Já, við höfum gengið til góðs! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 28. maí 2019 06:15 Við búum við heildstætt lífeyrissjóðakerfi fyrir alla landsmenn í anda samtryggingar, kerfi sem þykir á margan hátt til fyrirmyndar og horft er til af erlendum sjónarhólum. Þetta er staðreynd og sérstök ástæða til að halda henni á loft nú á afmælisári þegar hálf öld er liðin frá því að fulltrúar heildarsamtaka á almennum vinnumarkaði undirrituðu kjarasamning þar sem kveðið er á um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þetta gerðist 19. maí 1969 og í samningnum var jafnframt kveðið á um að jafnvægi skyldi ríkja í stjórnum lífeyrissjóðanna, það er að segja að stjórnirnar skyldu skipaðar jafnmörgum fulltrúum launafólks annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Að þessu tímamótasamkomulagi stóðu Alþýðusamband Íslands, Vinnuveitendasamband Íslands, Vinnumálasamband samvinnufélaganna og Félag íslenskra iðnrekenda. Landssamtök lífeyrissjóða sjá ástæðu til að halda upp á fimmtugsafmæli kjarasamninganna frá 1969 á samkomum í Hörpu í dag þriðjudaginn 28. maí og í Hofi á Akureyri á uppstigningardag, 30. maí. Þangað eru allir velkomnir til að njóta skemmtilegrar og fræðandi dagskrár þar sem stiklað verður á stóru í sögunni og tíðarandanum í tali, tónum og myndum. Nánari upplýsingar eru á vefnum Lífeyrismál.is. Framsýnt og víðsýnt fólk úr röðum launafólks og atvinnurekenda lagði grunn að lífeyriskerfinu og lagði mikið á sig og hagsmunasamtök sín til að lífeyrissjóðir yrðu að veruleika og þroskuðust í að verða það sem þeir eru orðnir nú. Því miður sætir lífeyrissjóðakerfið oft ómaklegri gagnrýni í opinberri umræðu, jafnvel er að því harkalega vegið og því fundið flest til foráttu. Sérstaklega tek ég nærri mér þegar vegið er að kerfinu í opinberri umræðu úr röðum forystu verkalýðshreyfingarinnar, hluta baklands lífeyrissjóða almenna vinnumarkaðarins. Lífeyrissjóðakerfið er ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk en það er og verður á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að vinna með ábyrgum hætti að því að endurskoða kerfið, bæta það og styrkja enn frekar til að það gegni því meginhlutverki að ávaxta fjármuni sjóðfélaga og greiða þeim lífeyri til framtíðar. Það hefur sýnt sig að samningafólkið lagði traustan samstarfsgrunn að stjórnskipulagi sjóðanna fyrir hálfri öld með því að ákveða að samtök launafólks og atvinnurekenda skyldu skipta stjórnarsætum sín á milli og sú hefð skapaðist að formaður stjórnar væri valinn til skiptis úr röðum launamanna og atvinnurekenda. Þetta fyrirkomulag stuðlar að farsælli samvinnu í stjórnum lífeyrissjóða. Ég hafna hugmyndum um að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum lífeyrissjóða og styðst þar við rök og reynslu af núverandi skipan mála svo áratugum skiptir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á málþingi Fjármálaeftirlitsins fyrir skömmu að í ráðuneyti sínu væri byrjað að vinna að undirbúningi þess að endurskoða heildarlöggjöf um lífeyrissjóði frá 1997. Verkefnið væri vandasamt, myndi taka nokkurn tíma og heppilegt væri að áfangaskipta því. Ég tek undir það en vænti þess um leið að löggjöfin verði endurskoðuð í víðtæku samráði við þá sem málið varðar, þar á meðal auðvitað Landssamtök lífeyrissjóða sem hafa innan vébanda sinna 21 lífeyrissjóð, þar af nokkra sem eru með sameiginlegt skrifstofuhald eða rekstrarsamning við banka. Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða ætti að vera efst á forgangslista við endurskoðun lífeyriskerfisins okkar. Skerðing lífeyris frá Tryggingastofnun er slík að ekki verður við unað. Svona gerum við einfaldlega ekki gagnvart eldri borgurum og öryrkjum landsins. Svo langt er gengið að ég tel grófustu skerðingarnar jafngilda árás á mannréttindi og þar með ljótan blett á annars ágætu tryggingakerfi. Við lítum stolt um öxl og hugsum hlýlega til þeirra sem vörðuðu leiðina og áttu sinn þátt í kaflaskilum í lífeyrismálum landsmanna með kjarasamningunum 1969. „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Já, svo sannarlega. Við fögnum tímamótunum best með því að strengja þess heit að halda áfram að gera gott lífeyrissjóðakerfi enn betra og sjá til þess að það svari alltaf kalli tímans í breytilegu samfélagi en staðni ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum við heildstætt lífeyrissjóðakerfi fyrir alla landsmenn í anda samtryggingar, kerfi sem þykir á margan hátt til fyrirmyndar og horft er til af erlendum sjónarhólum. Þetta er staðreynd og sérstök ástæða til að halda henni á loft nú á afmælisári þegar hálf öld er liðin frá því að fulltrúar heildarsamtaka á almennum vinnumarkaði undirrituðu kjarasamning þar sem kveðið er á um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þetta gerðist 19. maí 1969 og í samningnum var jafnframt kveðið á um að jafnvægi skyldi ríkja í stjórnum lífeyrissjóðanna, það er að segja að stjórnirnar skyldu skipaðar jafnmörgum fulltrúum launafólks annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Að þessu tímamótasamkomulagi stóðu Alþýðusamband Íslands, Vinnuveitendasamband Íslands, Vinnumálasamband samvinnufélaganna og Félag íslenskra iðnrekenda. Landssamtök lífeyrissjóða sjá ástæðu til að halda upp á fimmtugsafmæli kjarasamninganna frá 1969 á samkomum í Hörpu í dag þriðjudaginn 28. maí og í Hofi á Akureyri á uppstigningardag, 30. maí. Þangað eru allir velkomnir til að njóta skemmtilegrar og fræðandi dagskrár þar sem stiklað verður á stóru í sögunni og tíðarandanum í tali, tónum og myndum. Nánari upplýsingar eru á vefnum Lífeyrismál.is. Framsýnt og víðsýnt fólk úr röðum launafólks og atvinnurekenda lagði grunn að lífeyriskerfinu og lagði mikið á sig og hagsmunasamtök sín til að lífeyrissjóðir yrðu að veruleika og þroskuðust í að verða það sem þeir eru orðnir nú. Því miður sætir lífeyrissjóðakerfið oft ómaklegri gagnrýni í opinberri umræðu, jafnvel er að því harkalega vegið og því fundið flest til foráttu. Sérstaklega tek ég nærri mér þegar vegið er að kerfinu í opinberri umræðu úr röðum forystu verkalýðshreyfingarinnar, hluta baklands lífeyrissjóða almenna vinnumarkaðarins. Lífeyrissjóðakerfið er ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk en það er og verður á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að vinna með ábyrgum hætti að því að endurskoða kerfið, bæta það og styrkja enn frekar til að það gegni því meginhlutverki að ávaxta fjármuni sjóðfélaga og greiða þeim lífeyri til framtíðar. Það hefur sýnt sig að samningafólkið lagði traustan samstarfsgrunn að stjórnskipulagi sjóðanna fyrir hálfri öld með því að ákveða að samtök launafólks og atvinnurekenda skyldu skipta stjórnarsætum sín á milli og sú hefð skapaðist að formaður stjórnar væri valinn til skiptis úr röðum launamanna og atvinnurekenda. Þetta fyrirkomulag stuðlar að farsælli samvinnu í stjórnum lífeyrissjóða. Ég hafna hugmyndum um að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum lífeyrissjóða og styðst þar við rök og reynslu af núverandi skipan mála svo áratugum skiptir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á málþingi Fjármálaeftirlitsins fyrir skömmu að í ráðuneyti sínu væri byrjað að vinna að undirbúningi þess að endurskoða heildarlöggjöf um lífeyrissjóði frá 1997. Verkefnið væri vandasamt, myndi taka nokkurn tíma og heppilegt væri að áfangaskipta því. Ég tek undir það en vænti þess um leið að löggjöfin verði endurskoðuð í víðtæku samráði við þá sem málið varðar, þar á meðal auðvitað Landssamtök lífeyrissjóða sem hafa innan vébanda sinna 21 lífeyrissjóð, þar af nokkra sem eru með sameiginlegt skrifstofuhald eða rekstrarsamning við banka. Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða ætti að vera efst á forgangslista við endurskoðun lífeyriskerfisins okkar. Skerðing lífeyris frá Tryggingastofnun er slík að ekki verður við unað. Svona gerum við einfaldlega ekki gagnvart eldri borgurum og öryrkjum landsins. Svo langt er gengið að ég tel grófustu skerðingarnar jafngilda árás á mannréttindi og þar með ljótan blett á annars ágætu tryggingakerfi. Við lítum stolt um öxl og hugsum hlýlega til þeirra sem vörðuðu leiðina og áttu sinn þátt í kaflaskilum í lífeyrismálum landsmanna með kjarasamningunum 1969. „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Já, svo sannarlega. Við fögnum tímamótunum best með því að strengja þess heit að halda áfram að gera gott lífeyrissjóðakerfi enn betra og sjá til þess að það svari alltaf kalli tímans í breytilegu samfélagi en staðni ekki.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar