SUS fagnar nýrri þungunarrofslöggjöf: Formaðurinn eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu Sylvía Hall skrifar 27. maí 2019 22:03 Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu þegar atkvæðagreiðsla fór fram fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem sambandið fagnar nýsamþykktu þungunarrofsfrumvarpi. Frumvarpið, sem heimilar þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu, var samþykkt fyrr í mánuðinum. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem hallar á í samfélaginu. „Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra,“ segir í ályktun stjórnarinnar.Stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu á áhorfendapalla Alþingis þegar atkvæðagreiðsla fór fram.Vísir/VilhelmFormaður flokksins eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu en það voru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson. Þá tjáði Áslaug Arna sig um málið á Twitter þar sem hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið. Hún sagði málið vera viðkvæmt en þegar öllu væri á botninn hvolft væri enginn hæfari til þess að taka þessa ákvörðun en konan sjálf. Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Átta þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og voru tveir þingmenn fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og dómsmálaráðherra sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, var eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.Sjá einnig: Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Þegar Bjarni gerði grein fyrir atkvæði sínu sagði hann málið vera gríðarlega viðkvæmt en um leið mikilvægt. Við hvert álitamál sem hafi komið upp við frumvarpið hafi svarið alltaf verið kvenfrelsi. „Mér finnst að kvenfrelsið skipti gríðarlegu miklu máli og á að vera meginþráður í meðferð þessara mála. En mér finnst samt að kvenfrelsið trompi ekki hvert einasta annað álitamál sem upp kemur í þessum efnum,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.Ályktun stjórnar SUS í heild sinni: Samband ungra sjálfstæðismanna(SUS) fagnar nýsamþykktu frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof sem styður rétt kvenna til að taka sjálfar ákvörðun um að enda þungun fram til loka 22. viku meðgöngu. Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra.Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um sitt eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem á hallar í samfélaginu. Vinna við frumvarpið hófst árið 2016 í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar í heilbrigðisráðuneytinu og er fagnaðarefni að því hafi verið fylgt eftir og sé nú orðið að lögum.Þungunarrof er aldrei auðveld ákvörðun og verður ekki einfaldari eftir því sem líður á meðgönguna. Ungir sjálfstæðismenn telja réttast að konan taki þessa ákvörðun sjálf. Alþingi Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57 Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. 13. maí 2019 21:10 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem sambandið fagnar nýsamþykktu þungunarrofsfrumvarpi. Frumvarpið, sem heimilar þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu, var samþykkt fyrr í mánuðinum. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem hallar á í samfélaginu. „Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra,“ segir í ályktun stjórnarinnar.Stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu á áhorfendapalla Alþingis þegar atkvæðagreiðsla fór fram.Vísir/VilhelmFormaður flokksins eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu en það voru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson. Þá tjáði Áslaug Arna sig um málið á Twitter þar sem hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið. Hún sagði málið vera viðkvæmt en þegar öllu væri á botninn hvolft væri enginn hæfari til þess að taka þessa ákvörðun en konan sjálf. Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Átta þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og voru tveir þingmenn fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og dómsmálaráðherra sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, var eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.Sjá einnig: Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Þegar Bjarni gerði grein fyrir atkvæði sínu sagði hann málið vera gríðarlega viðkvæmt en um leið mikilvægt. Við hvert álitamál sem hafi komið upp við frumvarpið hafi svarið alltaf verið kvenfrelsi. „Mér finnst að kvenfrelsið skipti gríðarlegu miklu máli og á að vera meginþráður í meðferð þessara mála. En mér finnst samt að kvenfrelsið trompi ekki hvert einasta annað álitamál sem upp kemur í þessum efnum,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.Ályktun stjórnar SUS í heild sinni: Samband ungra sjálfstæðismanna(SUS) fagnar nýsamþykktu frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof sem styður rétt kvenna til að taka sjálfar ákvörðun um að enda þungun fram til loka 22. viku meðgöngu. Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra.Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um sitt eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem á hallar í samfélaginu. Vinna við frumvarpið hófst árið 2016 í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar í heilbrigðisráðuneytinu og er fagnaðarefni að því hafi verið fylgt eftir og sé nú orðið að lögum.Þungunarrof er aldrei auðveld ákvörðun og verður ekki einfaldari eftir því sem líður á meðgönguna. Ungir sjálfstæðismenn telja réttast að konan taki þessa ákvörðun sjálf.
Alþingi Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57 Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. 13. maí 2019 21:10 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08
Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57
Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. 13. maí 2019 21:10
Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15