lokanir á veginum. Þá kemur fram að það hafi verið greinilegt að vegurinn væri lokaður, bæði bílar og bifhjól lögreglunnar voru á svæðinu með blikkandi ljós en þrátt fyrir það reyndu ökumenn að komast hjá lokununum og tókst nokkrum ætlunarverkið þar til þeir neyddust til að nema staðar við slysstaðinn. Lögreglan segir háttsemi þessara ökumanna vera með öllu ólíðandi og biðlar til þeirra að hugsa sinn gang þegar kemur að hegðun sinni í umferðinni. Virði menn ekki lokanir geti slíkt skapað frekari hættu á vettvangi. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu furðar sig á því hversu oft ökumenn reyna að komast fram hjá lokunum í nýrri færslu sem var birt á Facebook-síðu þeirra. Í gær þurfti að loka Bústaðavegi að hluta til eftir að ekið var á barn á reiðhjóli á gatnamótum Sogavegar og Austurgerðis og virtu margir ökumenn ekki umræddar lokanir. „Það er með öllu óskiljanlegt hversu oft ökumenn reyna að troða sér fram hjá lokunum í umdæminu og skiptir þá engu þótt um vettvang slyss sé að ræða. Þetta var því miður raunin enn eina ferðina í gærdag,“ segir í stöðuuppfærslunni en vegna alvarleika slyssins sem varð í gær var ljóst að setja þurfti upp lokanir á veginum. Þá kemur fram að það hafi verið greinilegt að vegurinn væri lokaður, bæði bílar og bifhjól lögreglunnar voru á svæðinu með blikkandi ljós en þrátt fyrir það reyndu ökumenn að komast hjá lokununum og tókst nokkrum ætlunarverkið þar til þeir neyddust til að nema staðar við slysstaðinn. Lögreglan segir háttsemi þessara ökumanna vera með öllu ólíðandi og biðlar til þeirra að hugsa sinn gang þegar kemur að hegðun sinni í umferðinni. Virði menn ekki lokanir geti slíkt skapað frekari hættu á vettvangi.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira